Einbeittur brotavilji Víkinga Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 16:37 Stígur Diljan Þórðarson tekur í spaðann á Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víkingi, eftir komuna í vetur. Víkingur Víkingar héldu í dag áfram að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, og mega því enn á ný búast við sekt frá KSÍ. Stígur Diljan Þórðarson, sem kom aftur heim til Víkings í vetur frá ítalska félaginu Triestina, er ekki kominn með félagaskipti og því ekki löglegur með Víkingum á Reykjavíkurmótinu. Þetta er þekkt vandamál hjá þátttökuliðum mótsins en félagaskiptaglugginn opnast ekki fyrr en 5. febrúar og er þá opinn í tólf vikur. Engu að síður hefur hann nú spilað þrjá leiki með Víkingum á Reykjavíkurmótinu, nú síðast í dag í 3-2 sigri gegn Leikni, samkvæmt Elvari Geir Magnússyni ritstjóra Fótbolta.net. Stígur Diljan kom inn á í dag og þar með var ljóst að Leikni yrði dæmdur sigur.Skjáskot/@elvargeir Það þýðir að Víkingum verður dæmt 3-0 tap í leiknum, rétt eins og í síðasta leik gegn Fjölni. Liðið tapaði 5-2 gegn KR og því voru þau úrslit látin standa þrátt fyrir að Stígur Diljan spilaði. Vegna leikjanna við Fjölni og KR voru Víkingar sektaðir um 60.000 krónur í hvort skipti, og má ætla að þeir verði sektaðir um 60.000 krónur til viðbótar vegna leiksins í dag. Það að láta Stíg Diljan spila á mótinu mun því samtals kosta félagið 180.000 krónur. Stórt tap KR sem spilar til úrslita Í öðrum leikjum dagsins vann ÍR 5-0 stórsigur gegn KR, í A-riðlinum sem Víkingur og Leiknir spila einnig í, en KR hafði þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með úrslitaleik. Í B-riðli gerðu Fram og Þróttur 2-2 jafntefli. Egill Otti Vilhjálmsson og Már Ægisson skoruðu mörk Fram sem missti Fred af velli með rautt spjald á 30. mínútu. Benóný Haraldsson jafnaði meti í 1-1 á 38. mínútu og Hlynur Þórhallsson jafnaði meti ní 2-2 á 71. mínútu. Þróttur endar því með fjögur stig en Fram eitt. Fylkir og Valur mætast í lokaleik B-riðils í kvöld og getur Fylkir með sigri náð efsta sætinu af Valsmönnum sem annars mæta KR í úrslitaleik mótsins. Víkingur Reykjavík KR ÍR Fram Þróttur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi. 15. janúar 2025 16:59 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Stígur Diljan Þórðarson, sem kom aftur heim til Víkings í vetur frá ítalska félaginu Triestina, er ekki kominn með félagaskipti og því ekki löglegur með Víkingum á Reykjavíkurmótinu. Þetta er þekkt vandamál hjá þátttökuliðum mótsins en félagaskiptaglugginn opnast ekki fyrr en 5. febrúar og er þá opinn í tólf vikur. Engu að síður hefur hann nú spilað þrjá leiki með Víkingum á Reykjavíkurmótinu, nú síðast í dag í 3-2 sigri gegn Leikni, samkvæmt Elvari Geir Magnússyni ritstjóra Fótbolta.net. Stígur Diljan kom inn á í dag og þar með var ljóst að Leikni yrði dæmdur sigur.Skjáskot/@elvargeir Það þýðir að Víkingum verður dæmt 3-0 tap í leiknum, rétt eins og í síðasta leik gegn Fjölni. Liðið tapaði 5-2 gegn KR og því voru þau úrslit látin standa þrátt fyrir að Stígur Diljan spilaði. Vegna leikjanna við Fjölni og KR voru Víkingar sektaðir um 60.000 krónur í hvort skipti, og má ætla að þeir verði sektaðir um 60.000 krónur til viðbótar vegna leiksins í dag. Það að láta Stíg Diljan spila á mótinu mun því samtals kosta félagið 180.000 krónur. Stórt tap KR sem spilar til úrslita Í öðrum leikjum dagsins vann ÍR 5-0 stórsigur gegn KR, í A-riðlinum sem Víkingur og Leiknir spila einnig í, en KR hafði þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með úrslitaleik. Í B-riðli gerðu Fram og Þróttur 2-2 jafntefli. Egill Otti Vilhjálmsson og Már Ægisson skoruðu mörk Fram sem missti Fred af velli með rautt spjald á 30. mínútu. Benóný Haraldsson jafnaði meti í 1-1 á 38. mínútu og Hlynur Þórhallsson jafnaði meti ní 2-2 á 71. mínútu. Þróttur endar því með fjögur stig en Fram eitt. Fylkir og Valur mætast í lokaleik B-riðils í kvöld og getur Fylkir með sigri náð efsta sætinu af Valsmönnum sem annars mæta KR í úrslitaleik mótsins.
Víkingur Reykjavík KR ÍR Fram Þróttur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi. 15. janúar 2025 16:59 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi. 15. janúar 2025 16:59