Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 12:09 Þórður Gunnar, Oliver, Jökull og Axel Óskar tóku sig vel út í Kaleo-búningunum. vísir/ragnar dagur Nýliðar Aftureldingar eru staðráðnir í að láta til sín taka á sinni fyrstu leiktíð í Bestu deild karla í fótbolta. Félagið kynnti í dag fjóra leikmenn til leiks sem taka munu slaginn með liðinu, og í þeim hópi eru afar öflugir bræður og Íslandsmeistari. Afturelding boðaði til blaðamannafundar í Hlégarði í dag og staðfesti það sem beðið hefur verið eftir, að bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir, báðir uppaldir hjá félaginu, yrðu með Aftureldingu í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Jökull, sem er 23 ára markvörður og á að baki 1 A-landsleik, kom heim í sumar eftir sex ára dvöl í Englandi og átti stóran þátt í að koma Aftureldingu upp úr Lengjudeildinni. Hann hefur verið leikmaður Reading, eftir að hafa elt eldri bróður sinn til félagsins. Hann var laus allra mála og Afturelding þurfti því ekki að greiða fyrir hann. Hann skrifaði undir tveggja ára samning. Axel er 26 ára miðvörður sem lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en ytra lék hann á Englandi og svo í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Hann skrifaði undir þriggja ára samning en allir hinir sömdu til tveggja ára. Axel Óskar Andrésson lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann fór ungur til Reading á Englandi, rétt eins og Jökull yngri bróðir hans.vísir / anton brink Ljóst er að koma þeirra mun hjálpa Aftureldingu mikið við að festa sig í sessi í efstu deild, en félagið kynnti fleiri nýja leikmenn til leiks. Oliver Sigurjónsson, varnarsinnaði miðjumaðurinn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, er einnig mættur í Mosfellsbæinn. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur leikið með Breiðabliki mestan hluta síns ferils en einnig með unglingaliði AGF í Danmörku og með Bodö/Glimt í Noregi. Samningur hans við Breiðablik var útrunninn og hann kemur því frítt til Aftureldingar, líkt og Axel sem hafði fengið samningi sínum við KR rift. Oliver Sigurjónsson með gjallarhornið í fögnuðinum eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari í haust.vísir/Vilhelm Afturelding hefur svo einnig fengið hinn 23 ára gamla Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, en samningur hans við Árbæinga rann út eftir síðustu leiktíð. Þórður Gunnar kom til Fylkis frá Vestra fyrir tímabilið 2020 og hefur leikið 82 leiki í efstu deild og 22 leiki í næstefstu deild, og skorað samtals níu mörk í þessum leikjum. Þórður Gunnar Hafþórsson í baráttunni í leik með Fylki gegn KA í haust. Fylkir féll niður í Lengjudeildina en Þórður Gunnar mun áfram spila í deild þeirra bestu.vísir/Diego Besta deild karla Afturelding Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Afturelding boðaði til blaðamannafundar í Hlégarði í dag og staðfesti það sem beðið hefur verið eftir, að bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir, báðir uppaldir hjá félaginu, yrðu með Aftureldingu í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Jökull, sem er 23 ára markvörður og á að baki 1 A-landsleik, kom heim í sumar eftir sex ára dvöl í Englandi og átti stóran þátt í að koma Aftureldingu upp úr Lengjudeildinni. Hann hefur verið leikmaður Reading, eftir að hafa elt eldri bróður sinn til félagsins. Hann var laus allra mála og Afturelding þurfti því ekki að greiða fyrir hann. Hann skrifaði undir tveggja ára samning. Axel er 26 ára miðvörður sem lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en ytra lék hann á Englandi og svo í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Hann skrifaði undir þriggja ára samning en allir hinir sömdu til tveggja ára. Axel Óskar Andrésson lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann fór ungur til Reading á Englandi, rétt eins og Jökull yngri bróðir hans.vísir / anton brink Ljóst er að koma þeirra mun hjálpa Aftureldingu mikið við að festa sig í sessi í efstu deild, en félagið kynnti fleiri nýja leikmenn til leiks. Oliver Sigurjónsson, varnarsinnaði miðjumaðurinn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, er einnig mættur í Mosfellsbæinn. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur leikið með Breiðabliki mestan hluta síns ferils en einnig með unglingaliði AGF í Danmörku og með Bodö/Glimt í Noregi. Samningur hans við Breiðablik var útrunninn og hann kemur því frítt til Aftureldingar, líkt og Axel sem hafði fengið samningi sínum við KR rift. Oliver Sigurjónsson með gjallarhornið í fögnuðinum eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari í haust.vísir/Vilhelm Afturelding hefur svo einnig fengið hinn 23 ára gamla Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, en samningur hans við Árbæinga rann út eftir síðustu leiktíð. Þórður Gunnar kom til Fylkis frá Vestra fyrir tímabilið 2020 og hefur leikið 82 leiki í efstu deild og 22 leiki í næstefstu deild, og skorað samtals níu mörk í þessum leikjum. Þórður Gunnar Hafþórsson í baráttunni í leik með Fylki gegn KA í haust. Fylkir féll niður í Lengjudeildina en Þórður Gunnar mun áfram spila í deild þeirra bestu.vísir/Diego
Besta deild karla Afturelding Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira