Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 07:36 Dagur Sigurðsson er afskaplega hrifinn af króatísku þjóðinni og aðdáunin er gagnkvæm eins og króatíski herinn undirstrikaði. Skjáskot/RTL/Króatíska varnarmálaráðuneytið Á meðal þeirra sem lýst hafa mikilli ánægju sinni með störf Dags Sigurðssonar sem þjálfara króatíska handboltalandsliðsins er króatíski herinn sem sendi honum fallega kveðju. Dagur, sem er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra króatíska handboltalandsliðinu, stýrði liðinu til silfurverðlauna á HM en þessi magnaða íþróttaþjóð hafði þá verið án verðlauna á stórmótum í handbolta síðan 2016. Lúðrasveit króatíska hersins lét ekki sitt eftir liggja, í fögnuði yfir árangrinum, og spilaði íslenska þjóðsönginn í kveðju sem króatíska varnarmálaráðuneytið hefur birt á samfélagsmiðlum. Með myndbandinu á Facebook stendur: „Við færum króatíska handboltalandsliðinu og hinum frábæra þjálfara Degi Sigurðssyni okkar bestu þakkir fyrir að gera okkur stolt að nýju! Króatíski herinn þakkar fyrir sig með því að spila íslenska þjóðsönginn til heiðurs þjálfaranum okkar.“ Dagur Sigurðsson🇮🇸♥️🇭🇷Čovjek koji je više Hrvat🇭🇷 od barem 20% onih koji drže hrvatsku putovnicu. Gospodinu Sigurðssonu i ponosnom narodu Islanda🇮🇸 HRVATSKA VOJSKA ukazala je posebnu čast izvođenjem himne🎼 Islanda! SAMBAND OKKAR ER SÉRSTÖK!♥️@PresidentISL pic.twitter.com/59z1XFT4EP— Amor Patriae 🇭🇷🦅◻️🟥◻️ (@RegnumCroatorum) February 3, 2025 Blásið var til mikillar hátíðar í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hinar hetjurnar sneru heim frá Noregi eftir úrslitaleikinn við Danmörku - annan af aðeins tveimur leikjum sem Króatía tapaði á HM. Þotur frá króatíska hernum fylgdu hópnum síðasta spölinn til Zagreb. Samkvæmt króatískum miðlum voru um 40.000 manns á torginu auk þess sem bein sjónvarpsútsending var frá hátíðinni. Dagur ávarpaði fjöldann og sagðist elska alla og sagði einnig léttur: „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ Þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Á samfélagsmiðlum má einnig sjá mikla ánægju með Dag og kallað hefur verið eftir því að hann fái króatískan ríkisborgararétt sem fyrst. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu og nefnt að liðið þurfi að vera upp á sitt besta þegar kemur að næstu Ólympíuleikum, sem haldnir verða í Los Angeles árið 2028. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Dagur, sem er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra króatíska handboltalandsliðinu, stýrði liðinu til silfurverðlauna á HM en þessi magnaða íþróttaþjóð hafði þá verið án verðlauna á stórmótum í handbolta síðan 2016. Lúðrasveit króatíska hersins lét ekki sitt eftir liggja, í fögnuði yfir árangrinum, og spilaði íslenska þjóðsönginn í kveðju sem króatíska varnarmálaráðuneytið hefur birt á samfélagsmiðlum. Með myndbandinu á Facebook stendur: „Við færum króatíska handboltalandsliðinu og hinum frábæra þjálfara Degi Sigurðssyni okkar bestu þakkir fyrir að gera okkur stolt að nýju! Króatíski herinn þakkar fyrir sig með því að spila íslenska þjóðsönginn til heiðurs þjálfaranum okkar.“ Dagur Sigurðsson🇮🇸♥️🇭🇷Čovjek koji je više Hrvat🇭🇷 od barem 20% onih koji drže hrvatsku putovnicu. Gospodinu Sigurðssonu i ponosnom narodu Islanda🇮🇸 HRVATSKA VOJSKA ukazala je posebnu čast izvođenjem himne🎼 Islanda! SAMBAND OKKAR ER SÉRSTÖK!♥️@PresidentISL pic.twitter.com/59z1XFT4EP— Amor Patriae 🇭🇷🦅◻️🟥◻️ (@RegnumCroatorum) February 3, 2025 Blásið var til mikillar hátíðar í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hinar hetjurnar sneru heim frá Noregi eftir úrslitaleikinn við Danmörku - annan af aðeins tveimur leikjum sem Króatía tapaði á HM. Þotur frá króatíska hernum fylgdu hópnum síðasta spölinn til Zagreb. Samkvæmt króatískum miðlum voru um 40.000 manns á torginu auk þess sem bein sjónvarpsútsending var frá hátíðinni. Dagur ávarpaði fjöldann og sagðist elska alla og sagði einnig léttur: „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ Þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Á samfélagsmiðlum má einnig sjá mikla ánægju með Dag og kallað hefur verið eftir því að hann fái króatískan ríkisborgararétt sem fyrst. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu og nefnt að liðið þurfi að vera upp á sitt besta þegar kemur að næstu Ólympíuleikum, sem haldnir verða í Los Angeles árið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira