Róbert Orri semur við Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 17:21 Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, býður Róbert Orra Þorkelsson velkominn í félagið. Víkingur Róbert Orri Þorkelsson er kominn aftur heim til Íslands og spilar með Víkingum í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Víkingar segja frá því á miðlum sínum að Róbert Orri hafi skrifað undir þriggja ára samning eða út 2027 tímabilið. Róbert er 22 ára miðvörður sem spilaði síðast á Íslandi með Blikum sumarið 2021 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Róbert Orri fór fyrst til kanadíska félagsins CF Montréal í MLS-deildinni en var síðan lánaður til norska félagsins Konsvinger á síðasta sumar. Róbert er 186 sentimetra miðvörður sem kemur nú reynslunni ríkari eftir lærdómsrík og krefjandi ár í atvinnumennsku. Hann lék sextán leiki í Bestu deildinni með Breiðabliki, hann hefur leikið fjóra A-landsleiki og alls sautján leiki fyrir 21 árs landslið Íslands. Alls á Róbert Orri 44 leiki fyrir öll landslið Íslands. Fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Víking síðan að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni leikur því sömu stöðu og nýi þjálfari hans spilaði á sínum glæsta ferli. Sölvi ætti því að geta kennt honum eitthvað um þá stöðu. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) „Róbert er mjög spennandi ungur vinstri fótar hafsent sem getur leyst vinstri bakvörð líka. Hann er góður á boltann og með góða sendingagetu og við teljum hann vera kominn í besta umhverfi á landinu til að þróa sinn leik enn frekar. Við ætlumst til mikils af honum hér í Víkinni næstu árin,“ sagði Kári Árnason á miðlum Víkinga. „Róbert Orri er frábær leikmaður sem sýndi snemma hæfileika sína á Íslandi og fór ungur út í atvinnumennsku. Hann er mikill leiðtogi innan sem utan vallar sem sást vel í vali hans sem fyrirliða U-21 landsliðsins. Róbert er leikmaður sem gerir góðan hóp enn betri og við bindum miklar vonir við hann hér í Hamingjunni,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, á miðlum Víkinga. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Víkingar segja frá því á miðlum sínum að Róbert Orri hafi skrifað undir þriggja ára samning eða út 2027 tímabilið. Róbert er 22 ára miðvörður sem spilaði síðast á Íslandi með Blikum sumarið 2021 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Róbert Orri fór fyrst til kanadíska félagsins CF Montréal í MLS-deildinni en var síðan lánaður til norska félagsins Konsvinger á síðasta sumar. Róbert er 186 sentimetra miðvörður sem kemur nú reynslunni ríkari eftir lærdómsrík og krefjandi ár í atvinnumennsku. Hann lék sextán leiki í Bestu deildinni með Breiðabliki, hann hefur leikið fjóra A-landsleiki og alls sautján leiki fyrir 21 árs landslið Íslands. Alls á Róbert Orri 44 leiki fyrir öll landslið Íslands. Fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Víking síðan að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni leikur því sömu stöðu og nýi þjálfari hans spilaði á sínum glæsta ferli. Sölvi ætti því að geta kennt honum eitthvað um þá stöðu. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) „Róbert er mjög spennandi ungur vinstri fótar hafsent sem getur leyst vinstri bakvörð líka. Hann er góður á boltann og með góða sendingagetu og við teljum hann vera kominn í besta umhverfi á landinu til að þróa sinn leik enn frekar. Við ætlumst til mikils af honum hér í Víkinni næstu árin,“ sagði Kári Árnason á miðlum Víkinga. „Róbert Orri er frábær leikmaður sem sýndi snemma hæfileika sína á Íslandi og fór ungur út í atvinnumennsku. Hann er mikill leiðtogi innan sem utan vallar sem sást vel í vali hans sem fyrirliða U-21 landsliðsins. Róbert er leikmaður sem gerir góðan hóp enn betri og við bindum miklar vonir við hann hér í Hamingjunni,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, á miðlum Víkinga.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira