250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. desember 2024 15:40 Leikhópurinn alsæll eftir sýninguna. Einn þekktasti söngleikur landsins um Ellý var sýndur í 250. sinn í Borgarleikhúsinu um helgina. Að sögn aðstandenda sýningarinnar var gríðarleg stemning. „Saga Ellyjar var næstum glötuð um alla eilífð. Það að hafa gefið henni líf á sviðinu 250 sinnum sýnir okkur hversu mikilvæg hún er okkur öllum. Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri og annar af höfundum söngleiksins. Söngleikurinn, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslandssögunnar, var frumsýndur 18. mars 2017 og gekk fyrir fullu húsi í rúm tvö ár þar til sýningum var hætt. Vegna fjölda áskorana sneri Elly aftur í takmarkaðan tíma í haust og hefur gengið fyrir fullu húsi síðan. Nú hafa um 119 þúsund áhorfendur séð þessa rómuðu sýningu og er hún því mest sótta sýning landsins á eftir Níu lífum. Alltaf jafn yndislegt að leika hana Björgvin Franz Gíslason leikur Ragga Bjarna og Vilhjálm Vilhjálmsson í sýningunni og segir einstaklega gaman að fá annað tækifæri til að leika í þessari dásamlegu sýningu „mér leið eins og við hefðum gert hana í fyrra en ekki fyrir fimm árum síðan. Ég held að sýningin hafi dýpkað og þroskast og svo erum við líka búin að bæta nokkrum lögum inn í sýninguna til að poppa þetta aðeins upp fyrir jólin“. Katrín Halldóra, sem leikur sjálfa Elly, segir að það sé alltaf jafn yndislegt að leika þessa mögnuðu konu. „Það er búið að vera engu líkt að túlka Elly á ný og fá áhorfendur með okkur í ferðalagið um sögu hennar. Sýningin hefur breyst, hún er orðin þroskaðri og ég finn svo sterkt hvað hún á enn mikið erindi, þvert á kynslóðir sem koma og heillast af sögu Ellyjar. Það voru miklar tilfinningar hjá leikhópnum og hljómsveitinni að lokinni 250. sýningunni eins og sjá má í myndbandi frá Borgarleikhúsinu sem tekið var upp af þessu tilefni. Söngleikurinn Elly er sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins en áætlað er að sýningum ljúki snemma á nýju ári. Nú í desember verður sérstök jólastemning en ný syrpa jólalaga er tímabundið komin inn í sýninguna. Leikhús Menning Reykjavík Tímamót Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Saga Ellyjar var næstum glötuð um alla eilífð. Það að hafa gefið henni líf á sviðinu 250 sinnum sýnir okkur hversu mikilvæg hún er okkur öllum. Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri og annar af höfundum söngleiksins. Söngleikurinn, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslandssögunnar, var frumsýndur 18. mars 2017 og gekk fyrir fullu húsi í rúm tvö ár þar til sýningum var hætt. Vegna fjölda áskorana sneri Elly aftur í takmarkaðan tíma í haust og hefur gengið fyrir fullu húsi síðan. Nú hafa um 119 þúsund áhorfendur séð þessa rómuðu sýningu og er hún því mest sótta sýning landsins á eftir Níu lífum. Alltaf jafn yndislegt að leika hana Björgvin Franz Gíslason leikur Ragga Bjarna og Vilhjálm Vilhjálmsson í sýningunni og segir einstaklega gaman að fá annað tækifæri til að leika í þessari dásamlegu sýningu „mér leið eins og við hefðum gert hana í fyrra en ekki fyrir fimm árum síðan. Ég held að sýningin hafi dýpkað og þroskast og svo erum við líka búin að bæta nokkrum lögum inn í sýninguna til að poppa þetta aðeins upp fyrir jólin“. Katrín Halldóra, sem leikur sjálfa Elly, segir að það sé alltaf jafn yndislegt að leika þessa mögnuðu konu. „Það er búið að vera engu líkt að túlka Elly á ný og fá áhorfendur með okkur í ferðalagið um sögu hennar. Sýningin hefur breyst, hún er orðin þroskaðri og ég finn svo sterkt hvað hún á enn mikið erindi, þvert á kynslóðir sem koma og heillast af sögu Ellyjar. Það voru miklar tilfinningar hjá leikhópnum og hljómsveitinni að lokinni 250. sýningunni eins og sjá má í myndbandi frá Borgarleikhúsinu sem tekið var upp af þessu tilefni. Söngleikurinn Elly er sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins en áætlað er að sýningum ljúki snemma á nýju ári. Nú í desember verður sérstök jólastemning en ný syrpa jólalaga er tímabundið komin inn í sýninguna.
Leikhús Menning Reykjavík Tímamót Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira