Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 15:03 Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska liðsins á sunnudag, þegar Noregur vann ellefta stórmótið undir hans stjórn. EPA/Liselotte Sabroe Eftir fullkomið lokaár sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta er Þórir Hergeirsson að sjálfsögðu tilnefndur sem þjálfari ársins í norsku íþróttalífi. Norðmenn heiðra sitt besta íþróttafólk á verðlaunahófinu Idrettsgallaen í Þrándheimi 4. janúar, sama kvöld og Samtök íþróttafréttamanna heiðra besta íslenska íþróttafólkið á sínu árlega hófi. Þórir er einn af sex kostum sem koma til greina í valinu á þjálfara ársins í Noregi, en gæti einnig unnið verðlaunin hér á landi. Tilkynnt verður um tilnefningarnar á Íslandi á Þorláksmessu, að vanda, en kostirnir í Noregi eru: Siegfried Mazet / Egil Kristiansen, skíðaskotfimi Espen Rooth, frjálsar íþróttir Þórir Hergeirsson, handbolti Arild Monsen / Eirik Myhr Nossum, skíðaganga Stian Grimseth, lyftingar Kjetil Knutsen, fótbolti Með Þóri sem aðalþjálfara hefur norska kvennalandsliðið í handbolta unnið ellefu verðlaun á fimmtán árum, og þetta er því alls ekki í fyrsta sinn sem Þórir er tilnefndur sem þjálfari ársins. Hann vann verðlaunin í fyrsta og eina sinn fyrir tveimur árum, en hafði áður verið tilnefndur sex sinnum. Þegar Þórir vann verðlaunin fyrir tveimur árum var hann, líkt og nú, nýbúinn að stýra Noregi til Evrópumeistaratitils. Í þetta sinn hefur hann einnig gert liðið að Ólympíumeistara, í París í sumar. Frá því að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi fóru að velja þjálfara ársins, árið 2012, hefur Þórir hlotið nafnbótina tvisvar, fyrir árin 2021 og 2022, og alls verið meðal þriggja efstu sex sinnum. Enginn Ödegaard á lista Norskir fjölmiðlar fjalla um það í dag að Arsenal-maðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði norska landsliðsins í fótbolta, sé ekki á meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru sem íþróttakarl ársins. Norðmenn eiga íþróttafólk í fremstu röð í mörgum greinum en Erling Haaland er eini fótboltakarlinn sem er tilnefndur og Caroline Graham Hansen eina fótboltakonan. Á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem íþróttakona ársins eru einnig tvær úr handboltalandsliði Þóris, þær Stine Oftedal Dahmke, sem reyndar lagði skóna á hilluna eftir Ólympíumeistaratitilinn, og Henny Reistad. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Norðmenn heiðra sitt besta íþróttafólk á verðlaunahófinu Idrettsgallaen í Þrándheimi 4. janúar, sama kvöld og Samtök íþróttafréttamanna heiðra besta íslenska íþróttafólkið á sínu árlega hófi. Þórir er einn af sex kostum sem koma til greina í valinu á þjálfara ársins í Noregi, en gæti einnig unnið verðlaunin hér á landi. Tilkynnt verður um tilnefningarnar á Íslandi á Þorláksmessu, að vanda, en kostirnir í Noregi eru: Siegfried Mazet / Egil Kristiansen, skíðaskotfimi Espen Rooth, frjálsar íþróttir Þórir Hergeirsson, handbolti Arild Monsen / Eirik Myhr Nossum, skíðaganga Stian Grimseth, lyftingar Kjetil Knutsen, fótbolti Með Þóri sem aðalþjálfara hefur norska kvennalandsliðið í handbolta unnið ellefu verðlaun á fimmtán árum, og þetta er því alls ekki í fyrsta sinn sem Þórir er tilnefndur sem þjálfari ársins. Hann vann verðlaunin í fyrsta og eina sinn fyrir tveimur árum, en hafði áður verið tilnefndur sex sinnum. Þegar Þórir vann verðlaunin fyrir tveimur árum var hann, líkt og nú, nýbúinn að stýra Noregi til Evrópumeistaratitils. Í þetta sinn hefur hann einnig gert liðið að Ólympíumeistara, í París í sumar. Frá því að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi fóru að velja þjálfara ársins, árið 2012, hefur Þórir hlotið nafnbótina tvisvar, fyrir árin 2021 og 2022, og alls verið meðal þriggja efstu sex sinnum. Enginn Ödegaard á lista Norskir fjölmiðlar fjalla um það í dag að Arsenal-maðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði norska landsliðsins í fótbolta, sé ekki á meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru sem íþróttakarl ársins. Norðmenn eiga íþróttafólk í fremstu röð í mörgum greinum en Erling Haaland er eini fótboltakarlinn sem er tilnefndur og Caroline Graham Hansen eina fótboltakonan. Á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem íþróttakona ársins eru einnig tvær úr handboltalandsliði Þóris, þær Stine Oftedal Dahmke, sem reyndar lagði skóna á hilluna eftir Ólympíumeistaratitilinn, og Henny Reistad.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira