Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2024 13:03 Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar, Heiða B. Heiðarsdóttir stjórnarmaður og Reynir Traustason, eigandi Mannlífs og faðir Jóns Trausta, störfuðu saman á DV fyrir áratug. Eftir deilur um eignarhald stofnuðu þau Stundina árið 2015. Vísir/GVA Þriggja manna stjórn útgáfufélags Heimildarinnar segir framkvæmdastjóra og ritstjóra Heimildarinnar, son og tengdadóttur Reynis Traustasonar, ekki hafa neitt með fyrirhuguð kaup félagsins á vefmiðlinum Mannlífi að gera. Stjórnarformaður segir Mannlíf fást á afar góðu verði sem ekki fæst gefið upp. Stjórn Sameinaðs útgáfufélags sendi yfirlýsingu til fjölmiðla í morgun. Tilefnið eru fréttir Vísis í gær af yfirvofandi kaupum útgáfufélagsins á vefmiðlinum Mannlífi. Töluverður styr er um yfirvofandi kaup sem leiddu samkvæmt heimildum fréttastofu meðal annars til þess að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í fyrradag. Reynir Traustason er faðir Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Heimildarinnar, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar er sambýliskona Jóns Trausta. Reynir hugar að áhyggjulausu ævikvöldi Heimildin varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar og kom út á prenti í fyrsta sinn í janúar 2023. Hátt í 40 hluthafar eru að sameinuðu útgáfufélagi Heimildarinnar. Enginn þeirra fer með meira en 8 prósenta hlut. Sambýlisfólkið Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri og Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri eiga hvort um sig 7,6 prósent eins og stjórnarmennirnir Heiða B. Heiðarsdóttir og Snæbjörn Björnsson Birnir auk Jóns Inga Stefánssonar. Sömu sögu er að segja um þá Reyni Traustason og Höskuld Höskuldsson sem eiga 7,6 prósent hvor. Þeir eru einmitt eigendur Mannlífs með 50 prósenta hlut hvor í gegnum félag sitt Sólartún ehf. Sólartún var tekið með rúmlega 30 milljóna króna tapi árið 2023 og samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur gengið illa að snúa við rekstri Mannlífs á árinu sem er að líða. Reynir Traustason sagði í samtali við Vísi í gær að kaupverðið á Mannlífi væri ekki hátt þótt hann vildi ekki gefa það upp. Hann væri kominn með nóg af blaðamennsku eftir þrjátíu ár í starfi og tímabært að huga að „áhyggjulausu ævikvöldi“. Reynir kom að stofnun Stundarinnar árið 2015 ásamt Ingibjörgu Dögg og Jóni Trausta syni hans. Stærstu hluthafarnir voru auk þeirra þriggja vefhönnuðurinn Jón Ingi Stefánsson, sölustjórinn Heiða B. Heiðarsdóttir, Snæbjörn Björnsson Birnir og Höskuldur Höskuldsson. Langvarandi ósamkomulag um stefnu eða Mannlífsmálið? Snæbjörn og Heiða sitja ein eftir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins ásamt Elínu G. Ragnarsdóttur eftir að Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson gengu úr stjórninni í fyrradag. „Úrsögn þeirra úr stjórn félagsins er niðurstaða langvarandi ósamkomulags um stefnu félagsins og stjórnarhætti, sem hamlað hefur störfum stjórnar, og er þeim bæði þakkað fyrir störf sín og óskað velfarnaðar,“ segir í yfirlýsingu Elínar, Heiðu og Snæbjörns í dag. Vilhjálmur tjáði Vísi í gær að þeir Hjálmar hefðu alls ekki getað stutt kaupin á Mannlífi. „Það er augljóst að ágreiningsefnin snúa aðallega að þessu Mannlífsmáli sem við erum auðvitað ósáttir við,“ sagði Vilhjálmur. Vildi óháð mat og ítarlegar upplýsingar Boðað var til hluthafafundar hjá Sameinaða útgáfufélaginu í september síðastliðnum þar sem til umræðu var að veita stjórn heimild til kaupa á öðrum fjölmiðli. Þar má segja að ólík sjónarmið hluthafa hafi verið ljós þar sem hluthafar úr ranni Stundarinnar voru mjög áfram um kaupin á meðan hluthafar úr ranni Kjarnans voru mjög efins. Svo efins að Vilhjálmur sendi póst á alla hluthafa til að gjalda varhug við því að Sameinaða útgáfufélagið skoðaði kaup á Mannlífi. Samkvæmt heimildum fréttastofu vildi Vilhjálmur tryggja að hluthafar fengju allar upplýsingar um hin mögulegu kaup í ljósi fjölskyldutengsla lykilfólks hjá Heimildinni við eigendur Mannlífs. Sömuleiðis að fá óháðan aðila til að verðmeta Mannlíf sem nú stæði til að kaupa. „Áframhaldandi umræður áttu að fara fram á vettvangi stjórnarfundar félagsins í dag. Áður en kom til frekari umræðu sögðu tveir stjórnarmenn sig úr stjórn félagsins,“ segir í yfirlýsingu þriggja manna stjórnar Sameinaða útgáfufélagsins. „Óverulegur kostnaður“ Elín G. Ragnarsdóttir var á sínum tíma framkvæmdastjóri Birtíngs. Hún er í dag stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins. Í yfirlýsingunni stjórnar Sameinaða útgáfufélagsins í morgun segir að skilyrði stjórnarinnar hafi verið að samningur um yfirtöku feli í sér að félagið leggi í heildina ekki út fé til eigenda Mannlífs. Félagið yfirtaki hins vegar skuldbindingar um starfssamninga blaðamanna og rétt á endurgreiðslum ritstjórnarkostnaðar. Elín G. Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, segir í samtali við fréttastofu að tveir blaðamenn Mannlífs, þeir Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson, myndu fylgja með kaupunum og skuldbindingar sem snúi að þeim. Annar eigi uppsafnað blaðamannaleyfi og þá eigi þeir rétt á orlofi næsta sumar sem útgáfufélagið taki yfir, verði af kaupunum. Hún segir Sameinaða útgáfufélagið ekki taka yfir neinar skuldir Sólartúns, útgáfufélagi Mannlífs, með kaupunum á Mannlífi. Útgáfufélagið greiði ákveðna upphæð fyrir kaupin á Mannlífi en það sé trúnaðarmál. „Ég get ekki sagt það en þetta er óverulegur kostnaður.“ „Fáum Mannlíf á mjög góðu verði“ Aðspurð hvort skoðað hafi verið að fá óháðan aðila til að leggja mat á virði Mannlíf segir hún ekki hafa verið tilefni til þess. Mest lesnu fréttir mánaðarins hjá Mannlífi. „Við fengum allar upplýsingar frá endurskoðanda þeirra og bókara, eins og gengur og gerist með kaup og sölu fyrirtækja. Við gerðum tilboð sem er ekki búið að samþykkja,“ segir Elín. Þau hafi fengið leiðsögn frá Grétari Dór Sigurðssyni lögmanni varðandi verðið. „Ég held að enginn óháð myndi skilgreina þetta sem svona lágt. Við fáum Mannlíf á mjög góðu verði,“ segir Elín með þeim fyrirvara að kaupin verði samþykkt. Í ljósi þess að fækkað hefur í stjórn um tvo verði boðað til hluthafafundar. Það verði þó ekki gert fyrr en á nýju ári. Vendingar í stjórninni hafi engin áhrif á kaupin enda hafi stjórnarmennirnir þrír sem voru í meirihluta samþykkt kaupin. Vilji auka flóruna með kaupum á Mannlífi Stjórnarmennirnir Elín, Heiða og Snæbjörn segja í yfirlýsingu að markmið með hugsanlegri yfirtöku á Mannlífi sé hluti þeirrar stefnu að nýta samlegðaráhrif til að efla fréttamiðlun og víkka út lesendahóp Sameinaða útgáfufélagsins út frá gildum félagsins. Óskir stjórnar félagsins er að þannig megi auðga flóru íslenskrar fjölmiðlunar sem standi höllum fæti. „Málið er alfarið á ábyrgð og forræði stjórnar útgáfufélagsins og lýtur á endanum lýðræði hluthafa félagsins. Samkvæmt ströngum ákvæðum í samþykktum félagsins, sem mótaðar voru við stofnun Útgáfufélagsins Stundarinnar árið 2015 og tryggja valddreifingu innan þess, geta tengdir aðilar ekki nýtt meira en að hámarki 15% atkvæðarétt á hluthafafundum. Það hefur haft í för með sér að þrír eigendur og stofnendur félagsins, sem samtals fara með tæplega fjórðung hlutafjár í félaginu, fara með skert atkvæðavægi og hafa einungis 15% atkvæða á hluthafa- og aðalfundum félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Eigendurnir þrír sem um ræðir og tengslin eru sambýlisfólkið Ingibjörg Dögg og Jón Trausti og svo feðgarnir Jón Trausti og Reynir. Ritstjórnir verði ekki sameinaðar Þá taka stjórnarmennirnir þrír fram að þau þrjú hafi engin hagsmuna- eða fjölskyldutengsl við eigendur Mannlífs, þá Reyni og Höskuld. „Enginn aðili sem er tengdur eigendum Mannlífs fjölskyldu- eða hagsmunaböndum tók ákvörðunina,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Sameinaða útgáfufélagsins, hafi vikið sér undan ákvörðun um málið vegna tengsla við föður sinn Reyni Traustason. „Ekki stendur með neinum hætti til að sameina ritstjórnir Heimildarinnar, sem útgáfufélagið gefur út, og fréttavefsins Mannlífs, sem hefur verið gefinn út af tveimur eigendum Sameinaða útgáfufélagsins sem samanlagt fara með 15% hlut í félaginu. Ekki stendur til að Reynir Traustason, núverandi ritstjóri og annar eigenda Mannlífs, ritstýri áfram miðlinum ef af yfirtökunni verður, enda hefur hann lýst vilja til að setjast í helgan stein eftir langan feril í blaðamennsku,“ segir í yfirlýsingunni. Forsenda fyrirhugaðrar yfirtöku sé að ritstjórnarstefna Mannlífs verði endurmetin og mótuð frá grunni. Mannlíf hafi fyrst verið gefið út sem tímarit árið 1983 og hafi komið út í mismunandi myndum, meðal annars sem tímarit almenns eðlis, fréttatímarit og sem vikublað. Mannlíf verði faglegur léttari miðill Ingibjörg Dögg ritstjóri segir í færslu á Facebook í dag að fallist Reynir á tilboð útgáfufélags Heimildarinnar verði um að ræða tvo ólíka miðla sem reknir verða af sama útgáfufélagi. Það reki nú þegar Heimildina en einnig Vísbendingu og ensk fréttabréf. Þá rifjar hún upp að viðskilnaður hafi orðið á milli Reynis ritstjóra Mannlífs og ritstjórnar Stundarinnar á sínum tíma, þar sem þau Jón Trausti deildu ritstjórastöðu. „Það er því ljóst að ritstjórnarstefna Mannlífs yrði endurnýjuð undir Sameinaða útgáfufélaginu. Í nýrri myndi yrði Mannlíf væntanlega léttari miðill og áhugadrifinn, rekinn undir formerkjum faglegrar blaðamennsku.“ Hún segir það aldrei hafa verið markmið hjá sér að af kaupunum yrði þó hún geti skilið forsendur meirihluta stjórnar útgáfufélagsins að vilja halda úti fleiri miðlum. „Eins er rétt að taka fram að vegna tengsla hefur framkvæmdastjóri Sameinaða útgáfufélagsins ítrekað áréttað gagnvart stjórn að hann komi ekki að ákvörðun um yfirtöku á Mannlífi, heldur sé það stjórnar að skoða málið og taka afstöðu til þess,“ segir Ingibjörg um Jón Trausta framkvæmdastjóra og sambýlismann sinn. Ekki hjón heldur sambýlisfólk „Varðandi átök innan stjórnar þá hafa þau verið viðvarandi undanfarna mánuði og tekið á sig ýmsar birtingarmyndir, sem hafa meðal annars beinst beint að mér, öðrum stjórnendum í fyrirtækinu, stjórnarmeðlimum og stjórnarformanni. Mín nálgun hefur fyrst og fremst falist í því að reyna að miðla málum á milli ólíkra sjónarmiða og ná fram sáttum innan stjórnar til að skapa vinnufrið. Þær tilraunir hafa ekki borið árangur, eins og sjá má.“ Þá áréttar hún að þau Jón Trausti séu sambýlisfólk en ekki hjón eins og sagt var frá í frétt Vísis í gær. „Ég er ekki eiginkona neins. Ég á hins vegar sambýlismann. Áður en til okkar sambands kom byggðum við upp fjölmiðil saman, sem síðan sameinaðist Kjarnanum og er rekinn undir merkjum Heimildarinnar í dag. Í samþykktum Sameinaða útgáfufélagsins eru innbyggðar yfirtökuvarnir sem gera það að verkum að vægi atkvæða okkar á hluthafafundum er skert vegna þessara tengsla. Það er vegna þess að við trúum á valddreifingu og lýðræði - og höfum brennt okkur á því hvað getur gerst þegar ákveðinn hópur vill ná sínu fram. Á þeirri sögu byggir Heimildin og út frá þeim gildum höldum við áfram að vinna.“ Fréttin hefur verið uppfærð með færslu Ingibjargar Daggar á Facebook. Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórn Sameinaðs útgáfufélags sendi yfirlýsingu til fjölmiðla í morgun. Tilefnið eru fréttir Vísis í gær af yfirvofandi kaupum útgáfufélagsins á vefmiðlinum Mannlífi. Töluverður styr er um yfirvofandi kaup sem leiddu samkvæmt heimildum fréttastofu meðal annars til þess að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í fyrradag. Reynir Traustason er faðir Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Heimildarinnar, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar er sambýliskona Jóns Trausta. Reynir hugar að áhyggjulausu ævikvöldi Heimildin varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar og kom út á prenti í fyrsta sinn í janúar 2023. Hátt í 40 hluthafar eru að sameinuðu útgáfufélagi Heimildarinnar. Enginn þeirra fer með meira en 8 prósenta hlut. Sambýlisfólkið Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri og Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri eiga hvort um sig 7,6 prósent eins og stjórnarmennirnir Heiða B. Heiðarsdóttir og Snæbjörn Björnsson Birnir auk Jóns Inga Stefánssonar. Sömu sögu er að segja um þá Reyni Traustason og Höskuld Höskuldsson sem eiga 7,6 prósent hvor. Þeir eru einmitt eigendur Mannlífs með 50 prósenta hlut hvor í gegnum félag sitt Sólartún ehf. Sólartún var tekið með rúmlega 30 milljóna króna tapi árið 2023 og samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur gengið illa að snúa við rekstri Mannlífs á árinu sem er að líða. Reynir Traustason sagði í samtali við Vísi í gær að kaupverðið á Mannlífi væri ekki hátt þótt hann vildi ekki gefa það upp. Hann væri kominn með nóg af blaðamennsku eftir þrjátíu ár í starfi og tímabært að huga að „áhyggjulausu ævikvöldi“. Reynir kom að stofnun Stundarinnar árið 2015 ásamt Ingibjörgu Dögg og Jóni Trausta syni hans. Stærstu hluthafarnir voru auk þeirra þriggja vefhönnuðurinn Jón Ingi Stefánsson, sölustjórinn Heiða B. Heiðarsdóttir, Snæbjörn Björnsson Birnir og Höskuldur Höskuldsson. Langvarandi ósamkomulag um stefnu eða Mannlífsmálið? Snæbjörn og Heiða sitja ein eftir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins ásamt Elínu G. Ragnarsdóttur eftir að Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson gengu úr stjórninni í fyrradag. „Úrsögn þeirra úr stjórn félagsins er niðurstaða langvarandi ósamkomulags um stefnu félagsins og stjórnarhætti, sem hamlað hefur störfum stjórnar, og er þeim bæði þakkað fyrir störf sín og óskað velfarnaðar,“ segir í yfirlýsingu Elínar, Heiðu og Snæbjörns í dag. Vilhjálmur tjáði Vísi í gær að þeir Hjálmar hefðu alls ekki getað stutt kaupin á Mannlífi. „Það er augljóst að ágreiningsefnin snúa aðallega að þessu Mannlífsmáli sem við erum auðvitað ósáttir við,“ sagði Vilhjálmur. Vildi óháð mat og ítarlegar upplýsingar Boðað var til hluthafafundar hjá Sameinaða útgáfufélaginu í september síðastliðnum þar sem til umræðu var að veita stjórn heimild til kaupa á öðrum fjölmiðli. Þar má segja að ólík sjónarmið hluthafa hafi verið ljós þar sem hluthafar úr ranni Stundarinnar voru mjög áfram um kaupin á meðan hluthafar úr ranni Kjarnans voru mjög efins. Svo efins að Vilhjálmur sendi póst á alla hluthafa til að gjalda varhug við því að Sameinaða útgáfufélagið skoðaði kaup á Mannlífi. Samkvæmt heimildum fréttastofu vildi Vilhjálmur tryggja að hluthafar fengju allar upplýsingar um hin mögulegu kaup í ljósi fjölskyldutengsla lykilfólks hjá Heimildinni við eigendur Mannlífs. Sömuleiðis að fá óháðan aðila til að verðmeta Mannlíf sem nú stæði til að kaupa. „Áframhaldandi umræður áttu að fara fram á vettvangi stjórnarfundar félagsins í dag. Áður en kom til frekari umræðu sögðu tveir stjórnarmenn sig úr stjórn félagsins,“ segir í yfirlýsingu þriggja manna stjórnar Sameinaða útgáfufélagsins. „Óverulegur kostnaður“ Elín G. Ragnarsdóttir var á sínum tíma framkvæmdastjóri Birtíngs. Hún er í dag stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins. Í yfirlýsingunni stjórnar Sameinaða útgáfufélagsins í morgun segir að skilyrði stjórnarinnar hafi verið að samningur um yfirtöku feli í sér að félagið leggi í heildina ekki út fé til eigenda Mannlífs. Félagið yfirtaki hins vegar skuldbindingar um starfssamninga blaðamanna og rétt á endurgreiðslum ritstjórnarkostnaðar. Elín G. Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, segir í samtali við fréttastofu að tveir blaðamenn Mannlífs, þeir Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson, myndu fylgja með kaupunum og skuldbindingar sem snúi að þeim. Annar eigi uppsafnað blaðamannaleyfi og þá eigi þeir rétt á orlofi næsta sumar sem útgáfufélagið taki yfir, verði af kaupunum. Hún segir Sameinaða útgáfufélagið ekki taka yfir neinar skuldir Sólartúns, útgáfufélagi Mannlífs, með kaupunum á Mannlífi. Útgáfufélagið greiði ákveðna upphæð fyrir kaupin á Mannlífi en það sé trúnaðarmál. „Ég get ekki sagt það en þetta er óverulegur kostnaður.“ „Fáum Mannlíf á mjög góðu verði“ Aðspurð hvort skoðað hafi verið að fá óháðan aðila til að leggja mat á virði Mannlíf segir hún ekki hafa verið tilefni til þess. Mest lesnu fréttir mánaðarins hjá Mannlífi. „Við fengum allar upplýsingar frá endurskoðanda þeirra og bókara, eins og gengur og gerist með kaup og sölu fyrirtækja. Við gerðum tilboð sem er ekki búið að samþykkja,“ segir Elín. Þau hafi fengið leiðsögn frá Grétari Dór Sigurðssyni lögmanni varðandi verðið. „Ég held að enginn óháð myndi skilgreina þetta sem svona lágt. Við fáum Mannlíf á mjög góðu verði,“ segir Elín með þeim fyrirvara að kaupin verði samþykkt. Í ljósi þess að fækkað hefur í stjórn um tvo verði boðað til hluthafafundar. Það verði þó ekki gert fyrr en á nýju ári. Vendingar í stjórninni hafi engin áhrif á kaupin enda hafi stjórnarmennirnir þrír sem voru í meirihluta samþykkt kaupin. Vilji auka flóruna með kaupum á Mannlífi Stjórnarmennirnir Elín, Heiða og Snæbjörn segja í yfirlýsingu að markmið með hugsanlegri yfirtöku á Mannlífi sé hluti þeirrar stefnu að nýta samlegðaráhrif til að efla fréttamiðlun og víkka út lesendahóp Sameinaða útgáfufélagsins út frá gildum félagsins. Óskir stjórnar félagsins er að þannig megi auðga flóru íslenskrar fjölmiðlunar sem standi höllum fæti. „Málið er alfarið á ábyrgð og forræði stjórnar útgáfufélagsins og lýtur á endanum lýðræði hluthafa félagsins. Samkvæmt ströngum ákvæðum í samþykktum félagsins, sem mótaðar voru við stofnun Útgáfufélagsins Stundarinnar árið 2015 og tryggja valddreifingu innan þess, geta tengdir aðilar ekki nýtt meira en að hámarki 15% atkvæðarétt á hluthafafundum. Það hefur haft í för með sér að þrír eigendur og stofnendur félagsins, sem samtals fara með tæplega fjórðung hlutafjár í félaginu, fara með skert atkvæðavægi og hafa einungis 15% atkvæða á hluthafa- og aðalfundum félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Eigendurnir þrír sem um ræðir og tengslin eru sambýlisfólkið Ingibjörg Dögg og Jón Trausti og svo feðgarnir Jón Trausti og Reynir. Ritstjórnir verði ekki sameinaðar Þá taka stjórnarmennirnir þrír fram að þau þrjú hafi engin hagsmuna- eða fjölskyldutengsl við eigendur Mannlífs, þá Reyni og Höskuld. „Enginn aðili sem er tengdur eigendum Mannlífs fjölskyldu- eða hagsmunaböndum tók ákvörðunina,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Sameinaða útgáfufélagsins, hafi vikið sér undan ákvörðun um málið vegna tengsla við föður sinn Reyni Traustason. „Ekki stendur með neinum hætti til að sameina ritstjórnir Heimildarinnar, sem útgáfufélagið gefur út, og fréttavefsins Mannlífs, sem hefur verið gefinn út af tveimur eigendum Sameinaða útgáfufélagsins sem samanlagt fara með 15% hlut í félaginu. Ekki stendur til að Reynir Traustason, núverandi ritstjóri og annar eigenda Mannlífs, ritstýri áfram miðlinum ef af yfirtökunni verður, enda hefur hann lýst vilja til að setjast í helgan stein eftir langan feril í blaðamennsku,“ segir í yfirlýsingunni. Forsenda fyrirhugaðrar yfirtöku sé að ritstjórnarstefna Mannlífs verði endurmetin og mótuð frá grunni. Mannlíf hafi fyrst verið gefið út sem tímarit árið 1983 og hafi komið út í mismunandi myndum, meðal annars sem tímarit almenns eðlis, fréttatímarit og sem vikublað. Mannlíf verði faglegur léttari miðill Ingibjörg Dögg ritstjóri segir í færslu á Facebook í dag að fallist Reynir á tilboð útgáfufélags Heimildarinnar verði um að ræða tvo ólíka miðla sem reknir verða af sama útgáfufélagi. Það reki nú þegar Heimildina en einnig Vísbendingu og ensk fréttabréf. Þá rifjar hún upp að viðskilnaður hafi orðið á milli Reynis ritstjóra Mannlífs og ritstjórnar Stundarinnar á sínum tíma, þar sem þau Jón Trausti deildu ritstjórastöðu. „Það er því ljóst að ritstjórnarstefna Mannlífs yrði endurnýjuð undir Sameinaða útgáfufélaginu. Í nýrri myndi yrði Mannlíf væntanlega léttari miðill og áhugadrifinn, rekinn undir formerkjum faglegrar blaðamennsku.“ Hún segir það aldrei hafa verið markmið hjá sér að af kaupunum yrði þó hún geti skilið forsendur meirihluta stjórnar útgáfufélagsins að vilja halda úti fleiri miðlum. „Eins er rétt að taka fram að vegna tengsla hefur framkvæmdastjóri Sameinaða útgáfufélagsins ítrekað áréttað gagnvart stjórn að hann komi ekki að ákvörðun um yfirtöku á Mannlífi, heldur sé það stjórnar að skoða málið og taka afstöðu til þess,“ segir Ingibjörg um Jón Trausta framkvæmdastjóra og sambýlismann sinn. Ekki hjón heldur sambýlisfólk „Varðandi átök innan stjórnar þá hafa þau verið viðvarandi undanfarna mánuði og tekið á sig ýmsar birtingarmyndir, sem hafa meðal annars beinst beint að mér, öðrum stjórnendum í fyrirtækinu, stjórnarmeðlimum og stjórnarformanni. Mín nálgun hefur fyrst og fremst falist í því að reyna að miðla málum á milli ólíkra sjónarmiða og ná fram sáttum innan stjórnar til að skapa vinnufrið. Þær tilraunir hafa ekki borið árangur, eins og sjá má.“ Þá áréttar hún að þau Jón Trausti séu sambýlisfólk en ekki hjón eins og sagt var frá í frétt Vísis í gær. „Ég er ekki eiginkona neins. Ég á hins vegar sambýlismann. Áður en til okkar sambands kom byggðum við upp fjölmiðil saman, sem síðan sameinaðist Kjarnanum og er rekinn undir merkjum Heimildarinnar í dag. Í samþykktum Sameinaða útgáfufélagsins eru innbyggðar yfirtökuvarnir sem gera það að verkum að vægi atkvæða okkar á hluthafafundum er skert vegna þessara tengsla. Það er vegna þess að við trúum á valddreifingu og lýðræði - og höfum brennt okkur á því hvað getur gerst þegar ákveðinn hópur vill ná sínu fram. Á þeirri sögu byggir Heimildin og út frá þeim gildum höldum við áfram að vinna.“ Fréttin hefur verið uppfærð með færslu Ingibjargar Daggar á Facebook.
Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira