„Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. desember 2024 06:18 Þegar vinnuveitendur segja gerendum upp fyrirvaralaust og án launa , bregðast stéttarfélög við með því að fara fram á laun í þrjá mánuði. Í opinbera geiranum eru málin enn verri. Adriana Karolina Pétursdóttir, formaður Mannauðs, segir að stinga þurfi á ákveðin kýli og taka erfiðu umræðuna. Vísir/Vilhelm „Við héldum málþing um þessi samskipti vinnuveitenda við stéttarfélögin því sú staða kemur reglulega upp að velta má fyrir sér; Hvor rétturinn er mikilvægari, vinnurétturinn eða vinnuverndin?“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi. Adriana segir þessi tilfelli til dæmis koma upp þegar starfsmaður hefur orðið uppvís að ofbeldi. Til dæmis kynferðislegu áreiti. „Vinnustaðir eru flestir hverjir að taka skýra afstöðu gegn ofbeldi. Verði starfsmaður uppvís af til dæmis kynferðislegu áreiti getur það leitt til uppsagnar. Í sumum tilfellum varði brotið hegningarlög og þá er uppsögnin fyrirvaralaus og án greiddra launaá uppsagnafresti. Afstaðan er skýr: Ofbeldi á ekki að umbuna með launum.“ En Adriana bætir við: „En þá er það líka þekkt að stéttarfélag viðkomandi starfsmanns fer strax að vinna í því að fá þriggja mánaða uppsagnarfrestinn greiddan. Jafnvel þótt það þýði dómsmál.“ Setningar heyrist þá eins og: „Hva… manneskjan var nú drukkin og er alveg miður sín yfir þessu.“ Svona eins og það geri brotið minna alvarlegt. Til að bæta gráu ofan á svart er þetta líka ömurlegt fyrir þolendur. Sem oft eru í sama stéttarfélagi en upplifa að stéttarfélagið standi meira með gerendum og að vinnustaðurinn geti ekki tryggt þeim öryggi.“ Í opinbera geiranum er staðan flóknari: „Já gleymdu því nú bara,“ segir Adriana þegar talið berst fyrst að þeim geira. Vítahringur og röng skilaboð Adraina segir málefnið mjög vandmeðfarið. „Svo að það sé sagt líka, þá er mikilvægt í þessari umræðu að virða líka þau erfiðu mál sem stéttarfélögin svo sannarlega eru að berjast í. Enda því miður staðreynd að á Íslandi eru líka uppi mál þar sem vinnuveitendur eru ekki að greiða starfsfólkinu sínu mannsæmandi laun eða eru að brjóta á réttindum þeirra með ýmsum hætti. Þetta eru ömurleg mál sem ekki eiga að viðgangast.“ Umræðuefnið í dag séu hins vegar þau mál þar sem erfitt sé að sjá hvor rétturinn sé sterkari: Vinnurétturinn eða vinnuverndin? „Flest fyrirtæki eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Þau hafa ekki burði né áhuga á að standa í málaferlum við stéttarfélög og freistast því oft til að láta undan kröfum stéttarfélagsins og greiða laun á uppsagnafresti,“ segir Adriana og bætir við: „Viðkomandi gerandi gengur þá út með sín laun og getur alls staðar sagt að auðvitað hafi þessi fyrirvaralausa uppsögn ekki átt rétt á sér. Það hafi stéttarfélagið sannað.“ En hvað þýðir þetta í raun? Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum? Getur sá sem jafnvel gerist brotlegur við hegningarlög samt fengið umbun í formi launa því réttur viðkomandi er svo sterkur?“ Það sama sé í gangi hjá hinu opinbera. „Þar er áminningu oftast beitt því reglurnar um uppsögn eru svo strangar. Þolendur þurfa því að vinna áfram með sínum gerendum. Sem í flestum tilfellum leiðir til þess að meintur þolandi hættir. Þarna má aftur velta fyrir sér hvor rétturinn er sterkari: Vinnuréttur geranda eða vinnuvernd þolanda?“ Á málþingi Mannauðs um samskipti vinnuveitenda og stéttarfélaga í erfiðum málum, voru tekin raundæmi um hvernig stéttarfélög gera jafnvel lítið úr brotunum með það fyrir augum að fá þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan fyrir gerandann. Stéttarfélögin eru tilbúin til að fara í dómsmál ef þarf, sem fæst fyrirtæki vilja eða hafa burði til að gera. En á að umbuna ofbeldi með launum?Vísir/Mannauður, Vilhelm Stjórn Mannauðs Adriana segir að í kjölfar málþingsins hafi stjórn Mannauðs ritað eftirfarandi skoðun með það fyrir augum að reyna að hvetja til málefnalegrar umræðu. Þótt umræðan sé erfið og hér þurfi að stinga á kýli. Skoðun stjórnar Mannauðs má lesa hér: Vinnuréttur eða vinnuvernd? Áttu skilið að njóta verndar í vinnunni? Í gegnum áratugina hafa orðið miklar breytingar á samskiptum stéttarfélaga og vinnuveitanda. Þessar breytingar hafa, nánast undantekningarlaust, verið til hins betra. Sýn vinnuveitenda og stéttarfélaga á hlutverk sitt gagnvart starfsfólki hefur breyst og í dag er margt sameiginlegt í þessum málaflokki. Vinnustaðir leggja sig fram um að tryggja réttindi starfsfólks og auka jafnræði á vinnustöðum auk þess sem góð samvinna og samstaða hefur náðst um vinnuumhverfið og öryggi starfsfólks. Af fenginni reynslu þá hafa samskipti við stéttarfélög gengið mjög vel og samvinnan verið með eindæmum góð. Þó kemur það fyrir að viss mál gangi ekki vel, sér í lagi þegar gengið er að þeim með oddi og eggju. Ágreiningurinn sem við viljum leggja áherslu á hér varðar eineltis-, áreitni- og ofbeldismál. Eineltis- og áreitnimál eru líklega ein erfiðustu mál sem mannauðsstjórar og sérfræðingar taka sér fyrir hendur á vinnustöðum í dag. Þetta eru flókin og krefjandi mál, geta varðað marga aðila á vinnustaðnum, hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér og sjaldnast eru eftirmálarnir jákvæðir. Til allrar hamingju hvílir mikil ábyrgð á vinnustöðum að tryggja það að slík mál komi ekki upp og, ef þau komi upp, að á þeim sé tekið hratt og vel. Fyrir vikið hvílir gríðarlega mikil sönnunarbyrði á vinnustaðnum. Vinnuveitandi þarf að sýna fram á að rétt hafi verið tekið á málum, tryggja að upplifun og sýn þolenda, geranda og vitna komi rétt og heiðarlega fram, að matið sem lagt er fram sé hlutlaust og að viðurlögum sé rétt beitt. Enginn vinnustaður ætti að láta sér þetta í léttu rúmi liggja. En um hvað snýst ágreiningurinn? Liggur það ekki skýrt fyrir að fyrirtæki og stéttarfélög í landinu líði ekki einelti og kynferðislega áreitni og séu sammála um að á því þurfi að taka? Jú, svo sannanlega! Stéttarfélög hér á landi hafa verið virk í því að tala fyrir réttindum starfsfólks og haldið á lofti mikilvægi þess að verja starfsfólk fyrir þeim svíðing sem einelti og áreitni er. Umræddur ágreiningur kemur þó upp þegar málum er lokað og þeim viðurlögum sem vinnuveitandi hefur úr að velja er beitt. Á þessum tímapunkti verður hlutverk vinnustaðarins og stéttarfélagsins erfitt. Skyndilega er komið upp ádeilumál þar sem vinnuvernd og vinnuréttur takast á. Hlutverk vinnustaðarins er að gæta að réttindum þolanda og geranda en, ekki síður, að gæta að réttindum starfsmannahópsins í heild. Hið sama gildir um stéttarfélögin. Það er alveg ljóst að samkvæmt lögum um aðbúnað á vinnustöðum ber vinnuveitandanum að tryggja bæði líkamlegt og sálfélagslegt öryggi starfsfólks. Í þessum deilum stéttarfélags og fyrirtækis er það ekki bara velferð þolanda og geranda sem er í húfi. Starfsfólk fyrirtækisins sem einnig eru meðlimir stéttarfélagsins sitja eftir með sárt ennið. Líkur á því að laga eitraða vinnumenningu minnka þegar ekki er rétt tekið á málaflokknum auk þess sem að orðspor og traust til vinnustaðarins og stéttarfélags skaðast sem og tiltrú á að rétt verði tekið á málum í framtíðinni hverfur. Tökum sem dæmi. Starfsmaður er sakaður um alvarlegt kynferðislegt áreiti gagnvart samstarfsfólki. Vinnustaður rannsakar málið eins og honum ber að gera og kemst að þeirri niðurstöðu að hegðun viðkomandi falli undir skilgreiningu kynferðislegrar áreitni. Brotin eru það alvarleg að þau ná viðmiðum um hegningarlagabrot og þar af leiðandi er heimilt að rifta ráðningarsamning. Enginn uppsagnarfrestur, uppsögn telst þá fyrirvaralaus. Þarna verður til krefjandi dýnamík sem á það til að birgja fólki sýn á það sem máli skiptir. Oft á tíðum geta málin snúist í höndum okkar og áhersla stéttarfélagsins verður að verja gerandann, oftar en ekki með því að grípa til ítrustu varna gegn vinnustaðnum. Þarna skýtur ágreiningurinn upp kollinum og fer að snúast upp í átök sem snúast um vernd einstaklingsins á kostnað þess að halda uppi öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks. Þegar þarna er komið er ljóst að málið mun að öllum líkindum fara illa og samskipti milli aðila fara í farveg sem gera lítið annað en að byggja undir vantraust og tortryggni. Hvernig ber að haga þesum málum þegar gríðarlega ríkar kröfur eru settar á vinnuveitendur, sér í lagi hjá hinu opinbera þar sem vinnuréttur gerir opinberum vinnuveitendum oft á tíðum erfitt, ef ekki ómögulegt, að vernda starfsfólk sitt sem hefur orðið fyrir hvers kyns ofbeldi. Er vinnuréttur í þessum tilfellum sterkari heldur en réttur starfsfólks til að njóta vinnuverndar? Er vinnuréttur mögulega til þess fallinn að ofbeldi á vinnustöðum fær að viðgangast þar til lögum verður breytt? Hér þarf að huga líka að lögum um opinberan vinnumarkað. Réttur gerandans til að halda áfram í starfi virðist vera ríkari en réttur þolenda og samstarfsfólks til að njóta öryggis, sálfélagslegs og líkamlegs, í starfi. Oft enda málin þannig að gerður er starfslokasamningur fyrir gerandann, jafnvel á þeim forsendum að leynd skuli ríkja um samkomulagið og að ekki megi ræða forsendur starfslokasamningsins né hvernig hann komi til. Því skal haldið til haga að lýsingin hér að ofan er ekki endilega reglan. Margoft ganga þessi mál vel í samstarfi við stéttarfélög og lending næst sem er sanngjörn gagnvart öllum aðilum. Það þýðir þó ekki að þögn sé vissari en sögn þegar málin ganga illa og varpa vondu ljósi á þau sem að máli koma. Raunin í dag er sú að á yfirborðinu tölum við digurbarkalega um þennan málaflokk. Bæklingar eru gefnir út, málþing eru haldin og greinar eru skrifaðar í tímarit og blöð. Og það er allt í lagi upp að vissu leyti. Ef við tölum ekki um hlutina, þá vekjum við tæplega athygli á þeim. Vandinn í dag er kannski sá að við þorum ekki alltaf. Hvað á þetta eftir að kosta mig? Hvaða orð fær fyrirtækið á sig ef þetta fer illa? Staðan getur orðið mjög erfið, sér í lagi þar sem að gerendur og þolendur hafa að sjálfsögðu fullan rétt á því að tjá sig um málið utan vinnu á meðan fyrirtækið er bundið trúnaði og persónuvernd. Það er nefnilega þannig að sagan sem er sögð er ekki alltaf staðreyndum næst. Við verðum að ná upp opinni og heiðarlegri umræðu um þennan málaflokk milli hagsmunaaðila á vinnumarkaðnum. Sameiginleg þjálfun og fræðsla í málaflokknum gæti gagnast báðum aðilum og varpað enn skýrara ljósi á mismunandi hagsmuni sem þarf að huga að. Hagsmunaaðilar verða að geta ákveðið, samþykkt og staðið við að nálgast einelti, áreitni og annað ofbeldi af hlutleysi og sterku siðferði og skapa þannig mikið virði fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. MeToo Vinnustaðurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00 „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Ekki aðeins #metoo mál sem starfsfólk þegir yfir Erfið starfsmannamál: Í samtali við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, kemur í ljós að enn er nokkuð um að fólk er ekki að segja frá erfiðum málum á vinnustað. 22. janúar 2020 10:00 Rannsókn: Vinnustaðapartí algengur vettvangur kynferðislegrar áreitni Í umfangsmikilli rannsókn sem gerð var á vinnustöðum kemur fram að vinnustaðapartí geta verið vettvangur daðurs sem þróast í kynferðislega áreitni. Makalaus vinnustaðapartí voru nefnd sérstaklega. 19. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Adriana segir þessi tilfelli til dæmis koma upp þegar starfsmaður hefur orðið uppvís að ofbeldi. Til dæmis kynferðislegu áreiti. „Vinnustaðir eru flestir hverjir að taka skýra afstöðu gegn ofbeldi. Verði starfsmaður uppvís af til dæmis kynferðislegu áreiti getur það leitt til uppsagnar. Í sumum tilfellum varði brotið hegningarlög og þá er uppsögnin fyrirvaralaus og án greiddra launaá uppsagnafresti. Afstaðan er skýr: Ofbeldi á ekki að umbuna með launum.“ En Adriana bætir við: „En þá er það líka þekkt að stéttarfélag viðkomandi starfsmanns fer strax að vinna í því að fá þriggja mánaða uppsagnarfrestinn greiddan. Jafnvel þótt það þýði dómsmál.“ Setningar heyrist þá eins og: „Hva… manneskjan var nú drukkin og er alveg miður sín yfir þessu.“ Svona eins og það geri brotið minna alvarlegt. Til að bæta gráu ofan á svart er þetta líka ömurlegt fyrir þolendur. Sem oft eru í sama stéttarfélagi en upplifa að stéttarfélagið standi meira með gerendum og að vinnustaðurinn geti ekki tryggt þeim öryggi.“ Í opinbera geiranum er staðan flóknari: „Já gleymdu því nú bara,“ segir Adriana þegar talið berst fyrst að þeim geira. Vítahringur og röng skilaboð Adraina segir málefnið mjög vandmeðfarið. „Svo að það sé sagt líka, þá er mikilvægt í þessari umræðu að virða líka þau erfiðu mál sem stéttarfélögin svo sannarlega eru að berjast í. Enda því miður staðreynd að á Íslandi eru líka uppi mál þar sem vinnuveitendur eru ekki að greiða starfsfólkinu sínu mannsæmandi laun eða eru að brjóta á réttindum þeirra með ýmsum hætti. Þetta eru ömurleg mál sem ekki eiga að viðgangast.“ Umræðuefnið í dag séu hins vegar þau mál þar sem erfitt sé að sjá hvor rétturinn sé sterkari: Vinnurétturinn eða vinnuverndin? „Flest fyrirtæki eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Þau hafa ekki burði né áhuga á að standa í málaferlum við stéttarfélög og freistast því oft til að láta undan kröfum stéttarfélagsins og greiða laun á uppsagnafresti,“ segir Adriana og bætir við: „Viðkomandi gerandi gengur þá út með sín laun og getur alls staðar sagt að auðvitað hafi þessi fyrirvaralausa uppsögn ekki átt rétt á sér. Það hafi stéttarfélagið sannað.“ En hvað þýðir þetta í raun? Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum? Getur sá sem jafnvel gerist brotlegur við hegningarlög samt fengið umbun í formi launa því réttur viðkomandi er svo sterkur?“ Það sama sé í gangi hjá hinu opinbera. „Þar er áminningu oftast beitt því reglurnar um uppsögn eru svo strangar. Þolendur þurfa því að vinna áfram með sínum gerendum. Sem í flestum tilfellum leiðir til þess að meintur þolandi hættir. Þarna má aftur velta fyrir sér hvor rétturinn er sterkari: Vinnuréttur geranda eða vinnuvernd þolanda?“ Á málþingi Mannauðs um samskipti vinnuveitenda og stéttarfélaga í erfiðum málum, voru tekin raundæmi um hvernig stéttarfélög gera jafnvel lítið úr brotunum með það fyrir augum að fá þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan fyrir gerandann. Stéttarfélögin eru tilbúin til að fara í dómsmál ef þarf, sem fæst fyrirtæki vilja eða hafa burði til að gera. En á að umbuna ofbeldi með launum?Vísir/Mannauður, Vilhelm Stjórn Mannauðs Adriana segir að í kjölfar málþingsins hafi stjórn Mannauðs ritað eftirfarandi skoðun með það fyrir augum að reyna að hvetja til málefnalegrar umræðu. Þótt umræðan sé erfið og hér þurfi að stinga á kýli. Skoðun stjórnar Mannauðs má lesa hér: Vinnuréttur eða vinnuvernd? Áttu skilið að njóta verndar í vinnunni? Í gegnum áratugina hafa orðið miklar breytingar á samskiptum stéttarfélaga og vinnuveitanda. Þessar breytingar hafa, nánast undantekningarlaust, verið til hins betra. Sýn vinnuveitenda og stéttarfélaga á hlutverk sitt gagnvart starfsfólki hefur breyst og í dag er margt sameiginlegt í þessum málaflokki. Vinnustaðir leggja sig fram um að tryggja réttindi starfsfólks og auka jafnræði á vinnustöðum auk þess sem góð samvinna og samstaða hefur náðst um vinnuumhverfið og öryggi starfsfólks. Af fenginni reynslu þá hafa samskipti við stéttarfélög gengið mjög vel og samvinnan verið með eindæmum góð. Þó kemur það fyrir að viss mál gangi ekki vel, sér í lagi þegar gengið er að þeim með oddi og eggju. Ágreiningurinn sem við viljum leggja áherslu á hér varðar eineltis-, áreitni- og ofbeldismál. Eineltis- og áreitnimál eru líklega ein erfiðustu mál sem mannauðsstjórar og sérfræðingar taka sér fyrir hendur á vinnustöðum í dag. Þetta eru flókin og krefjandi mál, geta varðað marga aðila á vinnustaðnum, hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér og sjaldnast eru eftirmálarnir jákvæðir. Til allrar hamingju hvílir mikil ábyrgð á vinnustöðum að tryggja það að slík mál komi ekki upp og, ef þau komi upp, að á þeim sé tekið hratt og vel. Fyrir vikið hvílir gríðarlega mikil sönnunarbyrði á vinnustaðnum. Vinnuveitandi þarf að sýna fram á að rétt hafi verið tekið á málum, tryggja að upplifun og sýn þolenda, geranda og vitna komi rétt og heiðarlega fram, að matið sem lagt er fram sé hlutlaust og að viðurlögum sé rétt beitt. Enginn vinnustaður ætti að láta sér þetta í léttu rúmi liggja. En um hvað snýst ágreiningurinn? Liggur það ekki skýrt fyrir að fyrirtæki og stéttarfélög í landinu líði ekki einelti og kynferðislega áreitni og séu sammála um að á því þurfi að taka? Jú, svo sannanlega! Stéttarfélög hér á landi hafa verið virk í því að tala fyrir réttindum starfsfólks og haldið á lofti mikilvægi þess að verja starfsfólk fyrir þeim svíðing sem einelti og áreitni er. Umræddur ágreiningur kemur þó upp þegar málum er lokað og þeim viðurlögum sem vinnuveitandi hefur úr að velja er beitt. Á þessum tímapunkti verður hlutverk vinnustaðarins og stéttarfélagsins erfitt. Skyndilega er komið upp ádeilumál þar sem vinnuvernd og vinnuréttur takast á. Hlutverk vinnustaðarins er að gæta að réttindum þolanda og geranda en, ekki síður, að gæta að réttindum starfsmannahópsins í heild. Hið sama gildir um stéttarfélögin. Það er alveg ljóst að samkvæmt lögum um aðbúnað á vinnustöðum ber vinnuveitandanum að tryggja bæði líkamlegt og sálfélagslegt öryggi starfsfólks. Í þessum deilum stéttarfélags og fyrirtækis er það ekki bara velferð þolanda og geranda sem er í húfi. Starfsfólk fyrirtækisins sem einnig eru meðlimir stéttarfélagsins sitja eftir með sárt ennið. Líkur á því að laga eitraða vinnumenningu minnka þegar ekki er rétt tekið á málaflokknum auk þess sem að orðspor og traust til vinnustaðarins og stéttarfélags skaðast sem og tiltrú á að rétt verði tekið á málum í framtíðinni hverfur. Tökum sem dæmi. Starfsmaður er sakaður um alvarlegt kynferðislegt áreiti gagnvart samstarfsfólki. Vinnustaður rannsakar málið eins og honum ber að gera og kemst að þeirri niðurstöðu að hegðun viðkomandi falli undir skilgreiningu kynferðislegrar áreitni. Brotin eru það alvarleg að þau ná viðmiðum um hegningarlagabrot og þar af leiðandi er heimilt að rifta ráðningarsamning. Enginn uppsagnarfrestur, uppsögn telst þá fyrirvaralaus. Þarna verður til krefjandi dýnamík sem á það til að birgja fólki sýn á það sem máli skiptir. Oft á tíðum geta málin snúist í höndum okkar og áhersla stéttarfélagsins verður að verja gerandann, oftar en ekki með því að grípa til ítrustu varna gegn vinnustaðnum. Þarna skýtur ágreiningurinn upp kollinum og fer að snúast upp í átök sem snúast um vernd einstaklingsins á kostnað þess að halda uppi öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks. Þegar þarna er komið er ljóst að málið mun að öllum líkindum fara illa og samskipti milli aðila fara í farveg sem gera lítið annað en að byggja undir vantraust og tortryggni. Hvernig ber að haga þesum málum þegar gríðarlega ríkar kröfur eru settar á vinnuveitendur, sér í lagi hjá hinu opinbera þar sem vinnuréttur gerir opinberum vinnuveitendum oft á tíðum erfitt, ef ekki ómögulegt, að vernda starfsfólk sitt sem hefur orðið fyrir hvers kyns ofbeldi. Er vinnuréttur í þessum tilfellum sterkari heldur en réttur starfsfólks til að njóta vinnuverndar? Er vinnuréttur mögulega til þess fallinn að ofbeldi á vinnustöðum fær að viðgangast þar til lögum verður breytt? Hér þarf að huga líka að lögum um opinberan vinnumarkað. Réttur gerandans til að halda áfram í starfi virðist vera ríkari en réttur þolenda og samstarfsfólks til að njóta öryggis, sálfélagslegs og líkamlegs, í starfi. Oft enda málin þannig að gerður er starfslokasamningur fyrir gerandann, jafnvel á þeim forsendum að leynd skuli ríkja um samkomulagið og að ekki megi ræða forsendur starfslokasamningsins né hvernig hann komi til. Því skal haldið til haga að lýsingin hér að ofan er ekki endilega reglan. Margoft ganga þessi mál vel í samstarfi við stéttarfélög og lending næst sem er sanngjörn gagnvart öllum aðilum. Það þýðir þó ekki að þögn sé vissari en sögn þegar málin ganga illa og varpa vondu ljósi á þau sem að máli koma. Raunin í dag er sú að á yfirborðinu tölum við digurbarkalega um þennan málaflokk. Bæklingar eru gefnir út, málþing eru haldin og greinar eru skrifaðar í tímarit og blöð. Og það er allt í lagi upp að vissu leyti. Ef við tölum ekki um hlutina, þá vekjum við tæplega athygli á þeim. Vandinn í dag er kannski sá að við þorum ekki alltaf. Hvað á þetta eftir að kosta mig? Hvaða orð fær fyrirtækið á sig ef þetta fer illa? Staðan getur orðið mjög erfið, sér í lagi þar sem að gerendur og þolendur hafa að sjálfsögðu fullan rétt á því að tjá sig um málið utan vinnu á meðan fyrirtækið er bundið trúnaði og persónuvernd. Það er nefnilega þannig að sagan sem er sögð er ekki alltaf staðreyndum næst. Við verðum að ná upp opinni og heiðarlegri umræðu um þennan málaflokk milli hagsmunaaðila á vinnumarkaðnum. Sameiginleg þjálfun og fræðsla í málaflokknum gæti gagnast báðum aðilum og varpað enn skýrara ljósi á mismunandi hagsmuni sem þarf að huga að. Hagsmunaaðilar verða að geta ákveðið, samþykkt og staðið við að nálgast einelti, áreitni og annað ofbeldi af hlutleysi og sterku siðferði og skapa þannig mikið virði fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni.
MeToo Vinnustaðurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00 „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Ekki aðeins #metoo mál sem starfsfólk þegir yfir Erfið starfsmannamál: Í samtali við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, kemur í ljós að enn er nokkuð um að fólk er ekki að segja frá erfiðum málum á vinnustað. 22. janúar 2020 10:00 Rannsókn: Vinnustaðapartí algengur vettvangur kynferðislegrar áreitni Í umfangsmikilli rannsókn sem gerð var á vinnustöðum kemur fram að vinnustaðapartí geta verið vettvangur daðurs sem þróast í kynferðislega áreitni. Makalaus vinnustaðapartí voru nefnd sérstaklega. 19. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00
„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01
Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00
Ekki aðeins #metoo mál sem starfsfólk þegir yfir Erfið starfsmannamál: Í samtali við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, kemur í ljós að enn er nokkuð um að fólk er ekki að segja frá erfiðum málum á vinnustað. 22. janúar 2020 10:00
Rannsókn: Vinnustaðapartí algengur vettvangur kynferðislegrar áreitni Í umfangsmikilli rannsókn sem gerð var á vinnustöðum kemur fram að vinnustaðapartí geta verið vettvangur daðurs sem þróast í kynferðislega áreitni. Makalaus vinnustaðapartí voru nefnd sérstaklega. 19. febrúar 2020 13:00