Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 17:23 Festi á og rekur N1, Elko og Krónuna. vísir/egill Samkeppniseftirlitið hefur sektað Festi hf. um 750 milljónir vegna samkeppnislagabrota í tengslum við samruna félagsins og N1 hf. Fólust brotin í því að Festi virti ekki skilyrði sem gerð voru í sátt við eftirlitið, svo sem um sölu verslana og samstarf við keppinaut. Ákvörðun eftirlitsins er birt í dag og í tilkynningu segir að brotin séu álitin alvarleg. Í sátt Festi við eftirlitið viðurkennir fyrirtækið annars vegar brot á skuldbindingum í eldri sátt í samrunamáli og hins vegar brot á ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingagjöf við rannsókn Samkeppniseftirlitsins í sama samrunamáli. Eftirlitið segir forsögu málsins vera rannsókn á samruna félaganna, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að samruni N1 og Festi myndi raska samkeppni á dagvöru- og eldsneytismörkuðum. Í því ljósi bauð Festi fram marvísleg skilyrði til að koma í veg fyrir hin samkeppnislegu vandamál og afstýra þannig ógildingu Samkeppniseftirlitsins. Í ákvörðun SKE kemur fram að í þessum skilyrðum hafi falist að Festi skuldbatt sig til að selja ýmsar verslanir, svo sem þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Málamyndagerningur hafi til að mynda verið gerður um sölu þeirrar verslunar. Þá viðurkenndi Festi brot sem fólst í samstarfi við verslunina Samkaup. Að tillögu Festi var skipaður sérstakur eftirlitsaðili, „óháður kunnáttumaður“, til þess að tryggja það að fyrirtækið myndi fara að þessum skilyrðum. Honum hafi síðan ekki verið veittur aðgangur að nauðsynlegum upplýsingum sem hann hafi óskað við störf sín. Önnur skilyrði voru brotin, sem tengdust því að vernda og efla samkeppni á eldsneytismarkaði. Þá viðurkenndi Festi brot gegn ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingaskyldu í tengslum við rannsókn samrunans. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að Festi greiddi 750.000.000 króna í stjórnvaldssekt og hefur fyrirtækið fallist á það. Festi Samkeppnismál Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira
Ákvörðun eftirlitsins er birt í dag og í tilkynningu segir að brotin séu álitin alvarleg. Í sátt Festi við eftirlitið viðurkennir fyrirtækið annars vegar brot á skuldbindingum í eldri sátt í samrunamáli og hins vegar brot á ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingagjöf við rannsókn Samkeppniseftirlitsins í sama samrunamáli. Eftirlitið segir forsögu málsins vera rannsókn á samruna félaganna, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að samruni N1 og Festi myndi raska samkeppni á dagvöru- og eldsneytismörkuðum. Í því ljósi bauð Festi fram marvísleg skilyrði til að koma í veg fyrir hin samkeppnislegu vandamál og afstýra þannig ógildingu Samkeppniseftirlitsins. Í ákvörðun SKE kemur fram að í þessum skilyrðum hafi falist að Festi skuldbatt sig til að selja ýmsar verslanir, svo sem þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Málamyndagerningur hafi til að mynda verið gerður um sölu þeirrar verslunar. Þá viðurkenndi Festi brot sem fólst í samstarfi við verslunina Samkaup. Að tillögu Festi var skipaður sérstakur eftirlitsaðili, „óháður kunnáttumaður“, til þess að tryggja það að fyrirtækið myndi fara að þessum skilyrðum. Honum hafi síðan ekki verið veittur aðgangur að nauðsynlegum upplýsingum sem hann hafi óskað við störf sín. Önnur skilyrði voru brotin, sem tengdust því að vernda og efla samkeppni á eldsneytismarkaði. Þá viðurkenndi Festi brot gegn ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingaskyldu í tengslum við rannsókn samrunans. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að Festi greiddi 750.000.000 króna í stjórnvaldssekt og hefur fyrirtækið fallist á það.
Festi Samkeppnismál Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira