Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 10:33 Bestu kvenkylfingar heims keppa á LPGA mótaröðinni en nú hafa strangari reglur verið settar um þátttökurétt á mótunum. Getty/David Cannon Kylfingar sem ætla að taka þátt í mótum á LPGA mótaröðinni eða á USGA mótaröð kvenna í golfi verða hér eftir, að hafa fæðst sem konur eða orðið að konum áður en þær urðu kynþroska, til að fá keppnisleyfi. Nýju kynjareglurnar taka gildi á árinu 2025. Þetta var tilkynnt í gær sem og að þessar reglur eru settar eftir eins árs rannsókn á þessum málum. Þar kom fram að skoðaðar hafi verið rækilega læknislegar, vísindalegar og þjálffræðilegar hliðar málsins sem og öll ríkjandi kynjalög. Þessar nýju reglur útiloka að minnsta kosti eina konu frá þátttöku. Hún heitir Hailey Davidson og var aðeins einu höggi frá því að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Davidson hóf hormónameðferð eftir tvítugt eða árið 2015. Hún fór síðan í kynleiðréttingaraðgerð árið 2021. Samkvæmt gömlu reglunum hjá LPGA þá þurfti hún að gangast undir þessa kynleiðréttingaraðgerð til að fá keppnisleyfi á mótaröðunum. Nú mun hún ekki fá keppnisleyfi á næsta ári. Davidson fagnaði sigri á móti á lítilli mótaröð á Flórída snemma á árinu, mótaröð sem kallast NXXT Golf. Eftir það ákváðu forráðamenn NXXT Golf að setja nýja reglur. Þar var komin þessi sama „kona við fæðingu“ klásúla eins og stóru mótaraðirnar tvær taka nú upp. LPGA sagðist hafa sótt sér upplýsingar frá sérfræðingum úr öllum helstu sviðum tengdum kynjunum og kynleiðréttingum. Samkvæmt þeim þá hafa konur, sem urðu kynþroska sem karlmenn, forskot á aðra kvenkynskylfinga. Þeim er því meinuð þátttaka frá og með næsta ári. NEWS: The LPGA and USGA updated their gender policies for competition eligibility, allowing only athletes assigned female at birth or assigned male at birth who did not undergo male puberty to compete in LPGA and USGA events.https://t.co/L8h8BUW0Qn— The Athletic (@TheAthletic) December 4, 2024 Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Nýju kynjareglurnar taka gildi á árinu 2025. Þetta var tilkynnt í gær sem og að þessar reglur eru settar eftir eins árs rannsókn á þessum málum. Þar kom fram að skoðaðar hafi verið rækilega læknislegar, vísindalegar og þjálffræðilegar hliðar málsins sem og öll ríkjandi kynjalög. Þessar nýju reglur útiloka að minnsta kosti eina konu frá þátttöku. Hún heitir Hailey Davidson og var aðeins einu höggi frá því að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Davidson hóf hormónameðferð eftir tvítugt eða árið 2015. Hún fór síðan í kynleiðréttingaraðgerð árið 2021. Samkvæmt gömlu reglunum hjá LPGA þá þurfti hún að gangast undir þessa kynleiðréttingaraðgerð til að fá keppnisleyfi á mótaröðunum. Nú mun hún ekki fá keppnisleyfi á næsta ári. Davidson fagnaði sigri á móti á lítilli mótaröð á Flórída snemma á árinu, mótaröð sem kallast NXXT Golf. Eftir það ákváðu forráðamenn NXXT Golf að setja nýja reglur. Þar var komin þessi sama „kona við fæðingu“ klásúla eins og stóru mótaraðirnar tvær taka nú upp. LPGA sagðist hafa sótt sér upplýsingar frá sérfræðingum úr öllum helstu sviðum tengdum kynjunum og kynleiðréttingum. Samkvæmt þeim þá hafa konur, sem urðu kynþroska sem karlmenn, forskot á aðra kvenkynskylfinga. Þeim er því meinuð þátttaka frá og með næsta ári. NEWS: The LPGA and USGA updated their gender policies for competition eligibility, allowing only athletes assigned female at birth or assigned male at birth who did not undergo male puberty to compete in LPGA and USGA events.https://t.co/L8h8BUW0Qn— The Athletic (@TheAthletic) December 4, 2024
Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira