Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 15:05 Katie Cousins er öllum hnútum kunnug í Laugardalnum eftir að hafa spilað þar með Þrótti. VÍSIR/VILHELM Katie Cousins, einn besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta undanfarin ár, hefur samið um að snúa aftur til Þróttar og spila með liðinu á komandi leiktíð. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Katie skrifað undir samning við Þrótt sem gildir til næstu tveggja ára, með uppsagnarákvæði sem gildir í lok þessa árs. Katie var í lykilhlutverki hjá Val í fyrra þegar liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2. sæti Bestu deildarinnar. Fótbolti.net segir að forráðamenn Vals hafi reynt að semja við Katie að nýju en það hafi ekki tekist. Félagaskiptasérfræðingurinn Orri Rafn Sigurðarson greindi fyrstur frá brotthvarfi Katie á Twitter og sagði stjórn Vals hafa talið hana of dýra. Stórar fréttir úr íslenska kvennaboltanum. Valur ætlar að losa Katie Cousins frá félaginu og ekki endursemja við hana. Stjórn Vals taldi hana of dýra.Þjálfararnir vissu ekki af þessu. pic.twitter.com/op8iAeeUhG— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 4, 2025 Athygli vekur að samkvæmt skrifum Orra voru nýir þjálfarar Vals, Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson, ekki hafðir með í ráðum. Hann hefur nú leiðrétt það og skrifaði: „Þjálfararnir virðast hafa vitað af þessu eftir allt saman. Valur lét Katie bíða í næstum því mánuð eftir að klára málin eftir hún samþykkti að koma aftur til Vals þrátt fyrir að hafa tilboð frá Portúgal. Degi fyrir lok gluggans fær hún að vita að Valur ætli ekki að endursemja.“ Katie, sem er 28 ára gömul, er væntanleg til landsins og mun þá snúa aftur í Laugardalinn þar sem hún lék þegar hún kom fyrst til Íslands. Hún skoraði sjö mörk í 17 deildarleikjum á fyrstu leiktíð sinni með Þrótti í efstu deild, árið 2021, og lék einnig lykilhlutverk með liðinu árið 2023 áður en hún skipti svo yfir í Val fyrir síðustu leiktíð. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Katie skrifað undir samning við Þrótt sem gildir til næstu tveggja ára, með uppsagnarákvæði sem gildir í lok þessa árs. Katie var í lykilhlutverki hjá Val í fyrra þegar liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2. sæti Bestu deildarinnar. Fótbolti.net segir að forráðamenn Vals hafi reynt að semja við Katie að nýju en það hafi ekki tekist. Félagaskiptasérfræðingurinn Orri Rafn Sigurðarson greindi fyrstur frá brotthvarfi Katie á Twitter og sagði stjórn Vals hafa talið hana of dýra. Stórar fréttir úr íslenska kvennaboltanum. Valur ætlar að losa Katie Cousins frá félaginu og ekki endursemja við hana. Stjórn Vals taldi hana of dýra.Þjálfararnir vissu ekki af þessu. pic.twitter.com/op8iAeeUhG— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 4, 2025 Athygli vekur að samkvæmt skrifum Orra voru nýir þjálfarar Vals, Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson, ekki hafðir með í ráðum. Hann hefur nú leiðrétt það og skrifaði: „Þjálfararnir virðast hafa vitað af þessu eftir allt saman. Valur lét Katie bíða í næstum því mánuð eftir að klára málin eftir hún samþykkti að koma aftur til Vals þrátt fyrir að hafa tilboð frá Portúgal. Degi fyrir lok gluggans fær hún að vita að Valur ætli ekki að endursemja.“ Katie, sem er 28 ára gömul, er væntanleg til landsins og mun þá snúa aftur í Laugardalinn þar sem hún lék þegar hún kom fyrst til Íslands. Hún skoraði sjö mörk í 17 deildarleikjum á fyrstu leiktíð sinni með Þrótti í efstu deild, árið 2021, og lék einnig lykilhlutverk með liðinu árið 2023 áður en hún skipti svo yfir í Val fyrir síðustu leiktíð.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira