„Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Hinrik Wöhler skrifar 12. janúar 2025 19:40 Sonja Lind Sigsteinsdóttir (t.v.) og Rut Jónsdóttir (t.h) fögnuðu sigri í dag. Vísir/Anton Brink Rut Jónsdóttir var alsæl með tveggja marka sigur Hauka á úkraínska liðinu Galychanka Lviv í 16-liða úrslitum Evrópubikar kvenna í handbolta í dag. Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum og sigruðu Haukar einvígið samanlagt með fjórum mörkum, 50-46. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum um helgina og með sigrinum tryggðu Hafnfirðingar sér sæti í 8-liða úrslitum. „Þetta var heldur kaflaskipt. Við skiptum mikið inn á en samt sem áður vorum við að koma okkur í ágætis færi á þeim kafla en klikkuðum mikið og þær komust inn í leikinn. Þær voru dottnar úr takt en allt í einu duttu í gír og þetta var heldur tæpt en við vorum nú með þetta,“ sagði Rut eftir leikinn. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var ekki margt sem benti til þess að sigurinn væri í hættu. Haukar leiddu með níu mörkum, 21-12, og voru með leikinn í öruggum höndum. Gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn smátt saman. „Ég hugsaði það þegar þær voru búnar að minnka muninn í tvö mörk og það voru þrjár mínútur eftir. Það hefði alveg getað gerst en ég er mjög fegin að við kláruðum þetta,“ sagði Rut þegar hún var spurð út í síðasta korter leiksins. Rut jónsdóttir skoraði fimm mörk úr hægri skyttunni í dag.Vísir/Anton Brink Haukar lögðu grunninn að sigrinum í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur skoruðu fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleik. Rut segir að góður varnarleikur hafi skilað sigrinum í dag. „Um leið og við náðum að loka og keyra hraðaupphlaupin. Ég er mjög ánægð með byrjunina á seinni hálfleik og við fengum ekki á okkur mark í góðan tíma. Forskotið jókst hægt og rólega útaf vörninni, fengum nokkur hraðaupphlaup í byrjun seinni hálfleiks en við hefðum getað verið þéttari eins og í leiknum í gær. Margt mjög gott og eitthvað sem við getum lært af, ég er mjög sátt.“ Skemmtileg tilbreyting að taka þátt í Evrópukeppnum Haukar eru komnir í 8-liða úrslit EHF-bikarsins og halda vegferð sinni áfram í Evrópu. Rut segir að þátttaka í Evrópukeppnum sé ávallt skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu deildarkeppni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að mæta þessu liði og þetta er mjög sterkt lið. Frábærir leikmenn sem við erum að mæta og gaman að mæta einhverjum öðrum. Hér heima er þreföld umferð og við erum alltaf að spila á móti sömu liðum. Sérstaklega fyrir ungu stelpurnar, ég held að þetta gefi þeim mikið að prufa þetta.“ Það var stuð og stemning á Ásvöllum í dag.Vísir/Anton Brink Það var frábær stemning á Ásvöllum í dag og það heyrðist mikið í stuðningsmönnum liðsins allt frá fyrstu mínútu. „Mjög vel heppnað og vel mætt. Ég væri svo til í það fá svona mikið af fólki á deildarleiki líka og gerir bara handboltann skemmtilegri,“ sagði Rut að lokum. Haukar EHF-bikarinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum og sigruðu Haukar einvígið samanlagt með fjórum mörkum, 50-46. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum um helgina og með sigrinum tryggðu Hafnfirðingar sér sæti í 8-liða úrslitum. „Þetta var heldur kaflaskipt. Við skiptum mikið inn á en samt sem áður vorum við að koma okkur í ágætis færi á þeim kafla en klikkuðum mikið og þær komust inn í leikinn. Þær voru dottnar úr takt en allt í einu duttu í gír og þetta var heldur tæpt en við vorum nú með þetta,“ sagði Rut eftir leikinn. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var ekki margt sem benti til þess að sigurinn væri í hættu. Haukar leiddu með níu mörkum, 21-12, og voru með leikinn í öruggum höndum. Gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn smátt saman. „Ég hugsaði það þegar þær voru búnar að minnka muninn í tvö mörk og það voru þrjár mínútur eftir. Það hefði alveg getað gerst en ég er mjög fegin að við kláruðum þetta,“ sagði Rut þegar hún var spurð út í síðasta korter leiksins. Rut jónsdóttir skoraði fimm mörk úr hægri skyttunni í dag.Vísir/Anton Brink Haukar lögðu grunninn að sigrinum í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur skoruðu fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleik. Rut segir að góður varnarleikur hafi skilað sigrinum í dag. „Um leið og við náðum að loka og keyra hraðaupphlaupin. Ég er mjög ánægð með byrjunina á seinni hálfleik og við fengum ekki á okkur mark í góðan tíma. Forskotið jókst hægt og rólega útaf vörninni, fengum nokkur hraðaupphlaup í byrjun seinni hálfleiks en við hefðum getað verið þéttari eins og í leiknum í gær. Margt mjög gott og eitthvað sem við getum lært af, ég er mjög sátt.“ Skemmtileg tilbreyting að taka þátt í Evrópukeppnum Haukar eru komnir í 8-liða úrslit EHF-bikarsins og halda vegferð sinni áfram í Evrópu. Rut segir að þátttaka í Evrópukeppnum sé ávallt skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu deildarkeppni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að mæta þessu liði og þetta er mjög sterkt lið. Frábærir leikmenn sem við erum að mæta og gaman að mæta einhverjum öðrum. Hér heima er þreföld umferð og við erum alltaf að spila á móti sömu liðum. Sérstaklega fyrir ungu stelpurnar, ég held að þetta gefi þeim mikið að prufa þetta.“ Það var stuð og stemning á Ásvöllum í dag.Vísir/Anton Brink Það var frábær stemning á Ásvöllum í dag og það heyrðist mikið í stuðningsmönnum liðsins allt frá fyrstu mínútu. „Mjög vel heppnað og vel mætt. Ég væri svo til í það fá svona mikið af fólki á deildarleiki líka og gerir bara handboltann skemmtilegri,“ sagði Rut að lokum.
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira