Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 14:31 Atli Guðnason í baráttu við gamla landsliðsmanninn Ólaf Inga Skúlason í einum af 285 leikjum sínum í efstu deild. vísir/bára FH-ingurinn Atli Guðnason, einn marka- og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, auglýsir eftir strákum á menntaskólaaldri á fótboltaæfingar. Um forvarnarverkefni er að ræða. Atli var gestur í Bítinu á Bylgjunni ásamt Silju Úlfarsdóttur sem aðstoðar hann í þessu verkefni. Tilgangurinn með því er að fá stráka á framhaldsskólaaldri (16-19 ára) til að mæta á fótboltaæfingar tvisvar í viku. Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem eru hættir eða ekki tilbúnir að stunda fótbolta af fullum krafti. „Ég er búinn að eiga svo mörg samtöl við fólk, bæði foreldra og unglinga sem eru hættir, en langaði kannski ekkert að hætta. Það eru eiginlega bara tvær leiðir í fótbolta. Annað hvort engin æfing eða afreksþjálfun. Nú erum við að bjóða upp á að unglingsdrengir geti komið tvisvar í viku og spilað fótbolta,“ sagði Atli í Bítinu. Silja Úlfarsdóttir, fyrrverandi afrekskona í spretthlaupi, aðstoðar Atla með verkefnið.vísir/vilhelm „Það er bara þessi gamli góði bumbubolti. Það er bara skipt í tvö lið og spilað. Bara hafa gaman, tilheyra hópi og komast út. Markmið verkefnisins er að hafa gaman.“ Atli segir ýmsar ástæður fyrir því að drengir hætta að æfa fótbolta. „Þeir hafa kannski ekki fundið fyrir trausti og það sé vilji fyrir að þú sért þarna. Það eru margir sem tala um að þeim sé ýtt til hliðar til að koma öðrum að. Það er stærsti hópurinn sem hættir sem finnur fyrir því,“ sagði Atli. Að sögn Silju er ekki einu sinni nauðsynlegt að hafa æft fótbolta til að mæta á æfingarnar. „Okkur langar bara að ná ungum strákum, byrjum á þeim því þetta er tilraunaverkefni, Við erum forvitin hvort við getum búið til eitthvað með þetta og vonandi geta önnur lið hermt eftir. Þetta er samt ekki á vegum FH en við erum bæði með tengingu við þá og fengum fría aðstöðu þar,“ sagði Silja. Atli vonast til að strákum á æfingunum fjölgi. „Það vantar hvatningu fyrir þessa drengi. Þeir eru kannski flestir ekki með sjálfstraustið í botni. Þeir sem hafa mætt eru kannski með mesta sjálfstraustið. Það vantar að hjálpa krökkunum af stað,“ sagði Atli. Atli varð sex sinnum Íslandsmeistari með FH.vísir/bára Hann segir að strákarnir á æfingunum sem hann stendur fyrir geti svo tekið næsta skref. Atli nefndi dæmi um þjálfara sem hafði samband við hann út af strák sem var á æfingum hjá honum. „Nú er einn búinn að fá símtal frá fyrrverandi þjálfara sem sendi á mig í gærkvöldi. Hann er kominn aftur í félag. Markmiðið er að koma þessum krökkum aftur af stað. Þetta er fyrsta skrefið. Ég hef alveg stærri drauma í þessu. Ég væri alveg til í að íþróttafélög hugsuðu um krakka til 22 ára; ekki bara átján ára og þá er þér hent út,“ sagði Atli. Æfingarnar eru sem fyrr sagði tvisvar í viku í Risanum í Kaplakrika, klukkan 19:00 á miðvikudögum og klukkan 12:00 á sunnudögum. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Framhaldsboltinn. Hlusta má á viðtalið við Atla og Silju í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn FH Bítið Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Atli var gestur í Bítinu á Bylgjunni ásamt Silju Úlfarsdóttur sem aðstoðar hann í þessu verkefni. Tilgangurinn með því er að fá stráka á framhaldsskólaaldri (16-19 ára) til að mæta á fótboltaæfingar tvisvar í viku. Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem eru hættir eða ekki tilbúnir að stunda fótbolta af fullum krafti. „Ég er búinn að eiga svo mörg samtöl við fólk, bæði foreldra og unglinga sem eru hættir, en langaði kannski ekkert að hætta. Það eru eiginlega bara tvær leiðir í fótbolta. Annað hvort engin æfing eða afreksþjálfun. Nú erum við að bjóða upp á að unglingsdrengir geti komið tvisvar í viku og spilað fótbolta,“ sagði Atli í Bítinu. Silja Úlfarsdóttir, fyrrverandi afrekskona í spretthlaupi, aðstoðar Atla með verkefnið.vísir/vilhelm „Það er bara þessi gamli góði bumbubolti. Það er bara skipt í tvö lið og spilað. Bara hafa gaman, tilheyra hópi og komast út. Markmið verkefnisins er að hafa gaman.“ Atli segir ýmsar ástæður fyrir því að drengir hætta að æfa fótbolta. „Þeir hafa kannski ekki fundið fyrir trausti og það sé vilji fyrir að þú sért þarna. Það eru margir sem tala um að þeim sé ýtt til hliðar til að koma öðrum að. Það er stærsti hópurinn sem hættir sem finnur fyrir því,“ sagði Atli. Að sögn Silju er ekki einu sinni nauðsynlegt að hafa æft fótbolta til að mæta á æfingarnar. „Okkur langar bara að ná ungum strákum, byrjum á þeim því þetta er tilraunaverkefni, Við erum forvitin hvort við getum búið til eitthvað með þetta og vonandi geta önnur lið hermt eftir. Þetta er samt ekki á vegum FH en við erum bæði með tengingu við þá og fengum fría aðstöðu þar,“ sagði Silja. Atli vonast til að strákum á æfingunum fjölgi. „Það vantar hvatningu fyrir þessa drengi. Þeir eru kannski flestir ekki með sjálfstraustið í botni. Þeir sem hafa mætt eru kannski með mesta sjálfstraustið. Það vantar að hjálpa krökkunum af stað,“ sagði Atli. Atli varð sex sinnum Íslandsmeistari með FH.vísir/bára Hann segir að strákarnir á æfingunum sem hann stendur fyrir geti svo tekið næsta skref. Atli nefndi dæmi um þjálfara sem hafði samband við hann út af strák sem var á æfingum hjá honum. „Nú er einn búinn að fá símtal frá fyrrverandi þjálfara sem sendi á mig í gærkvöldi. Hann er kominn aftur í félag. Markmiðið er að koma þessum krökkum aftur af stað. Þetta er fyrsta skrefið. Ég hef alveg stærri drauma í þessu. Ég væri alveg til í að íþróttafélög hugsuðu um krakka til 22 ára; ekki bara átján ára og þá er þér hent út,“ sagði Atli. Æfingarnar eru sem fyrr sagði tvisvar í viku í Risanum í Kaplakrika, klukkan 19:00 á miðvikudögum og klukkan 12:00 á sunnudögum. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Framhaldsboltinn. Hlusta má á viðtalið við Atla og Silju í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn FH Bítið Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira