Makamál

Ein­hleypan: Grænkeri sem hrífst af hug­rekki

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rósa Líf er 34 ára hugsjónakona með gildin á hreinu. Hún fór nýverið í göngu í Dolomítunum og segist vera dellukona.
Rósa Líf er 34 ára hugsjónakona með gildin á hreinu. Hún fór nýverið í göngu í Dolomítunum og segist vera dellukona.

Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir dýravelferð. Hún er einhleypan á Vísi í þetta skiptið, segist vera svakaleg dellukona, hugrekki heillar en afstöðuleysi og eigingirni heilla ekki. Leyndur hæfileiki Rósu kemur á óvart. 

Hver er Rósa Líf? Það sem skilgreinir mig framar öðru og snertir alla fleti lífs mín er það að ég er grænkeri. Mín afstaða er sú að við eigum að virða rétt annara dýra til lífs án þjáninga og vanda okkur í að valda sem minnstum skaða með neyslu okkar. Ég er mikill dýravinur og það var mín leið inn í þessa hugsjón en ég er einnig formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Þar að auki er ég náttúruvísindanörd og líklega ein mesta Swifta (Taylor Swift aðdáandi) landsins.

Það er vart hægt að finna meiri dýravin en Rósu. 

Aldur? 34 ára

Starf? Hef starfað við rannsóknir síðustu 3 ár.

Menntun? Læknir

Áhugamál? Ég er svakaleg dellukona. Hestamennskan skipar stóran sess í mínu lífi og hef ég stundað hana frá 10 ára aldri. Mér þykir líka gaman að skíða, spila golf og nú undanfarið ár hef ég verið að uppgötva tennis. Í sumar gekk ég aðeins í Dólómítunum og nú er ég fallin fyrir slíkum ævintýrum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjörnufræði og á það til taka tímabil þar sem að ég er gjörsamlega hugfangin af geimfyrirbærum.

Gælunafn eða hliðarsjálf? Vinkonur mínar eiga það til að kalla mig Roselanka í einhverjum galsa.

Aldur í anda? Breytist frá degi til dags, stundum er ég 22 ára og stundum 92 ára.

Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Það kemur fyrir þegar ég er ein og er að skamma sjálfa mig fyrir eitthvað klúður

Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? 

Forvitin, réttsýn, þrautseig

Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Dásamlegu vinkonur mínar voru svo indælar velja þessi orð; klár, falleg, baráttukona.

Vinkonur Rósu segja hana klára, fallega og mikla baráttukonu. 

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er frekar fær fuglaeftirherma.

Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ég er minnug og hreinlát, klárlega svín!

Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Með Swift í eyrunum og dýrin í hjartanu.

Ertu A eða B týpa? Ég er mikill nátthrafn þannig að ég hlýt að vera B týpa.

Hvernig viltu eggin þín? Ég vil þau ekki.

Hvernig viltu kaffið þitt? Svart.

Guilty pleasure kvikmynd? Miss Americana en ég er laus við alla sektarkennd hvað þetta varðar.

Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Blank Space með Taylor Swift, söng alltaf “All the lonely Starbucks lovers” í stað “Got a long list of ex-lovers. Annars les ég yfirleitt texta yfir við fyrstu hlustun ef að lag hrífur mig því mér þykja þeir skipta miklu máli upp á að njóta tónlistarinnar.

Hvað ertu að hámhorfa á? 3 body problem í annað sinn.

Hvaða bók lastu síðast? Sápufuglinn.

Syngur þú í sturtu? Já því miður fyrir þá sem heyra.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að hlusta á tilgangslaust væl.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Tala við vel gert fólk um eitthvað af viðfangsefnum þráhyggju minnar.

Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Taylor Swift, Jane Goodall og Carl Sagan.

Hugrekki heillar Rósu. 

Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Adam Brody og Sophiu Bush.

Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Hugrekki, góðmennska, hæfni og ástríða. Mér finnst fólk sem er gott við dýr mjög heillandi og er það sérstakur plús ef manneskjan borðar þau ekki.

En óheillandi? Afstöðuleysi og eigingirni.

Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Röntgen.

Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Mér þykir Tiktok hættulega skemmtilegt en NASA appið og Swift Alert eru uppáhalds.

Ertu á stefnumótaforritum? Já.

Rósa er á stefnumótaöppum!

Draumastefnumótið? Göngutúr og gefandi samræður.

Hvað er ást? Þegar ég var ellefu ára gömul og fékk litla bróður minn í fangið í fyrsta sinn og ég hugsaði að ég myndi deyja þúsund sinnum fyrir þessa litlu veru sem ég var búin að þekkja í fimm mínútur. Hrein ást. Rómantísk ást er held ég sambland af töfrum og vinnu.

Ertu með einhvern bucket lista? Nei ekki beinlínis, frekar ákveðin lífsmarkmið um að gera gagn ásamt því að gera það sem ég get til þess að halda í heilsuna.

Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi hamingjusöm umkringd góðu fólki og dýrum.

Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Alveg pottþétt, en engar sem fá að líta dagsins ljós hér.


Tengdar fréttir

„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“

„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×