Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 21:17 Camilla Herrem var heppin að meiðast ekki í kvöld, við áreksturinn við markvörð Slóvaka. Skjáskot/TV2 Seinni leikjum kvöldsins á EM kvenna í handbolta var að ljúka og unnu stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska liðinu risasigur gegn Slóvakíu, 38-15, án þess þó að þurfa nokkuð á sigri að halda. Rautt spjald fór á loft í leiknum. Noregur hafði þegar tryggt sér sæti í milliriðlakeppninni á EM, og tvö stig með sér, fyrir leikinn við Slóvaka sem vitað var að væru á heimleið eftir leikinn. Engu að síður sýndu þær norsku yfirburði sína og unnu 23 marka sigur, þar sem allir útileikmenn Noregs skoruðu og Camilla Herrem var markahæst með átta mörk. Snemma í leiknum var markvörður Slóvakíu, Bella Olahova, rekin af velli fyrir að stofna Herrem í hættu. Olahova kom út fyrir eigin vítateig í von um að ná inn í sendingu fram völlinn á Herrem sem var í hraðaupphlaupi. Herrem greip þó boltann og rakst aðeins utan í Olahova en mildi var að áreksturinn yrði ekki harðari. Atvikið má sjá hér. Telur að banna ætti markvörðum að fara úr teignum Lýsandi leiksins hjá TV 2 í Noregi, Bent Svele, undirstrikaði hve hættuleg hegðun Olahova væri, enda ekki að ástæðulausu sem gefið er rautt spjald á markverði sem gera þetta. „Þetta er lífshættulegt. Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst að það eigi að banna markvörðum að fara úr teignum. Þarna er Camilla Herrem bara að einbeita sér að því að grípa boltann, og þegar hún grípur stendur allt í einu leikmaður fyrir framan hana sem hún lendir á,“ sagði Svele í útsendingunni. Áreksturinn hafði engin áhrif á úrslit leiksins og Noregur endar keppni í E-riðli með fullt hús stiga. Fyrr í kvöld tryggðu Slóvenar sér 2. sæti og þetta eru því liðin sem fara úr E-riðli í milliriðil með Hollandi og svo Íslandi eða Þýskalandi, auk tveggja liða úr D-riðli. Svíar af öryggi áfram en án stiga Svíar tryggðu sig af öryggi áfram úr A-riðli með risasigri gegn Tyrklandi, 47-19. Það breytir því ekki að Svíþjóð fer áfram án stiga, eftir að hafa tapað fyrir heimakonum í Ungverjalandi í fyrsta leik. Í B-riðli unnu svo Frakkar risasigur á Portúgal og enduðu með fullt hús stiga, en Pólland varð í 2. sæti með sigri gegn Spáni fyrr í kvöld. Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Svíþjóð verða því saman í milliriðli, ásamt tveimur liðum úr B-riðli (Svatfjallaland, Tékkland, Rúmenía, Serbía). EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Noregur hafði þegar tryggt sér sæti í milliriðlakeppninni á EM, og tvö stig með sér, fyrir leikinn við Slóvaka sem vitað var að væru á heimleið eftir leikinn. Engu að síður sýndu þær norsku yfirburði sína og unnu 23 marka sigur, þar sem allir útileikmenn Noregs skoruðu og Camilla Herrem var markahæst með átta mörk. Snemma í leiknum var markvörður Slóvakíu, Bella Olahova, rekin af velli fyrir að stofna Herrem í hættu. Olahova kom út fyrir eigin vítateig í von um að ná inn í sendingu fram völlinn á Herrem sem var í hraðaupphlaupi. Herrem greip þó boltann og rakst aðeins utan í Olahova en mildi var að áreksturinn yrði ekki harðari. Atvikið má sjá hér. Telur að banna ætti markvörðum að fara úr teignum Lýsandi leiksins hjá TV 2 í Noregi, Bent Svele, undirstrikaði hve hættuleg hegðun Olahova væri, enda ekki að ástæðulausu sem gefið er rautt spjald á markverði sem gera þetta. „Þetta er lífshættulegt. Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst að það eigi að banna markvörðum að fara úr teignum. Þarna er Camilla Herrem bara að einbeita sér að því að grípa boltann, og þegar hún grípur stendur allt í einu leikmaður fyrir framan hana sem hún lendir á,“ sagði Svele í útsendingunni. Áreksturinn hafði engin áhrif á úrslit leiksins og Noregur endar keppni í E-riðli með fullt hús stiga. Fyrr í kvöld tryggðu Slóvenar sér 2. sæti og þetta eru því liðin sem fara úr E-riðli í milliriðil með Hollandi og svo Íslandi eða Þýskalandi, auk tveggja liða úr D-riðli. Svíar af öryggi áfram en án stiga Svíar tryggðu sig af öryggi áfram úr A-riðli með risasigri gegn Tyrklandi, 47-19. Það breytir því ekki að Svíþjóð fer áfram án stiga, eftir að hafa tapað fyrir heimakonum í Ungverjalandi í fyrsta leik. Í B-riðli unnu svo Frakkar risasigur á Portúgal og enduðu með fullt hús stiga, en Pólland varð í 2. sæti með sigri gegn Spáni fyrr í kvöld. Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Svíþjóð verða því saman í milliriðli, ásamt tveimur liðum úr B-riðli (Svatfjallaland, Tékkland, Rúmenía, Serbía).
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira