Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2025 13:33 Gunnlaugur Árni Sveinsson keppir fyrir hönd Evrópu í Bonallack-bikarnum. Hér slær hann á vellinum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. EGA Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. Um er að ræða mót í anda Ryder-bikarsins þar sem tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu mæta kollegum sínum frá Asíu og Eyjaálfu, á þriggja daga móti sem hófst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Gunnlaugur Árni, karlkylfingur ársins á Íslandi 2024, keppti með Svíanum Algot Kleen í dag. Þeir urðu að sætta sig við 2/1 tap í fjórmenningi (betri bolta spilað) í dag gegn Pichaksin Maichon frá Taílandi og Zhou Ziqin frá Kína. Þess má geta að Maichon hefur verið í hópi tuttugu efstu áhugakylfinga á heimslista. Þeir Gunnlaugur Árni og Kleen unnu hins vegar sigur í fjórbolta gegn sömu andstæðingum, 1/0. Í fjórbolta spila allir með sinn bolta og þar var Gunnlaugur Árni sjóðheitur og tryggði sigur á fjórum holum, eða holu 4, 5, 7 og 8, og náðu þeir Kleen þá mest þriggja holu forskoti. Ziqin og Maichon unnu svo holu 10 og 14, en náðu aldrei að jafna leikinn. Gunnlaugur Árni Sveinsson, þriðji frá vinstri í neðri röð, er einn af tólf fulltrúum Evrópu á mótinu.EGA Evrópuliðið fékk alls 1,5 vinning í fjórmenningnum gegn 3,5, en bætti það svo upp í fjórboltanum með 3,5 vinningum gegn 1,5. Staðan er því hnífjöfn, 5-5. Á morgun verður aftur leikið í fjórmenningi og fjórbolta, en mótinu lýkur svo með tólf einvígum á föstudaginn. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Um er að ræða mót í anda Ryder-bikarsins þar sem tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu mæta kollegum sínum frá Asíu og Eyjaálfu, á þriggja daga móti sem hófst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Gunnlaugur Árni, karlkylfingur ársins á Íslandi 2024, keppti með Svíanum Algot Kleen í dag. Þeir urðu að sætta sig við 2/1 tap í fjórmenningi (betri bolta spilað) í dag gegn Pichaksin Maichon frá Taílandi og Zhou Ziqin frá Kína. Þess má geta að Maichon hefur verið í hópi tuttugu efstu áhugakylfinga á heimslista. Þeir Gunnlaugur Árni og Kleen unnu hins vegar sigur í fjórbolta gegn sömu andstæðingum, 1/0. Í fjórbolta spila allir með sinn bolta og þar var Gunnlaugur Árni sjóðheitur og tryggði sigur á fjórum holum, eða holu 4, 5, 7 og 8, og náðu þeir Kleen þá mest þriggja holu forskoti. Ziqin og Maichon unnu svo holu 10 og 14, en náðu aldrei að jafna leikinn. Gunnlaugur Árni Sveinsson, þriðji frá vinstri í neðri röð, er einn af tólf fulltrúum Evrópu á mótinu.EGA Evrópuliðið fékk alls 1,5 vinning í fjórmenningnum gegn 3,5, en bætti það svo upp í fjórboltanum með 3,5 vinningum gegn 1,5. Staðan er því hnífjöfn, 5-5. Á morgun verður aftur leikið í fjórmenningi og fjórbolta, en mótinu lýkur svo með tólf einvígum á föstudaginn.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira