Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. janúar 2025 13:33 Hera kom, sá og sigraði Söngvakeppnina í fyrra en enn á eftir að krýna sigurvegara þessa árs og fulltrúa Íslands í Eurovision. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í ár, þriðjudagskvöldið 13. maí. Dregið var um það í dag í hvaða undanúrslit keppendur landanna munu keppa í og auk þess var dregið um fyrri og seinni helming kvöldsins. Ljóst er eftir dráttinn að fulltrúi Íslands mun stíga á svið fyrri hluta kvöldsins. Svíþjóð og Noregur voru bæði á meðal þeirra Norðurlanda sem dregin voru til þess að keppa saman kvöld og Ísland. Þá var einnig dregið um það í hvorum undanúrslitinum fimm stóru löndin sem leggja keppninni mesta fjármuni fá að greiða sín atkvæði í. Sviss, sem sigurvegari í fyrra og Ítalía og Spánn fá að kjósa í riðli Íslands. Dregið verður síðar um nákvæma röð keppenda í undanúrslitunum. Eins og alþjóð veit á Ísland enn eftir að velja sér fulltrúa. Það verður gert í Söngvakeppninni sem fram fer þrjár helgar í röð í febrúar, fyrri undanúrslit þann 8. febrúar og þau síðari þann 15. febrúar. Úrslitin verða svo þann 22. febrúar og í þetta skiptið er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt og stigafjöldi símaatkvæða og dómnefnda ræður úrslitum. Dregið var um röðina á sérstökum viðburði í dag þar sem skipuleggjendur keppninnar í Malmö í fyrra afhentu skipuleggjendum í Basel skipulagningu keppninnar formlega. Fyrra undanúrslitakvöldið 13. maí. Seinna undanúrslitakvöldið 15. maí. Bretland, Ítalía, Frakkland, Spánn og Þýskaland komast sjálfkrafa í úrslit auk sigurvegara ársins í fyrra. Íbúar þar fá samt að kjósa á sitthvoru kvöldinu og var dregið um það hvaða kvöld það er. Tveir sigurvegarar gætu keppt sama kvöld og Ísland Svo gæti farið að tveir fyrrverandi Eurovision sigurvegarar muni stíga á svið á sama kvöldi og Ísland keppir. Það yrði annars vegar Mans Zelmerlow fyrir hönd Svíþjóðar fari svo að hann beri sigur úr býtum í sænsku undankeppninni Melodi Festivalen en hann kom, sá og sigraði Eurovision árið 2015 með Heroes. Hann snýr nú aftur í undankeppni með lagið Revolution en enn á eftir að svipta hulunni af laginu. Það yrði svo hinsvegar Bobbysocks fyrir hönd Noregs en tvíeykið tók síðast þátt í keppninni fyrir fjörutíu árum síðan. Þá sigruðu þær keppnina með La Det Swinge. Þær munu líklega berjast á banaspjótum í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix við glamrokkarana í Wig Wam sem einnig eiga endurkomu í keppnina. Þeir voru fulltrúar Noregs árið 2005 með lagið In My Dreams og slógu gjörsamlega í gegn á Íslandi og stigu meðal annars á svið í Smáralind í Kópavogi sama ár. Úrslit norsku undankeppninnar fara fram 15. febrúar en Svíar velja sér sinn fulltrúa þann 8. mars næstkomandi. Eurovision Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Ljóst er eftir dráttinn að fulltrúi Íslands mun stíga á svið fyrri hluta kvöldsins. Svíþjóð og Noregur voru bæði á meðal þeirra Norðurlanda sem dregin voru til þess að keppa saman kvöld og Ísland. Þá var einnig dregið um það í hvorum undanúrslitinum fimm stóru löndin sem leggja keppninni mesta fjármuni fá að greiða sín atkvæði í. Sviss, sem sigurvegari í fyrra og Ítalía og Spánn fá að kjósa í riðli Íslands. Dregið verður síðar um nákvæma röð keppenda í undanúrslitunum. Eins og alþjóð veit á Ísland enn eftir að velja sér fulltrúa. Það verður gert í Söngvakeppninni sem fram fer þrjár helgar í röð í febrúar, fyrri undanúrslit þann 8. febrúar og þau síðari þann 15. febrúar. Úrslitin verða svo þann 22. febrúar og í þetta skiptið er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt og stigafjöldi símaatkvæða og dómnefnda ræður úrslitum. Dregið var um röðina á sérstökum viðburði í dag þar sem skipuleggjendur keppninnar í Malmö í fyrra afhentu skipuleggjendum í Basel skipulagningu keppninnar formlega. Fyrra undanúrslitakvöldið 13. maí. Seinna undanúrslitakvöldið 15. maí. Bretland, Ítalía, Frakkland, Spánn og Þýskaland komast sjálfkrafa í úrslit auk sigurvegara ársins í fyrra. Íbúar þar fá samt að kjósa á sitthvoru kvöldinu og var dregið um það hvaða kvöld það er. Tveir sigurvegarar gætu keppt sama kvöld og Ísland Svo gæti farið að tveir fyrrverandi Eurovision sigurvegarar muni stíga á svið á sama kvöldi og Ísland keppir. Það yrði annars vegar Mans Zelmerlow fyrir hönd Svíþjóðar fari svo að hann beri sigur úr býtum í sænsku undankeppninni Melodi Festivalen en hann kom, sá og sigraði Eurovision árið 2015 með Heroes. Hann snýr nú aftur í undankeppni með lagið Revolution en enn á eftir að svipta hulunni af laginu. Það yrði svo hinsvegar Bobbysocks fyrir hönd Noregs en tvíeykið tók síðast þátt í keppninni fyrir fjörutíu árum síðan. Þá sigruðu þær keppnina með La Det Swinge. Þær munu líklega berjast á banaspjótum í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix við glamrokkarana í Wig Wam sem einnig eiga endurkomu í keppnina. Þeir voru fulltrúar Noregs árið 2005 með lagið In My Dreams og slógu gjörsamlega í gegn á Íslandi og stigu meðal annars á svið í Smáralind í Kópavogi sama ár. Úrslit norsku undankeppninnar fara fram 15. febrúar en Svíar velja sér sinn fulltrúa þann 8. mars næstkomandi.
Eurovision Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira