Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. janúar 2025 07:32 Þónokkrir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum í Zagreb. Vel þekkt er að bílstjórar ofrukki en ef til vill full langt gengið að það sé gert af skipulagsaðilum í keppnishöllinni sjálfri. Vísir/Vilhelm Ísland vann frábæran 23-18 sigur á Slóveníu á HM karla í handbolta í gærkvöld en kvöldið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig hjá öllum Íslendingum í íþróttahöllinni í Zagreb. Stemningin var góð hjá íslenska hópnum sem studdi við bakið á strákunum okkar í ótrúlegum sigri gærkvöldsins sem vannst á góðum varnarleik og stórkostlegri frammistöðu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar. Nokkrir hundruðir Íslendinga studdu við íslenska liðið í stúkunni, en voru töluvert fámennari en stór sveit Slóvena sem skyndilega varð fjórfalt fjölmennari en hafði verið á leikjum Slóveníu í aðdragandanum. Ein stuðningskvenna íslenska liðsins greindi frá leiðinlegri reynslu í höllinni í króatísku höfuðborginni í gær þegar eiginmaður hennar fór í sjoppuna. „Maðurinn minn lenti í frekar leiðinlegu atviki á leikvanginum sem ég vildi upplýsa ykkur um. Hann fór í hálfleik að kaupa eina kók fyrir mig og þegar að hann er að borga á posanum finnst honum svipurinn á afgreiðslustúlkunni eitthvað skrítinn svo hann biður hana um strimilinn. Þá hafði hún rukkað hann um 60 evrur!“ „Eins gott að hann rak augun í þetta og kallaði í kjölfarið á einhvern eldri mann þarna bak við barborðið sem borgaði honum peninginn til baka,“ segir Herdís Rútsdóttir meðal annars í færslu sem hún setti inn í Facebook-hóp stuðningsmanna íslenska liðsins. Færsla Herdísar í stuðningsmannahóp íslenska landsliðsins á Facebook.Skjáskot Í sömu færslu segir hún vinafólk hafa lent í leigubílsstjóra sem hafi ofrukkað allsvakalega. Starfsmenn Morgunblaðsins lentu þá í svipuðu atviki eftir leik Króatíu og Barein. Þeir voru rukkaðir um 100 evrur fyrir leigubíl sem ætti í versta falli að kosta á bilinu 15-30 evrur líkt og rætt var um í HM í dag hér á Vísi. Búist er við því að fjöldi íslenskra stuðningsmanna aukist til muna á næstu dögum þegar skipulagðar ferðir Icelandair og Play fara á fullt til Zagreb. Í ummælum við færslu Herdísar mælir Ívar Benediktsson, ritstjóri Handbolti.is, með því að fólk fari varlega í leigubílakaup og geri það helst í gegnum þjónustu Bolt og Uber, þar sem upphæðin er ákveðin fyrirfram. Með því sleppi það við álíka látalæti og lýst hefur verið að ofan. Næsti leikur Íslands er sá fyrsti í milliriðli, við Egyptaland á miðvikudagskvöldið, klukkan 19:30. Þar mætast efstu tvö lið milliriðilsins og toppsætið undir. Landslið karla í fótbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32 Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59 „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Stemningin var góð hjá íslenska hópnum sem studdi við bakið á strákunum okkar í ótrúlegum sigri gærkvöldsins sem vannst á góðum varnarleik og stórkostlegri frammistöðu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar. Nokkrir hundruðir Íslendinga studdu við íslenska liðið í stúkunni, en voru töluvert fámennari en stór sveit Slóvena sem skyndilega varð fjórfalt fjölmennari en hafði verið á leikjum Slóveníu í aðdragandanum. Ein stuðningskvenna íslenska liðsins greindi frá leiðinlegri reynslu í höllinni í króatísku höfuðborginni í gær þegar eiginmaður hennar fór í sjoppuna. „Maðurinn minn lenti í frekar leiðinlegu atviki á leikvanginum sem ég vildi upplýsa ykkur um. Hann fór í hálfleik að kaupa eina kók fyrir mig og þegar að hann er að borga á posanum finnst honum svipurinn á afgreiðslustúlkunni eitthvað skrítinn svo hann biður hana um strimilinn. Þá hafði hún rukkað hann um 60 evrur!“ „Eins gott að hann rak augun í þetta og kallaði í kjölfarið á einhvern eldri mann þarna bak við barborðið sem borgaði honum peninginn til baka,“ segir Herdís Rútsdóttir meðal annars í færslu sem hún setti inn í Facebook-hóp stuðningsmanna íslenska liðsins. Færsla Herdísar í stuðningsmannahóp íslenska landsliðsins á Facebook.Skjáskot Í sömu færslu segir hún vinafólk hafa lent í leigubílsstjóra sem hafi ofrukkað allsvakalega. Starfsmenn Morgunblaðsins lentu þá í svipuðu atviki eftir leik Króatíu og Barein. Þeir voru rukkaðir um 100 evrur fyrir leigubíl sem ætti í versta falli að kosta á bilinu 15-30 evrur líkt og rætt var um í HM í dag hér á Vísi. Búist er við því að fjöldi íslenskra stuðningsmanna aukist til muna á næstu dögum þegar skipulagðar ferðir Icelandair og Play fara á fullt til Zagreb. Í ummælum við færslu Herdísar mælir Ívar Benediktsson, ritstjóri Handbolti.is, með því að fólk fari varlega í leigubílakaup og geri það helst í gegnum þjónustu Bolt og Uber, þar sem upphæðin er ákveðin fyrirfram. Með því sleppi það við álíka látalæti og lýst hefur verið að ofan. Næsti leikur Íslands er sá fyrsti í milliriðli, við Egyptaland á miðvikudagskvöldið, klukkan 19:30. Þar mætast efstu tvö lið milliriðilsins og toppsætið undir.
Landslið karla í fótbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32 Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59 „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32
Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46
Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59
„Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28