FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 14:50 Framarar þurfa að greiða úr sínum málum til þess að félagaskiptabanni verði aflétt, en það ætti að geta gengið hratt fyrir sig. vísir/Diego FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett bæði Fram og Gróttu í félagaskiptabann í að hámarki næstu þrjá félagaskiptaglugga. Félögin og KSÍ furða sig á samskiptaleysi af hálfu FIFA en ekki mun vera um alvarleg brot að ræða og talið auðleyst að losa félögin úr banni. Frá þessu var greint á vef 433.is í dag en hægt er að sjá lista FIFA yfir félög í félagaskiptabanni á sérstökum vef sambandsins sem tekinn var í notkun fyrir rúmu ári síðan. Samkvæmt því sem fram kemur á vef FIFA hófst bann Framara 29. janúar og bann Gróttu 31. janúar, og gildir það því að óbreyttu í komandi félagaskiptaglugga, sumarglugganum og svo aftur í félagaskiptaglugganum eftir rúmt ár. Hins vegar er ljóst að félögin geta bæði losnað úr banninu með því að gera upp þær skuldir sem FIFA telur að þeim beri að greiða. Búast má við að það gangi greiðlega í báðum tilvikum. Fram kemur á vef FIFA að Fram og Grótta séu komin í félagaskiptabann.Skjáskot/FIFA Registration bans Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst mál Framara um tveggja mánaða ógreidd laun til Venesúelabúans Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Til stendur að leysa málið fljótt. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, vill ekki gefa upp um hvað mál Gróttu snúist en segir það auðleyst. Hins vegar harmi hann nær algjört samskiptaleysi af hálfu FIFA. Gróttumenn fengu heldur ekki á neinu stigi málsins að setja fram sína málsvörn og bera þannig hönd fyrir höfuð sér. Gróttumenn, sem leika í 2. deild í sumar, virðast litlar upplýsingar hafa fengið frá FIFA áður en þeir voru komnir í félagaskiptabann.vísir/Diego „Þetta kemur okkur mjög mikið á óvart. Við vorum ekki búin að fá neina meldingu frá FIFA um að það væri eitthvað mál í gangi gegn okkur. Ef við skuldum einhverjum einhvers staðar þá gerum við það bara upp. Við höfum engar áhyggjur af þessu og leysum þetta bara, um leið og einhver frá FIFA svarar okkur,“ segir Þorsteinn. Samskiptaleysið virðist sömuleiðis vera á milli FIFA og KSÍ sem þó ætti að sjá til þess að banninu verði framfylgt. „Það sem okkur finnst sérstakt í þessu er að okkur hafi ekki verið tilkynnt neitt um þetta. Við höfum ekki aðgang að neinu og vitum ekki um hvað málið snýst,“ segir Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ. „Í fyrri málum af þessum toga höfum við alltaf verið upplýst, enda erum við beðin um að framfylgja banninu innanlands. Það hefur eitthvað klikkað í samskiptaboðleiðum á milli FIFA og KSÍ. Þess vegna hef ég sent FIFA bréf til að fá að vita hvort að félögin og við höfum verið upplýst, eftir leiðum sem mér er ekki kunnugt um,“ segir Haukur og vonast eftir svari frá FIFA bráðlega. Besta deild karla Fram Grótta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Frá þessu var greint á vef 433.is í dag en hægt er að sjá lista FIFA yfir félög í félagaskiptabanni á sérstökum vef sambandsins sem tekinn var í notkun fyrir rúmu ári síðan. Samkvæmt því sem fram kemur á vef FIFA hófst bann Framara 29. janúar og bann Gróttu 31. janúar, og gildir það því að óbreyttu í komandi félagaskiptaglugga, sumarglugganum og svo aftur í félagaskiptaglugganum eftir rúmt ár. Hins vegar er ljóst að félögin geta bæði losnað úr banninu með því að gera upp þær skuldir sem FIFA telur að þeim beri að greiða. Búast má við að það gangi greiðlega í báðum tilvikum. Fram kemur á vef FIFA að Fram og Grótta séu komin í félagaskiptabann.Skjáskot/FIFA Registration bans Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst mál Framara um tveggja mánaða ógreidd laun til Venesúelabúans Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Til stendur að leysa málið fljótt. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, vill ekki gefa upp um hvað mál Gróttu snúist en segir það auðleyst. Hins vegar harmi hann nær algjört samskiptaleysi af hálfu FIFA. Gróttumenn fengu heldur ekki á neinu stigi málsins að setja fram sína málsvörn og bera þannig hönd fyrir höfuð sér. Gróttumenn, sem leika í 2. deild í sumar, virðast litlar upplýsingar hafa fengið frá FIFA áður en þeir voru komnir í félagaskiptabann.vísir/Diego „Þetta kemur okkur mjög mikið á óvart. Við vorum ekki búin að fá neina meldingu frá FIFA um að það væri eitthvað mál í gangi gegn okkur. Ef við skuldum einhverjum einhvers staðar þá gerum við það bara upp. Við höfum engar áhyggjur af þessu og leysum þetta bara, um leið og einhver frá FIFA svarar okkur,“ segir Þorsteinn. Samskiptaleysið virðist sömuleiðis vera á milli FIFA og KSÍ sem þó ætti að sjá til þess að banninu verði framfylgt. „Það sem okkur finnst sérstakt í þessu er að okkur hafi ekki verið tilkynnt neitt um þetta. Við höfum ekki aðgang að neinu og vitum ekki um hvað málið snýst,“ segir Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ. „Í fyrri málum af þessum toga höfum við alltaf verið upplýst, enda erum við beðin um að framfylgja banninu innanlands. Það hefur eitthvað klikkað í samskiptaboðleiðum á milli FIFA og KSÍ. Þess vegna hef ég sent FIFA bréf til að fá að vita hvort að félögin og við höfum verið upplýst, eftir leiðum sem mér er ekki kunnugt um,“ segir Haukur og vonast eftir svari frá FIFA bráðlega.
Besta deild karla Fram Grótta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira