Íslenski boltinn

Ís­lands­meistararnir unnu Þungavigtarbikarinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Breiðablik er Íslandsmeistari og nú Þungavigtarbikarmeistari einnig.
Breiðablik er Íslandsmeistari og nú Þungavigtarbikarmeistari einnig.

Breiðablik er Þungavigtarbikarmeistari eftir 4-2 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik, öll sex mörkin voru skoruð í seinni hálfleik.

Sex lið úr Bestu deildinni tóku þátt í mótinu í ár. Leikið var í tveimur þriggja liða riðlum. Stjarnan vann sinn riðil með FH og Vestra. Breiðablik vann sinn riðil með ÍA og Aftureldingu.

Úrslitaleikurinn fór svo fram í kvöld í Skessunni í Hafnarfirði.

Óli Valur Ómarsson byrjaði á því að koma Breiðablik yfir á 46. mínútu, Höskuldur Gunnlaugsson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum skömmu síðar.

Stjarnan minnkaði muninn á 66. mínútu með marki Benedikts Warén, Emil Atlason jafnaði svo leikinn ellefu mínútum síðar.

En á 87. mínútu gripu Blikarnir Stjörnumenn í bólinu, unnu boltann og vippuðu svo yfir markmanninn sem stóð í slæmri stöðu. Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði svo í uppbótartíma og gulltrygði sigurinn, 4-2.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Öll mörkin munu verða birt á Vísi á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×