Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 20:00 Fyrirliðinn Raphinha fagnar marki gegn Mallorca í kvöld. Getty/Cristian Trujillo Eftir þrjá leiki í röð án sigurs styrkti Barcelona stöðu sína á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld með frábærum sigri gegn Mallorca á útivelli, 5-1. Barcelona hefur þar með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppnum en Madridingar eiga þó tvo leiki til góða, þann fyrri á morgun gegn Athletic Bilbao. Ferran Torres nýtti sér mistök Mallorca í kvöld til að koma Barcelona í 1-0 en Vedat Muriqi jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleiknum átti Lamine Yamal stóran þátt í að koma Barcelona yfir og í þægilega stöðu. Fyrst fiskaði hann víti sem Raphinha skoraði úr, og svo átti hann magnaða utanfótarfyrirgjöf á Raphinha sem bætti við sínu öðru marki. Frenkie de Jong og Pau Victor bættu svo við mörkum á síðustu tíu mínútunum og innsigluðu stórsigur gestanna. Spænski boltinn
Eftir þrjá leiki í röð án sigurs styrkti Barcelona stöðu sína á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld með frábærum sigri gegn Mallorca á útivelli, 5-1. Barcelona hefur þar með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppnum en Madridingar eiga þó tvo leiki til góða, þann fyrri á morgun gegn Athletic Bilbao. Ferran Torres nýtti sér mistök Mallorca í kvöld til að koma Barcelona í 1-0 en Vedat Muriqi jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleiknum átti Lamine Yamal stóran þátt í að koma Barcelona yfir og í þægilega stöðu. Fyrst fiskaði hann víti sem Raphinha skoraði úr, og svo átti hann magnaða utanfótarfyrirgjöf á Raphinha sem bætti við sínu öðru marki. Frenkie de Jong og Pau Victor bættu svo við mörkum á síðustu tíu mínútunum og innsigluðu stórsigur gestanna.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti