Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 10:11 Gottlieb segir minni snjó núna en áður. Hann hefur unnið við snjómokstur frá því að hann fékk bílpróf. Fyrst fyrir norðan og svo sunnan. Vísir/Vilhelm Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið. Hann segir fólk oft flýta sér svo mikið en það græði lítið á því. Hann segir flesta keyra mjög vel og vera þolinmóða en það séu allt of margir sem séu það ekki. Gottlieb ræddi umferðarmenninguna á Hellisheiðinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gottlieb hefur mokað á Hellisheiði í tvö ár. Áður fyrr mokaði hann fyrir norðan. Þar er hann vanur meiri snjór en hann segir magnið miklu minna fyrir norðan og sunnan en var áður. „Hún er rosaleg á köflum,“ segir Gottlieb um umferðarmenninguna á Hellisheiðinni. Það séu margir góðir í umferðinni en inn á milli sé fólk sem sé „alveg úti á túni“. Hann segir frá því að um daginn hafi vinur hans verið að moka og verið með hliðarvænginn úti. Einhver hafi ætlað fram úr en hann hafi í staðinn hreinsað hliðina af bílnum. Þá keyri fólk venjulega út af þegar það er að taka fram úr. Lenda í skaflinum „Þeir flýta sér svo mikið að þeir fara langt út af, út í skaflinn,“ segir hann. Hann segir með ólíkindum hvernig sumir haga sér í umferðinni. Það séu stundum tvö eða þrjú snjómoksturstæki að moka í einu svo allar akreinar séu í lagi. Ökumenn reyni stundum að troða sér fram úr á milli þeirra en komist yfirleitt ekkert lengra en á milli þeirra. Hann segir þetta gilda um bæði ferðamenn og Íslendinga en yfirleitt sé hægt að þekkja ferðamennina á því að þeir setja neyðarljósin á í byljum. Gottlieb segir fólk í mesta lagi spara sér fimm til tíu mínútur með því að taka fram úr og keyra of hratt. Veður Færð á vegum Snjómokstur Bítið Tengdar fréttir Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. 30. desember 2024 07:50 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sjá meira
Hann segir fólk oft flýta sér svo mikið en það græði lítið á því. Hann segir flesta keyra mjög vel og vera þolinmóða en það séu allt of margir sem séu það ekki. Gottlieb ræddi umferðarmenninguna á Hellisheiðinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gottlieb hefur mokað á Hellisheiði í tvö ár. Áður fyrr mokaði hann fyrir norðan. Þar er hann vanur meiri snjór en hann segir magnið miklu minna fyrir norðan og sunnan en var áður. „Hún er rosaleg á köflum,“ segir Gottlieb um umferðarmenninguna á Hellisheiðinni. Það séu margir góðir í umferðinni en inn á milli sé fólk sem sé „alveg úti á túni“. Hann segir frá því að um daginn hafi vinur hans verið að moka og verið með hliðarvænginn úti. Einhver hafi ætlað fram úr en hann hafi í staðinn hreinsað hliðina af bílnum. Þá keyri fólk venjulega út af þegar það er að taka fram úr. Lenda í skaflinum „Þeir flýta sér svo mikið að þeir fara langt út af, út í skaflinn,“ segir hann. Hann segir með ólíkindum hvernig sumir haga sér í umferðinni. Það séu stundum tvö eða þrjú snjómoksturstæki að moka í einu svo allar akreinar séu í lagi. Ökumenn reyni stundum að troða sér fram úr á milli þeirra en komist yfirleitt ekkert lengra en á milli þeirra. Hann segir þetta gilda um bæði ferðamenn og Íslendinga en yfirleitt sé hægt að þekkja ferðamennina á því að þeir setja neyðarljósin á í byljum. Gottlieb segir fólk í mesta lagi spara sér fimm til tíu mínútur með því að taka fram úr og keyra of hratt.
Veður Færð á vegum Snjómokstur Bítið Tengdar fréttir Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. 30. desember 2024 07:50 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sjá meira
Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. 30. desember 2024 07:50
Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent