Íslenski boltinn

Víkingar með ó­lög­legan leik­mann á móti KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar eru búnir að kaupa Stíg Diljan Þórðarson en ekki búnir að ganga frá félagsskiptum hans.
Víkingar eru búnir að kaupa Stíg Diljan Þórðarson en ekki búnir að ganga frá félagsskiptum hans. Víkingur

Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi.

Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á vef sínum og hefur Víkingum verið refsað.

Stígur Diljan Þórðarson spilaði með Víkingsliðinu í leiknum en hann er skráður í lið erlendis. Víkingur er búinn að kaupa þennan átján ára gamla strák frá Triestina á Ítalíu en ekki er búið að ganga frá félagsskiptum hans.

KSÍ hefur af þessum sökum hefur Víkingur R. verið sektað um 60.000 krónur. Úrslit leiksins standa óbreytt 2-5 KR í vil.

Óðinn Bjarkason og Jóhannes Kristinn Bjarnason skoruðu báðir tvö mörk fyrir KR í leiknum en fimmta markið skoraði Aron Sigurðarson.

Stígur Diljan Þórðarson skoraði ekki í leiknum en fékk spjald. Daníel Hafsteinsson og Jóhann Kanfory Tjörvason skoruðu mörk liðsins.

Víkingar hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Reykjavíkurmótinu en KR-ingar eru aftur á móti með fullt hús og markatöluna 11-2 eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×