Real mistókst að fara á toppinn 14. desember 2024 22:00 Jude Bellingham og Rodrygo eru eflaust ósáttir að hafa misst af tækifærinu að skella sér á topp spænsku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Fyrir leikinn í dag var Real Madrid í öðru sæti spænsku deildarinnar en var aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona og gat því farið á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á útivelli. Heimaliðið var í 13. sætinu fyrir leikinn og siglir nokkuð lygnan sjó. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn. Strax á 4. mínútu skoraði Unai Lopez fyrsta mark leiksins og kom Rayo Vallecano í 1-0 og Abdul Mumin tvöfaldaði forystuna á 36. mínútu og staða Real orðin slæm. Það var hins vegar eins og leikmenn Real hefðu vaknað við þetta. Þeim tókst að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks með mörkum frá Federico Valverde og Jude Bellingham og á 56. mínútu bætti Rodrygo þriðja markinu við eftir sendingu frá Arda Guler. Frábær endurkoma stórliðsins. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát. Átta mínútum eftir mark Rodrygo jafnaði Isi Palazon metin í 3-3 og gekk Real Madrid illa að skapa sér almennileg færi til að ná forystunni á ný. Ungstirnið Endrick var sendur inn á völlinn síðustu tíu mínúturnar en það hafði lítið að segja og liðin urðu að sættast á jafnan hlut. Lokatölur 3-3 og Real Madrid mistókst því að ná toppsætinu af erkifjendunum í Barcelona. Spænski boltinn
Fyrir leikinn í dag var Real Madrid í öðru sæti spænsku deildarinnar en var aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona og gat því farið á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á útivelli. Heimaliðið var í 13. sætinu fyrir leikinn og siglir nokkuð lygnan sjó. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn. Strax á 4. mínútu skoraði Unai Lopez fyrsta mark leiksins og kom Rayo Vallecano í 1-0 og Abdul Mumin tvöfaldaði forystuna á 36. mínútu og staða Real orðin slæm. Það var hins vegar eins og leikmenn Real hefðu vaknað við þetta. Þeim tókst að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks með mörkum frá Federico Valverde og Jude Bellingham og á 56. mínútu bætti Rodrygo þriðja markinu við eftir sendingu frá Arda Guler. Frábær endurkoma stórliðsins. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát. Átta mínútum eftir mark Rodrygo jafnaði Isi Palazon metin í 3-3 og gekk Real Madrid illa að skapa sér almennileg færi til að ná forystunni á ný. Ungstirnið Endrick var sendur inn á völlinn síðustu tíu mínúturnar en það hafði lítið að segja og liðin urðu að sættast á jafnan hlut. Lokatölur 3-3 og Real Madrid mistókst því að ná toppsætinu af erkifjendunum í Barcelona.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti