Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 12:00 Norska landsliðið í handbolta fékk gull í París í sumar en leikmenn liðsins græða þó ekki á tá og fingri af því að vera bestar í sinni íþrótt. getty/Alex Davidson Þrátt fyrir að hafa tryggt Noregi Ólympíumeistaratitil í handbolta í sumar þá þéna stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar minna, samanlagt, en frjálsíþróttastjörnurnar Karsten Warholm og Jakob Ingebrigtsen. Warholm og Ingebrigtsen þéna sem sagt hvor um sig meira en allir hinir 28 íþróttamennirnir, sem unnu Ólympíuverðlaun fyrir hönd Noregs í París í sumar, samanlagt. Þar á meðal eru leikmennirnir fimmtán sem Þórir valdi fyrir leikana. Ingebrigtsen varð, líkt og handboltaliðið, Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi en Warholm vann silfur í 400 metra grindahlaupi, eftir að hafa orðið Ólympíumeistari í Tókýó þremur árum fyrr. NRK segir að Ingebrigtsen hafi á tekjuárinu 2023 þénað 25,4 milljónir norskra króna, eða jafnvirði 318 milljóna íslenskra króna. Warholm hafi þénað jafnvirði 187 milljóna íslenskra króna. Jakob Ingebrigtsen var með hátt í milljón íslenskra króna á dag í tekjur árið 2023.Getty/Grzegorz Wajda Hinir 28 íþróttamennirnir sem unnu verðlaun á Ólympíuleikunum eða Ólympíumóti fatlaðra þénuðu samtals jafnvirði 162 milljóna íslenskra króna, eða að meðaltali rúmar 20 milljónir í árslaun. „Það er synd að svona margir af þeim sem velja að fara þessa braut hafi svo lök kjör að það hafi áhrif á þeirra frammistöðu og lengd ferilsins,“ segir Tore Övrebö, yfirmaður íþróttamála hjá Olympiatoppen í Noregi. „Það er bara besta mál að þeir sem þéna vel geri það. Vandinn er að svo margir af þeim sem æfa og halda sér á svona háu stigi skuli vera með mjög lágar tekjur,“ segir Övrebö sem telur að Noregur missi út hæfileikaríkt íþróttafólk vegna lágra tekna. „Þau velja þá oft annan feril,“ segir Övrebö. Karsten Warholm er einn albesti 400 metra grindahlaupari heims.Getty/Artur Widak Thale Rushfeldt Deila, ein af lærimeyjum Þóris í handboltalandsliðinu, segir að vissulega mættu leikmenn liðsins vera nær Warholm og Ingebrigtsen í launum. Í norska meistaraliðinu í París voru kanónur á borð við Noru Mörk, Stine Bredal Oftedal og Katrine Lunde sem um langt árabil hafa unnið verðlaun á stórmótum fyrir Noreg. „Þetta er svolítið svona í íþróttunum. Karsten og Jakob eru mjög þekktir og eru ekki hluti af liði, sem hefur mikið að segja. Þeir eru líka þeir bestu í sínum greinum, sem eru bæði erfiðar og vinsælar greinar,“ sagði Deila. „Auðvitað mætti gjarnan vera meira jafnrétti en þeir verðskulda það sem þeir fá. Þeir eru jú öflugir,“ bætti hún við. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Warholm og Ingebrigtsen þéna sem sagt hvor um sig meira en allir hinir 28 íþróttamennirnir, sem unnu Ólympíuverðlaun fyrir hönd Noregs í París í sumar, samanlagt. Þar á meðal eru leikmennirnir fimmtán sem Þórir valdi fyrir leikana. Ingebrigtsen varð, líkt og handboltaliðið, Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi en Warholm vann silfur í 400 metra grindahlaupi, eftir að hafa orðið Ólympíumeistari í Tókýó þremur árum fyrr. NRK segir að Ingebrigtsen hafi á tekjuárinu 2023 þénað 25,4 milljónir norskra króna, eða jafnvirði 318 milljóna íslenskra króna. Warholm hafi þénað jafnvirði 187 milljóna íslenskra króna. Jakob Ingebrigtsen var með hátt í milljón íslenskra króna á dag í tekjur árið 2023.Getty/Grzegorz Wajda Hinir 28 íþróttamennirnir sem unnu verðlaun á Ólympíuleikunum eða Ólympíumóti fatlaðra þénuðu samtals jafnvirði 162 milljóna íslenskra króna, eða að meðaltali rúmar 20 milljónir í árslaun. „Það er synd að svona margir af þeim sem velja að fara þessa braut hafi svo lök kjör að það hafi áhrif á þeirra frammistöðu og lengd ferilsins,“ segir Tore Övrebö, yfirmaður íþróttamála hjá Olympiatoppen í Noregi. „Það er bara besta mál að þeir sem þéna vel geri það. Vandinn er að svo margir af þeim sem æfa og halda sér á svona háu stigi skuli vera með mjög lágar tekjur,“ segir Övrebö sem telur að Noregur missi út hæfileikaríkt íþróttafólk vegna lágra tekna. „Þau velja þá oft annan feril,“ segir Övrebö. Karsten Warholm er einn albesti 400 metra grindahlaupari heims.Getty/Artur Widak Thale Rushfeldt Deila, ein af lærimeyjum Þóris í handboltalandsliðinu, segir að vissulega mættu leikmenn liðsins vera nær Warholm og Ingebrigtsen í launum. Í norska meistaraliðinu í París voru kanónur á borð við Noru Mörk, Stine Bredal Oftedal og Katrine Lunde sem um langt árabil hafa unnið verðlaun á stórmótum fyrir Noreg. „Þetta er svolítið svona í íþróttunum. Karsten og Jakob eru mjög þekktir og eru ekki hluti af liði, sem hefur mikið að segja. Þeir eru líka þeir bestu í sínum greinum, sem eru bæði erfiðar og vinsælar greinar,“ sagði Deila. „Auðvitað mætti gjarnan vera meira jafnrétti en þeir verðskulda það sem þeir fá. Þeir eru jú öflugir,“ bætti hún við.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira