„Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 10:02 Þórir Hergeirsson fær að ljúka tíma sínum sem þjálfari Noregs með úrslitaleik, eftir frábæra frammistöðu liðsins til þessa á EM. EPA-EFE/MAX SLOVENCIK „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki tölu á hve margir úrslitaleikirnir eru orðnir,“ sagði Þórir Hergeirsson við NRK í gærkvöld, eftir að hafa stýrt Noregi til öruggs sigurs á Ungverjum í undanúrslitum EM kvenna í handbolta. Þar með er ljóst að síðasti leikur Noregs undir stjórn Þóris verður úrslitaleikur EM, gegn Danmörku á morgun klukkan 17. Það er vel við hæfi enda hafa Þórir og norska liðið nánast verið fastagestir í úrslitum stórmóta, og Noregur unnið tíu meistaratitla í þrettán úrslitaleikjum á fimmtán árum með Þóri sem þjálfara. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Þórir sé nú á sínu síðasta stórmóti með norska liðinu og hann er vel meðvitaður um það, líkt og leikmenn, að á sunnudaginn taka við mikil tímamót. Ljóst er að á þeim tímamótum bætast enn ein verðlaunin í safnið, eftir frábæra frammistöðu Noregs á EM til þessa og afar sannfærandi 30-22 sigur gegn Ungverjum. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stoltur af þessum hópi. Ég verð eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur, en allt á sér sinn tíma,“ sagði Þórir við NRK. Auk þess að hafa verið aðalþjálfari Noregs í fimmtán ár var Þórir áður aðstoðarþjálfari norska liðsins frá árinu 2001, svo Þórir hefur tekið virkan þátt í velgengni liðsins í tæpan aldarfjórðung, og upplifað marga frábæra sigurleiki eins og í gær. „Hann finnur sjálfsagt eftirsjá eftir svona leiki en ég hef trú á því að hann muni með tímanum líka finna að þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Henny Reistad, ein helsta stjarna norska liðsins, sem skoraði sjö mörk í gær. Sorglegt en glaðar yfir öllum leikjunum með Þóri Þær Reistad og markvörðurinn Katrine Lunde voru eins og oft áður í stórum hlutverkum í gær, og norska liðið hefur spjarað sig frábærlega þrátt fyrir að kanónur á borð við Noru Mörk og Stine Oftedal hafi dottið út eftir Ólympíumeistaratitilinn í sumar. „Mér finnst við hafa átt stórkostlegt stórmót og það er æðislegt að geta endað það á úrslitaleik. Auðvitað er líka sorglegt að það verði síðasti leikur Þóris en við erum glaðar yfir öllum leikjunum sem við höfum átt með honum,“ sagði markvörðurinn reynslumikli Lunde. Hún hefur áður lýst því hve þakklát hún er Þóri sem gaf henni leyfi fyrr á mótinu til að ferðast heim og fljúga dóttur sinni til pabba síns í Serbíu. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Þar með er ljóst að síðasti leikur Noregs undir stjórn Þóris verður úrslitaleikur EM, gegn Danmörku á morgun klukkan 17. Það er vel við hæfi enda hafa Þórir og norska liðið nánast verið fastagestir í úrslitum stórmóta, og Noregur unnið tíu meistaratitla í þrettán úrslitaleikjum á fimmtán árum með Þóri sem þjálfara. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Þórir sé nú á sínu síðasta stórmóti með norska liðinu og hann er vel meðvitaður um það, líkt og leikmenn, að á sunnudaginn taka við mikil tímamót. Ljóst er að á þeim tímamótum bætast enn ein verðlaunin í safnið, eftir frábæra frammistöðu Noregs á EM til þessa og afar sannfærandi 30-22 sigur gegn Ungverjum. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stoltur af þessum hópi. Ég verð eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur, en allt á sér sinn tíma,“ sagði Þórir við NRK. Auk þess að hafa verið aðalþjálfari Noregs í fimmtán ár var Þórir áður aðstoðarþjálfari norska liðsins frá árinu 2001, svo Þórir hefur tekið virkan þátt í velgengni liðsins í tæpan aldarfjórðung, og upplifað marga frábæra sigurleiki eins og í gær. „Hann finnur sjálfsagt eftirsjá eftir svona leiki en ég hef trú á því að hann muni með tímanum líka finna að þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Henny Reistad, ein helsta stjarna norska liðsins, sem skoraði sjö mörk í gær. Sorglegt en glaðar yfir öllum leikjunum með Þóri Þær Reistad og markvörðurinn Katrine Lunde voru eins og oft áður í stórum hlutverkum í gær, og norska liðið hefur spjarað sig frábærlega þrátt fyrir að kanónur á borð við Noru Mörk og Stine Oftedal hafi dottið út eftir Ólympíumeistaratitilinn í sumar. „Mér finnst við hafa átt stórkostlegt stórmót og það er æðislegt að geta endað það á úrslitaleik. Auðvitað er líka sorglegt að það verði síðasti leikur Þóris en við erum glaðar yfir öllum leikjunum sem við höfum átt með honum,“ sagði markvörðurinn reynslumikli Lunde. Hún hefur áður lýst því hve þakklát hún er Þóri sem gaf henni leyfi fyrr á mótinu til að ferðast heim og fljúga dóttur sinni til pabba síns í Serbíu.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira