Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN KVAN 17. janúar 2025 12:26 Endurmenntunarferðir KVAN geta falið í sér heimsóknir í skóla og stofnanir, námskeið sem byggja á fræðslu og virkri þátttöku, kynnisferðir og tómstundir sem bjóða upp á tækifæri til tengslamyndunar. KVAN sérhæfir sig í námsferðum sem eru fræðandi, uppbyggjandi og hvetjandi fyrir þátttakendur. KVAN skipuleggur námsferðir bæði innan- og utanlands fyrir skóla, stofnanir og fyrirtæki og aðlagar eftir óskum þátttakanda. „Við höfum metnað fyrir því að hafa áhrif á innra starfið í skólum. Við erum menntunarfyrirtæki fyrst og fremst en ekki einungis ferðaskrifstofa og nálgumst ferðirnar út frá menntunarlegum forsendum,“ segir Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson, eigandi og þjálfari hjá KVAN. Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson, eigandi og þjálfari hjá KVAN Hann segir markmið ferðanna sé að efla starfsfólk og stuðla að þróun m.a. á skólastarfi. Ferðirnar eru einnig kjörin leið til að efla samkennd og samvinnu á meðal samstarfsfólks sem gegnir mismunandi hlutverkum á vinnustaðnum. Það skiptir mjög miklu máli á öllum vinnustöðum. Endurmenntuarferðir KVAN eru engar venjulegar ferðir „Við byrjum alltaf á því að leita leiða til að búa til námsferla í námsferðum sem eru ekki bara menntandi heldur einnig skemmtilegir og mæti þeim þörfum sem liggja í starfseminni sem um ræðir hverju sinni. Í undurbúningsferlinu hugum við að þeim áskorunum og álitamálum sem eru uppi í skólastarfinu, hvað er að gerast hjá ungu fólki o.s.fv. Við skilgreinum þarfirnar með starfsfólkinu, þau koma með hugmyndir um hvað þau vilja taka fyrir og við sérsníðum námsferð í kringum það,“ „Við tökum einnig mið af því hvert hóparnir vilja fara og búum til menntandi aðstæður í því umhverfi sem þeim líður vel í. Við höfum farið víða með hópa en sérhæfum okkur í nokkrum áfangastöðum sem eru m.a. Edinborg í Skotlandi, Calpe, Valencia og Tenerife á Spáni, Róm á Ítalíu en einnig til Helsinki í Finnlandi, Toronto í Kanada og Washington í Bandaríkjunum.“ Ferðirnar eru kjörin leið til að efla samkennd og samvinnu á meðal samstarfsfólks. Tryggja gæði og árangur Jakob segir mikinn metnað lagðan í undirbúning og skipulag ferðanna til að hámarka árangur og eftirfylgni þegar heim er komið. Ákveðnu vinnulagi sé fylgt sem tryggir gæði og stuðlar að ánægju þátttakenda. „Við köllum þetta þriggja þrepa námsferðir KVAN. Hvert þrep byggir síðan á því sem við köllum gæðastoðir.“ Grundvöllurinn er góður undirbúningur Fyrsta þrepið segir Jakob góðan undirbúning þar sem væntingar og þarfir þátttakenda eru greindar og byggt ofan á það. „Við leggjum áherslu á áfangastaði sem hafa reynst vel. Ferðirnar geta falið í sér heimsóknir í skóla og stofnanir, námskeið sem byggja á fræðslu og virkri þátttöku, kynnisferðir og tómstundir sem bjóða upp á tækifæri til tengslamyndunar.“ Ánægja þátttakenda skiptir höfuðmáli. Tækifæri til að læra og njóta „Annað þrep er námsferðin sjálf þar sem við leggjum áherslu á að þátttakendur fái bæði tækifæri til að læra og njóta. Að ferðast býr til mörg menntandi tækifæri og við nýtum þessi tækifæri á markvissan hátt. Námsferðir okkar eru bæði byggðar á námskeiðum þar sem erlendir og íslenskir sérfræðingar með þekkingu á íslensku skólastarfi og menntamálum í víðu samhengi koma að, en einnig eru nýttir sérfræðingar á staðnum í vettvangsheimsóknum og skoðunarferðum. Í öllum námsferðum er mikil áhersla lögð á ígrundandi vinnu þar sem þátttakendur tengja fræðslu og heimsóknir við eigið starf og líf. Það teljum við vera lykilatriði til að auka lýkur þess að námsferðin hafa áhrif á starf á vettvangi.“ Tekið er mið af því hvert hóparnir vilja fara og búnar til menntandi aðstæður í því umhverfi sem þeim líður vel í. Fræðslunni fylgt eftir Þriðja þrepið er eftirfylgni til að tryggja að námsferðirnar skili þeim árangri sem stefnt var að. „Nokkrum vikum eða mánuðum eftir ferðina heimsækjum við þátttakendur aftur á vinnustaðinn og ræðum hvernig gengið hefur að nýta lærdóminn úr námsferðinni í daglegu starfi og hvernig má nýta má þessa reynslu enn frekar í framtíðinni,“ segir Jakob. Gæðastoðirnar eru einnig okkar sérstaða. Við leggjum áherslu á að fræðsla og þjónusta sé í hæsta gæðaflokki og í öllum námsferðum er fararstjóri og/eða leiðbeinandi frá KVAN. Við nýtum það sem hver staður býður upp á, eins og menningu, náttúru eða sögulegt umhverfi, til að auka gildi námsins. Endurmenntunarferðir KVAN eru engar venjulegar ferðir, við trúum því að það sé hægt að læra á skemmtilegan hátt og vinnum með gleði, húmor og kærleika að leiðarljósi. Ferðalög Skóla- og menntamál Menning Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Sjá meira
„Við höfum metnað fyrir því að hafa áhrif á innra starfið í skólum. Við erum menntunarfyrirtæki fyrst og fremst en ekki einungis ferðaskrifstofa og nálgumst ferðirnar út frá menntunarlegum forsendum,“ segir Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson, eigandi og þjálfari hjá KVAN. Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson, eigandi og þjálfari hjá KVAN Hann segir markmið ferðanna sé að efla starfsfólk og stuðla að þróun m.a. á skólastarfi. Ferðirnar eru einnig kjörin leið til að efla samkennd og samvinnu á meðal samstarfsfólks sem gegnir mismunandi hlutverkum á vinnustaðnum. Það skiptir mjög miklu máli á öllum vinnustöðum. Endurmenntuarferðir KVAN eru engar venjulegar ferðir „Við byrjum alltaf á því að leita leiða til að búa til námsferla í námsferðum sem eru ekki bara menntandi heldur einnig skemmtilegir og mæti þeim þörfum sem liggja í starfseminni sem um ræðir hverju sinni. Í undurbúningsferlinu hugum við að þeim áskorunum og álitamálum sem eru uppi í skólastarfinu, hvað er að gerast hjá ungu fólki o.s.fv. Við skilgreinum þarfirnar með starfsfólkinu, þau koma með hugmyndir um hvað þau vilja taka fyrir og við sérsníðum námsferð í kringum það,“ „Við tökum einnig mið af því hvert hóparnir vilja fara og búum til menntandi aðstæður í því umhverfi sem þeim líður vel í. Við höfum farið víða með hópa en sérhæfum okkur í nokkrum áfangastöðum sem eru m.a. Edinborg í Skotlandi, Calpe, Valencia og Tenerife á Spáni, Róm á Ítalíu en einnig til Helsinki í Finnlandi, Toronto í Kanada og Washington í Bandaríkjunum.“ Ferðirnar eru kjörin leið til að efla samkennd og samvinnu á meðal samstarfsfólks. Tryggja gæði og árangur Jakob segir mikinn metnað lagðan í undirbúning og skipulag ferðanna til að hámarka árangur og eftirfylgni þegar heim er komið. Ákveðnu vinnulagi sé fylgt sem tryggir gæði og stuðlar að ánægju þátttakenda. „Við köllum þetta þriggja þrepa námsferðir KVAN. Hvert þrep byggir síðan á því sem við köllum gæðastoðir.“ Grundvöllurinn er góður undirbúningur Fyrsta þrepið segir Jakob góðan undirbúning þar sem væntingar og þarfir þátttakenda eru greindar og byggt ofan á það. „Við leggjum áherslu á áfangastaði sem hafa reynst vel. Ferðirnar geta falið í sér heimsóknir í skóla og stofnanir, námskeið sem byggja á fræðslu og virkri þátttöku, kynnisferðir og tómstundir sem bjóða upp á tækifæri til tengslamyndunar.“ Ánægja þátttakenda skiptir höfuðmáli. Tækifæri til að læra og njóta „Annað þrep er námsferðin sjálf þar sem við leggjum áherslu á að þátttakendur fái bæði tækifæri til að læra og njóta. Að ferðast býr til mörg menntandi tækifæri og við nýtum þessi tækifæri á markvissan hátt. Námsferðir okkar eru bæði byggðar á námskeiðum þar sem erlendir og íslenskir sérfræðingar með þekkingu á íslensku skólastarfi og menntamálum í víðu samhengi koma að, en einnig eru nýttir sérfræðingar á staðnum í vettvangsheimsóknum og skoðunarferðum. Í öllum námsferðum er mikil áhersla lögð á ígrundandi vinnu þar sem þátttakendur tengja fræðslu og heimsóknir við eigið starf og líf. Það teljum við vera lykilatriði til að auka lýkur þess að námsferðin hafa áhrif á starf á vettvangi.“ Tekið er mið af því hvert hóparnir vilja fara og búnar til menntandi aðstæður í því umhverfi sem þeim líður vel í. Fræðslunni fylgt eftir Þriðja þrepið er eftirfylgni til að tryggja að námsferðirnar skili þeim árangri sem stefnt var að. „Nokkrum vikum eða mánuðum eftir ferðina heimsækjum við þátttakendur aftur á vinnustaðinn og ræðum hvernig gengið hefur að nýta lærdóminn úr námsferðinni í daglegu starfi og hvernig má nýta má þessa reynslu enn frekar í framtíðinni,“ segir Jakob. Gæðastoðirnar eru einnig okkar sérstaða. Við leggjum áherslu á að fræðsla og þjónusta sé í hæsta gæðaflokki og í öllum námsferðum er fararstjóri og/eða leiðbeinandi frá KVAN. Við nýtum það sem hver staður býður upp á, eins og menningu, náttúru eða sögulegt umhverfi, til að auka gildi námsins. Endurmenntunarferðir KVAN eru engar venjulegar ferðir, við trúum því að það sé hægt að læra á skemmtilegan hátt og vinnum með gleði, húmor og kærleika að leiðarljósi.
Ferðalög Skóla- og menntamál Menning Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Sjá meira