Kultida Woods, móðir Tigers, féll frá í gær en ekki er langt síðan að hún var viðstödd viðureign sonar síns á hinu nýja TGL móti sem Tiger, ásamt fleirum stendur fyrir.
Tiger segist ekki myndu hafa náð þeim árangri sem hann hefur þó náð á sínum ferli ef ekki væri fyrir móður hans. Hún hafi veitt honum mikinn stuðning í gegnum lífið.
„Það er með mikilli sorg sem ég greini frá því að elskuleg móðir mín, Kultida Woods, er fallinn frá,“ skrifar Tiger í færslu á samfélagsmiðlum en faðir hans, Earl, féll frá árið 2006.
„Mamma var náttúruundur. Kraftur hennar óumdeilanlegur. Hún var fljót að bregðast við hvers kyns aðstæðum og hressa mann við. Minn stærsti aðdáandi og mesti stuðningsmaður. Án hennar hefði ég ekki afrekað neitt.“