Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2024 18:46 Þetta var fyrsti sigur stelpnanna okkar á stórmóti. ehf euro Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur er liðið mætti Úkraínu í riðlakeppni EM í handbolta í kvöld, 27-24. Þetta var fyrsti sigur Íslands á lokamóti EM kvenna í handbolta í sögunni og íslenska liðið heldur nú í úrslitaleik gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. Miklir yfirburðir í upphafi Ísland var frá upphafi mun sterkari aðilinn og vandræði Úkraínu hófust strax á fyrstu mínútu. Elín Jóna hélt uppteknum hætti frá síðasta leik og varði eins og vitleysingur. Hélt íslenska markinu hreinu fyrstu fimm mínúturnar. Ísland kemur á fleygiferð inn í þennan leik! Elín Jóna varði fyrsta skot Úkraínu og Elín Klara setti fyrsta markið okkar! Koma svo! 🇮🇸 pic.twitter.com/7r3O5HZSuI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2024 Þar spilaði auðvitað inn í gríðarlega sterk vörn Íslands, sem Úkraínu tókst afskaplega illa að spila sig í gegnum. Það gekk aðeins betur hjá þeim eftir að hafa tekið leikhlé og farið að spila sjö manna sókn, en yfirleitt komust þær ekki í gegn og þurftu að sætta sig við skot fyrir utan. Sóknarlega gekk Íslandi vel að keyra upp hraðann og refsaði snöggt fyrir öll mistök sem Úkraína gerði. Framlag kom líka úr öllum áttum og margir leikmenn sýndu snilldartilþrif. Þú stoppar ekki Perlu Ruth svo auðveldlega! 💨 pic.twitter.com/3Qe5xKpr7Y— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2024 Svo slæmt var ástandið orðið að þjálfari Úkraínu tók annað leikhlé í fyrri hálfleik, sem gerist varla nema eitthvað mikið sé að, enda fundu hans konur fáar lausnir við vandamálinu sem Ísland var. Meira að segja þegar Ísland fékk brottvísun og Úkraína spilaði sjö á fimm gekk lítið sem ekkert. Hálfleikstölur 16-9. Saga seinni hálfleiks ekki alveg sú sama Það var rólegra yfir íslenska liðinu í seinni hálfleik. Ekki eins mikill hraði í sókninni og stundum var eins og liðið væri bara að verja forskot frekar en að keyra yfir andstæðinginn og sækja sigurinn. Það hjálpaði þó að markmenn Úkraínu vörðu lítið sem ekkert og liðið spilaði oft með sjö sóknarmenn sem gaf Íslandi ókeypis mörk. Vörn Íslands stóð líka áfram sterk og gaf fá færi á sér, þó vissulega hafi ekki verið alveg sama ákefð og í fyrri hálfleik og nokkur klaufaleg mörk lekið inn. En þrátt fyrir fínt áhlaup hjá Úkraínu gerði Ísland vel í að halda þeim í hæfilegri fjarlægð. Úkraína minnkaði muninn niður í þrjú mörk þegar um fimmtán mínútur voru eftir og íslenskir aðdáendur voru farnir að hafa áhyggjur. Þannig hélst staðan hins vegar nokkurn veginn til enda, Ísland svaraði öllum mörkum Úkraínu og fór að endingu með sannfærandi 27-24 sigur. Stjörnur leiksins Hornamaðurinn Perla Ruth var markahæst og valin maður leiksins. Elín Jóna hélt uppteknum hætti í markinu og varði vel. 𝗙𝗶𝗿𝘀𝘁 𝘄𝗶𝗻 of #ehfeuro2024 and of their #ehfeuro history! 🎉 Iceland 🇮🇸 beat Ukraine 🇺🇦 and keep their main round hopes for the last match! 🔥⭐️ 𝗚𝗥𝗨𝗡𝗗𝗙𝗢𝗦 𝗣𝗟𝗔𝗬𝗘𝗥 𝗢𝗙 𝗧𝗛𝗘 𝗠𝗔𝗧𝗖𝗛: Perla Albertsdóttir 🇮🇸🎯#catchthespirit @HSI_Iceland pic.twitter.com/8gQkrwR9S0— EHF EURO (@EHFEURO) December 1, 2024 Annars áttu flestir leikmenn íslenska liðsins sína spretti og liðið fékk framlag úr öllum áttum. Rut Jónsdóttir með sturlaðar sendingar, Andrea Jacobsen með nokkur þrumuskot, Elísa Elíasdóttir með öfluga innkoma á línuna, Díana Dögg gjörsamlega geggjuð á lokamínútum og sigldi sigrinum heim, Thea Imani og Berglind Þorsteinsdóttir ótrúlega öflugar varnarlega. Svo eitthvað sé nefnt. Stemning og umgjörð Riðill Íslands er spilaður í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki en mótið fer einnig fram í Ungverjalandi og Sviss. Um hundrað Íslendingar er á svæðinu og létu þeir vel í sér heyra. Flottir fulltrúar þjóðar vorrar og mikilvægur stuðningur fyrir stelpurnar. Næsti leikur Ísland spilar gegn Þýskalandi á þriðjudag klukkan hálf átta. Um er að ræða úrslitaleik um sæti í milliriðli, Holland er búið að vinna riðilinn en Ísland gæti fylgt þeim áfram. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur er liðið mætti Úkraínu í riðlakeppni EM í handbolta í kvöld, 27-24. Þetta var fyrsti sigur Íslands á lokamóti EM kvenna í handbolta í sögunni og íslenska liðið heldur nú í úrslitaleik gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. Miklir yfirburðir í upphafi Ísland var frá upphafi mun sterkari aðilinn og vandræði Úkraínu hófust strax á fyrstu mínútu. Elín Jóna hélt uppteknum hætti frá síðasta leik og varði eins og vitleysingur. Hélt íslenska markinu hreinu fyrstu fimm mínúturnar. Ísland kemur á fleygiferð inn í þennan leik! Elín Jóna varði fyrsta skot Úkraínu og Elín Klara setti fyrsta markið okkar! Koma svo! 🇮🇸 pic.twitter.com/7r3O5HZSuI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2024 Þar spilaði auðvitað inn í gríðarlega sterk vörn Íslands, sem Úkraínu tókst afskaplega illa að spila sig í gegnum. Það gekk aðeins betur hjá þeim eftir að hafa tekið leikhlé og farið að spila sjö manna sókn, en yfirleitt komust þær ekki í gegn og þurftu að sætta sig við skot fyrir utan. Sóknarlega gekk Íslandi vel að keyra upp hraðann og refsaði snöggt fyrir öll mistök sem Úkraína gerði. Framlag kom líka úr öllum áttum og margir leikmenn sýndu snilldartilþrif. Þú stoppar ekki Perlu Ruth svo auðveldlega! 💨 pic.twitter.com/3Qe5xKpr7Y— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2024 Svo slæmt var ástandið orðið að þjálfari Úkraínu tók annað leikhlé í fyrri hálfleik, sem gerist varla nema eitthvað mikið sé að, enda fundu hans konur fáar lausnir við vandamálinu sem Ísland var. Meira að segja þegar Ísland fékk brottvísun og Úkraína spilaði sjö á fimm gekk lítið sem ekkert. Hálfleikstölur 16-9. Saga seinni hálfleiks ekki alveg sú sama Það var rólegra yfir íslenska liðinu í seinni hálfleik. Ekki eins mikill hraði í sókninni og stundum var eins og liðið væri bara að verja forskot frekar en að keyra yfir andstæðinginn og sækja sigurinn. Það hjálpaði þó að markmenn Úkraínu vörðu lítið sem ekkert og liðið spilaði oft með sjö sóknarmenn sem gaf Íslandi ókeypis mörk. Vörn Íslands stóð líka áfram sterk og gaf fá færi á sér, þó vissulega hafi ekki verið alveg sama ákefð og í fyrri hálfleik og nokkur klaufaleg mörk lekið inn. En þrátt fyrir fínt áhlaup hjá Úkraínu gerði Ísland vel í að halda þeim í hæfilegri fjarlægð. Úkraína minnkaði muninn niður í þrjú mörk þegar um fimmtán mínútur voru eftir og íslenskir aðdáendur voru farnir að hafa áhyggjur. Þannig hélst staðan hins vegar nokkurn veginn til enda, Ísland svaraði öllum mörkum Úkraínu og fór að endingu með sannfærandi 27-24 sigur. Stjörnur leiksins Hornamaðurinn Perla Ruth var markahæst og valin maður leiksins. Elín Jóna hélt uppteknum hætti í markinu og varði vel. 𝗙𝗶𝗿𝘀𝘁 𝘄𝗶𝗻 of #ehfeuro2024 and of their #ehfeuro history! 🎉 Iceland 🇮🇸 beat Ukraine 🇺🇦 and keep their main round hopes for the last match! 🔥⭐️ 𝗚𝗥𝗨𝗡𝗗𝗙𝗢𝗦 𝗣𝗟𝗔𝗬𝗘𝗥 𝗢𝗙 𝗧𝗛𝗘 𝗠𝗔𝗧𝗖𝗛: Perla Albertsdóttir 🇮🇸🎯#catchthespirit @HSI_Iceland pic.twitter.com/8gQkrwR9S0— EHF EURO (@EHFEURO) December 1, 2024 Annars áttu flestir leikmenn íslenska liðsins sína spretti og liðið fékk framlag úr öllum áttum. Rut Jónsdóttir með sturlaðar sendingar, Andrea Jacobsen með nokkur þrumuskot, Elísa Elíasdóttir með öfluga innkoma á línuna, Díana Dögg gjörsamlega geggjuð á lokamínútum og sigldi sigrinum heim, Thea Imani og Berglind Þorsteinsdóttir ótrúlega öflugar varnarlega. Svo eitthvað sé nefnt. Stemning og umgjörð Riðill Íslands er spilaður í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki en mótið fer einnig fram í Ungverjalandi og Sviss. Um hundrað Íslendingar er á svæðinu og létu þeir vel í sér heyra. Flottir fulltrúar þjóðar vorrar og mikilvægur stuðningur fyrir stelpurnar. Næsti leikur Ísland spilar gegn Þýskalandi á þriðjudag klukkan hálf átta. Um er að ræða úrslitaleik um sæti í milliriðli, Holland er búið að vinna riðilinn en Ísland gæti fylgt þeim áfram.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti