Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. janúar 2025 07:01 Ágúst Þór keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You eða Eins og þú. Söngvakeppni sjónvarpsins „Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ágúst Þór „Þetta hefur alltaf verið markmið hjá mér. Ég hef alltaf horft á Söngvakeppnina og Eurovision. Það var alltaf órjúfanlegur dagskrá liður heima á Húsavík þegar ég var alast upp og fjölskyldan mín er sjúk í Eurovision. Svo að þetta var alltaf að fara gerast einhvern tíma og nú er bara heldur betur komið að því,“ segir Ágúst um þátttöku sína í keppninni. Hann segist mjög spenntur. „Ég er með frábært teymi með mér í þessu á bak við tjöldin, rosalega dansara með mér á sviðinu og ég er bara mjög spenntur fyrir að koma fram þann 8. febrúar.“ Aðspurður hvort hann ætli sér alla leið svarar hann: „Svakalega ætla ég alla leið maður!“ Ágúst lagði mikinn metnað í tónlistarmyndbandið og er ánægður með afraksturinn. „Hugmyndin á bak við myndbandið er sú að okkur langaði að reyna tengja heimabæinn minn Húsavík við myndbandið og í raun segja frá því hvað er að gerast í lífinu mínu í dag og hvernig ég var þegar ég bjó á Húsavík. Pælingin var að skipta á milli raunveruleikans og draumsins, það að ég sé að keppa í Söngvakeppninni og svo að ég sé heima að ímynda mér að ég væri að keppa. Sem ég svo sannarlega gerði oft þegar ég var yngri, lét mig dreyma um það sem mig langaði að gera í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by ÁGÚST (@agustbrynjarsmusic) Hann segir að tökuferlið hafi fengið mjög vel. „Ég fékk æðisleg fyrirtæki með mér í lið fyrir þetta allt saman. Við tókum upp á tveimur stöðum, bæði í Gamla Bíó og svo á Húsavík svo að þetta voru þrír dagar sem einkenndust af miklu tempói og skipulagi sem hún Bríet Ólína leikstjórinn sá alfarið um og hún stóð sig eins og hetja. Þetta voru langir dagar en guð minn almáttugur hvað ég er ánægður með útkomuna. Ágúst Jakobsson og Alexander Elfarsson skutu myndbandið, Ýr Þrastardóttir klippti og svo var ég með helling að geggjuðu fólki í viðbót sem sáu um ljós, hljóð, mat, gistingu og allt sem þarf til að láta ansi stórt verkefni að mínu mati ganga upp. Ég er ólýsanlega ánægður með þetta myndband og ég mæli með því að hækka í botn,“ segir Ágúst Þór að lokum. Hér má sjá myndbandið á streymisveitunni Youtube. Eurovision Tónlist Norðurþing Eurovision 2025 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ágúst Þór „Þetta hefur alltaf verið markmið hjá mér. Ég hef alltaf horft á Söngvakeppnina og Eurovision. Það var alltaf órjúfanlegur dagskrá liður heima á Húsavík þegar ég var alast upp og fjölskyldan mín er sjúk í Eurovision. Svo að þetta var alltaf að fara gerast einhvern tíma og nú er bara heldur betur komið að því,“ segir Ágúst um þátttöku sína í keppninni. Hann segist mjög spenntur. „Ég er með frábært teymi með mér í þessu á bak við tjöldin, rosalega dansara með mér á sviðinu og ég er bara mjög spenntur fyrir að koma fram þann 8. febrúar.“ Aðspurður hvort hann ætli sér alla leið svarar hann: „Svakalega ætla ég alla leið maður!“ Ágúst lagði mikinn metnað í tónlistarmyndbandið og er ánægður með afraksturinn. „Hugmyndin á bak við myndbandið er sú að okkur langaði að reyna tengja heimabæinn minn Húsavík við myndbandið og í raun segja frá því hvað er að gerast í lífinu mínu í dag og hvernig ég var þegar ég bjó á Húsavík. Pælingin var að skipta á milli raunveruleikans og draumsins, það að ég sé að keppa í Söngvakeppninni og svo að ég sé heima að ímynda mér að ég væri að keppa. Sem ég svo sannarlega gerði oft þegar ég var yngri, lét mig dreyma um það sem mig langaði að gera í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by ÁGÚST (@agustbrynjarsmusic) Hann segir að tökuferlið hafi fengið mjög vel. „Ég fékk æðisleg fyrirtæki með mér í lið fyrir þetta allt saman. Við tókum upp á tveimur stöðum, bæði í Gamla Bíó og svo á Húsavík svo að þetta voru þrír dagar sem einkenndust af miklu tempói og skipulagi sem hún Bríet Ólína leikstjórinn sá alfarið um og hún stóð sig eins og hetja. Þetta voru langir dagar en guð minn almáttugur hvað ég er ánægður með útkomuna. Ágúst Jakobsson og Alexander Elfarsson skutu myndbandið, Ýr Þrastardóttir klippti og svo var ég með helling að geggjuðu fólki í viðbót sem sáu um ljós, hljóð, mat, gistingu og allt sem þarf til að láta ansi stórt verkefni að mínu mati ganga upp. Ég er ólýsanlega ánægður með þetta myndband og ég mæli með því að hækka í botn,“ segir Ágúst Þór að lokum. Hér má sjá myndbandið á streymisveitunni Youtube.
Eurovision Tónlist Norðurþing Eurovision 2025 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira