Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli 30. nóvember 2024 15:02 Raphinha skoraði mark Barcelona en dugði ekki til. Úrslitin eru áfall fyrir topplið spænsku deildarinnar. Getty/Pedro Salado Barcelona hefur nú spilað þrjá leiki í röð í deildinni án þess að vinna og hafa um leið hleypt Real Madrid aftur inn í titilbaráttuna. Eftir frábæra byrjun og ellefu sigra í fyrstu tólf leikjunum virðast hveitibrauðsdagarnir vera á enda há Hansi Flick. Börsungar hafa aðeins náði í eitt stig út úr síðustu þremur leikjum en þeir töpuðu líka fyrir Real Socicedad. Lamine Yamal er kominn til baka eftir meiðsli en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar staðan var 0-0. Honum tókst þó ekki að hafa bein áhrif á leikinn. Sandro Ramirez kom Las Palmas í 1-0 á 49. mínútu en Raphinha jafnaði metin á 61. mínútu eftir stoðsendingu frá Pedri. Aðeins sex mínútum síðar var Fabio Silva búinn að koma Las Palmas aftur yfir. Það reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Las Palmas var í sautjánda sætinu fyrir leikinn en hoppaði upp í fjórtán sæti með þessum úrslitum. Liðið frá Kanaríeyjum er vaxandi og hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum eftir haga ekki náð að vinna í fyrstu tíu leikjunum sínum á leiktíðinni. Spænski boltinn
Barcelona hefur nú spilað þrjá leiki í röð í deildinni án þess að vinna og hafa um leið hleypt Real Madrid aftur inn í titilbaráttuna. Eftir frábæra byrjun og ellefu sigra í fyrstu tólf leikjunum virðast hveitibrauðsdagarnir vera á enda há Hansi Flick. Börsungar hafa aðeins náði í eitt stig út úr síðustu þremur leikjum en þeir töpuðu líka fyrir Real Socicedad. Lamine Yamal er kominn til baka eftir meiðsli en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar staðan var 0-0. Honum tókst þó ekki að hafa bein áhrif á leikinn. Sandro Ramirez kom Las Palmas í 1-0 á 49. mínútu en Raphinha jafnaði metin á 61. mínútu eftir stoðsendingu frá Pedri. Aðeins sex mínútum síðar var Fabio Silva búinn að koma Las Palmas aftur yfir. Það reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Las Palmas var í sautjánda sætinu fyrir leikinn en hoppaði upp í fjórtán sæti með þessum úrslitum. Liðið frá Kanaríeyjum er vaxandi og hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum eftir haga ekki náð að vinna í fyrstu tíu leikjunum sínum á leiktíðinni.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti