Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 07:03 Svipurinn gefur það kannski ekki til kynna en Þórir Hergeirsson hefur verið óhemju sigursæll sem þjálfari Noregs. Getty/Igor Soban Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, segist hafa orðið meðvitaðri um það með árunum að stundum mætti hann brosa aðeins meira. Hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Þórir er á sínu kveðjumóti sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, á EM í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Norska þjóðin hefur kynnst Þóri ákaflega vel og hann hefur sem aðalþjálfari stýrt Noregi til fimmtán verðlauna á stórmótum – nú síðast ólympíugulls í París í sumar. Þrátt fyrir alla velgengnina virðast margir telja að Þórir sé sífellt fúll og reiður, og það virðist vera vegna svipbrigða hans þegar hann er djúpt hugsi. Nokkuð sem Selfyssingurinn segir ættgengan „kvilla“. „Ég veit að samstarfsfólk mitt fær enn spurningar, þó það hafi verið algengara áður, um hvernig sé að vinna með Íslendingnum sem sé alltaf fúll,“ segir Þórir glettinn í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. „Þetta hefur reyndar verið ákveðið þróunarverkefni hjá mér, hvernig áhrif ég hef á fólk sem þekkir mig ekki,“ bætir hann við. „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þórir segir það þó ekki trufla sig mikið, þó að fólk sem þekki hann ekki stimpli hann sem einhvern fýlupúka. Stelpurnar í landsliðinu hans vita til dæmis betur – að minnsta kosti þær sem eru ekki algjörir nýliðar. Þórir Hergeirsson hefur að mörgu að hyggja á hliðarlínunni og þá er ekki alltaf tími til að brosa.Getty/Steph Chambers Hin 38 ára gamla Camilla Herrem, sem lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 og er næstelst í EM-hópnum, segir að nýir leikmenn hafi einmitt verið svolítið óttaslegnir gagnvart Þóri. „Þær spurðu: „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þetta var þegar ég var yngri og hann svaraði bara: „Nei, ég er ekki reiður?““ Svipur sem kemur þegar Þórir er djúpt hugsi Í grein NRK er rifjað upp að þegar Þórir þjálfaði félagsliðið Elverum snemma á tíunda áratug síðustu aldar, þá hafi verið grínast með það þegar styttunni Reiði strákurinn (á norsku: Sinnataggen) var stolið, að það væri ekkert mál því Þórir gæti bara komið í stað hennar. „Reiðistimpillinn“ hefur því fylgt Þóri lengi. „Eins og gefur að skilja þá þarf ég stundum að hugsa. Og ef ég er djúpt hugsi þá á ég það til að fá svip á andlitið sem lætur fólk halda að ég sé reiður eða pirraður,“ segir Þórir brosandi. Þórir hefur enga ástæðu haft til að vera fúll á EM, enda Noregur komist af öryggi áfram í milliriðlakeppni með tvö stig í farteskinu. Hann gæti svo vonandi glaðst yfir því síðar í dag að fá að mæta Íslandi í milliriðlinum, en það veltur á því hvort Íslandi tekst að vinna Þýskaland. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Þórir er á sínu kveðjumóti sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, á EM í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Norska þjóðin hefur kynnst Þóri ákaflega vel og hann hefur sem aðalþjálfari stýrt Noregi til fimmtán verðlauna á stórmótum – nú síðast ólympíugulls í París í sumar. Þrátt fyrir alla velgengnina virðast margir telja að Þórir sé sífellt fúll og reiður, og það virðist vera vegna svipbrigða hans þegar hann er djúpt hugsi. Nokkuð sem Selfyssingurinn segir ættgengan „kvilla“. „Ég veit að samstarfsfólk mitt fær enn spurningar, þó það hafi verið algengara áður, um hvernig sé að vinna með Íslendingnum sem sé alltaf fúll,“ segir Þórir glettinn í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. „Þetta hefur reyndar verið ákveðið þróunarverkefni hjá mér, hvernig áhrif ég hef á fólk sem þekkir mig ekki,“ bætir hann við. „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þórir segir það þó ekki trufla sig mikið, þó að fólk sem þekki hann ekki stimpli hann sem einhvern fýlupúka. Stelpurnar í landsliðinu hans vita til dæmis betur – að minnsta kosti þær sem eru ekki algjörir nýliðar. Þórir Hergeirsson hefur að mörgu að hyggja á hliðarlínunni og þá er ekki alltaf tími til að brosa.Getty/Steph Chambers Hin 38 ára gamla Camilla Herrem, sem lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 og er næstelst í EM-hópnum, segir að nýir leikmenn hafi einmitt verið svolítið óttaslegnir gagnvart Þóri. „Þær spurðu: „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þetta var þegar ég var yngri og hann svaraði bara: „Nei, ég er ekki reiður?““ Svipur sem kemur þegar Þórir er djúpt hugsi Í grein NRK er rifjað upp að þegar Þórir þjálfaði félagsliðið Elverum snemma á tíunda áratug síðustu aldar, þá hafi verið grínast með það þegar styttunni Reiði strákurinn (á norsku: Sinnataggen) var stolið, að það væri ekkert mál því Þórir gæti bara komið í stað hennar. „Reiðistimpillinn“ hefur því fylgt Þóri lengi. „Eins og gefur að skilja þá þarf ég stundum að hugsa. Og ef ég er djúpt hugsi þá á ég það til að fá svip á andlitið sem lætur fólk halda að ég sé reiður eða pirraður,“ segir Þórir brosandi. Þórir hefur enga ástæðu haft til að vera fúll á EM, enda Noregur komist af öryggi áfram í milliriðlakeppni með tvö stig í farteskinu. Hann gæti svo vonandi glaðst yfir því síðar í dag að fá að mæta Íslandi í milliriðlinum, en það veltur á því hvort Íslandi tekst að vinna Þýskaland.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira