Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. janúar 2025 19:30 Jude Bellingham reyndist hetjan þegar uppi var staðið. Eric Alonso/Getty Images Hugo Duro kom heimamönnum í Valencia yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar boltinn féll fyrir fætur hans inn á vítateig gestanna. Þurfti hann ekki að gera annað en að rúlla knettinum yfir línuna og staðan 1-0 í hálfleik. Jude Bellingham fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Gestirnir fengu þá vítaspyrnu en Bellingham skaut knettinum í stöngina. Ekki löngu síðar kom Kylian Mbappé boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. Staðan því enn 1-0 Valencia í vil þegar hálftími lifði leiks. Það leit út fyrir að gestirnir frá Madríd hefðu farið úr öskunni í eldinn þegar hinn brasilíski Vinícius Júnior fékk beint rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Gestirnir því marki undir og manni færri. Carlo Ancelotti, þjálfari Real, brást við með því að setja ellismellinn Luka Modrić inn og sá átti eftir að breyta leiknum. Galdramaðurinn frá Króatíu jafnaði metin örskömmu síðar með góðu skoti eftir frábæra sendingu frá Bellingham. Það var svo enski landsliðamaðurinn sem tryggði ótrúlegan endurkomu sigur gestanna þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Boltinn barst til hans inn á vítateig, varnarmaður Valencia náði ekki að hreinsa og Bellingham smellti knettinum upp í þaknetið. Staðan orðin 1-2 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Sigurinn þýðir að Real fer upp í toppsætið á ný með 43 stig, tveimur meira en nágrannar sínir í Atlético sem eiga leik til góða. Valencia er í 19. sæti með 12 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Spænski boltinn Fótbolti
Hugo Duro kom heimamönnum í Valencia yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar boltinn féll fyrir fætur hans inn á vítateig gestanna. Þurfti hann ekki að gera annað en að rúlla knettinum yfir línuna og staðan 1-0 í hálfleik. Jude Bellingham fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Gestirnir fengu þá vítaspyrnu en Bellingham skaut knettinum í stöngina. Ekki löngu síðar kom Kylian Mbappé boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. Staðan því enn 1-0 Valencia í vil þegar hálftími lifði leiks. Það leit út fyrir að gestirnir frá Madríd hefðu farið úr öskunni í eldinn þegar hinn brasilíski Vinícius Júnior fékk beint rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Gestirnir því marki undir og manni færri. Carlo Ancelotti, þjálfari Real, brást við með því að setja ellismellinn Luka Modrić inn og sá átti eftir að breyta leiknum. Galdramaðurinn frá Króatíu jafnaði metin örskömmu síðar með góðu skoti eftir frábæra sendingu frá Bellingham. Það var svo enski landsliðamaðurinn sem tryggði ótrúlegan endurkomu sigur gestanna þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Boltinn barst til hans inn á vítateig, varnarmaður Valencia náði ekki að hreinsa og Bellingham smellti knettinum upp í þaknetið. Staðan orðin 1-2 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Sigurinn þýðir að Real fer upp í toppsætið á ný með 43 stig, tveimur meira en nágrannar sínir í Atlético sem eiga leik til góða. Valencia er í 19. sæti með 12 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.