Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. febrúar 2025 21:41 Haukakonur hafa verið að gera góða hluti heima og í Evrópukeppni. Vísir/Anton Brink Haukar unnu í kvöld öruggan níu marka sigur á Selfossi á Ásvöllum, lokatölur 29-20. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var sátt með sitt lið sem á erfitt verkefni fyrir höndum um helgina í Tékklandi. Haukar hófu leikinn gríðarlega vel og var staðan 7-1 eftir um 13. mínútur. Díana vill þakka varnarleiknum og þessari byrjun fyrir það að Haukar náðu í stigin tvö í kvöld. „Það var fyrst og fremst hvernig við byrjuðum og varnarleikurinn. Það var bara geggjaður varnarleikur, við vorum búin að fá á okkur tvö mörk eftir 14. mínútur en svo er náttúrulega eðlilegt að við missum aðeins dampinn. Sara [Sif Helgadóttir] geggjuð fyrir aftan, en það var fyrst og fremst það hvernig við byrjuðum leikinn og vörnin.“ Haukar hófu síðari hálfleikinn einnig af miklum krafti. Díana segist ekki hafa neina útskýringu á því af hverju liðið hóf báða hálfleika jafnvel og raun bar vitni. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Nei, en við eigum það til að byrja seinni hálfleikinn illa og erum að reyna snúa því við og erum kannski á þessum tímapunkti að hugsa aðeins meira um okkur, hvernig við ætlum að bæta okkur heldur en hvað aðrir eru að gera.“ Díana var afar sátt með framlag allra sinna leikmanna í kvöld sérstaklega í ljósi þess að mikill álagstími er að hefjast hjá liðinu. Liðið á leik í Evrópubikarnum um helgina og svo er liðið einnig komið áfram í Powerade bikarnum og í harðri baráttu í Olís-deildinni. „Við erum að fara út á föstudaginn í Evrópukeppni í erfiðan leik, en það sem var líka ótrúlega gott í þessum leik var að margir leikmenn sem skiluðu einhverju í dag sem hafa kannski verið eitthvað taugaveiklaðir í leikjunum á undan eða eitthvað. Inga Dís er að koma geggjuð inn í dag, Thelma [Melsted Björgvinsdóttir], Berglind [Benediktsdóttir] náttúrulega varnarlega, rosalega mikilvægt að hafa svona póst til þess að setja inn á varnarlega. Þannig að það voru margar. Þetta var bara svona liðheildardæmi og margar að skila miklu, bara frábært sko.“ „Mér fannst frábært hvernig stelpurnar mættu í dag, miðað við að við erum að fara út á föstudag. Við erum svolítið að vinna með það að við erum ekkert komnar lengra en það að við þurfum bara að hugsa um okkur og einn leik og einn dag í einu. Meðan við náum að fókúsera á það þá náum við allavegana að skila góðum hlut. Frábært fram undan og vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra.“ Þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti Haukar mæta Hazena Kynzvart út í Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Díana segir að um sterkt lið sé um að ræða en telur helmingslíkur á því að Haukar fari áfram í undanúrslit keppninnar. „Ég myndi bara segja að þetta verður erfitt, þetta er fiffty-fiffty myndi ég segja. Við erum búin að sjá aðeins af þessu liði. Þetta er mjög sterkt lið, en þetta er bara ævintýri og við förum bara full tilhlökkunar út til Tékklands á föstudaginn og bara gerum okkar besta og eigum svo heimaleikinn viku seinna, en við eigum náttúrulega Stjörnuna á milli, þannig að það er full dagskrá hjá okkur og þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Haukar hófu leikinn gríðarlega vel og var staðan 7-1 eftir um 13. mínútur. Díana vill þakka varnarleiknum og þessari byrjun fyrir það að Haukar náðu í stigin tvö í kvöld. „Það var fyrst og fremst hvernig við byrjuðum og varnarleikurinn. Það var bara geggjaður varnarleikur, við vorum búin að fá á okkur tvö mörk eftir 14. mínútur en svo er náttúrulega eðlilegt að við missum aðeins dampinn. Sara [Sif Helgadóttir] geggjuð fyrir aftan, en það var fyrst og fremst það hvernig við byrjuðum leikinn og vörnin.“ Haukar hófu síðari hálfleikinn einnig af miklum krafti. Díana segist ekki hafa neina útskýringu á því af hverju liðið hóf báða hálfleika jafnvel og raun bar vitni. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Nei, en við eigum það til að byrja seinni hálfleikinn illa og erum að reyna snúa því við og erum kannski á þessum tímapunkti að hugsa aðeins meira um okkur, hvernig við ætlum að bæta okkur heldur en hvað aðrir eru að gera.“ Díana var afar sátt með framlag allra sinna leikmanna í kvöld sérstaklega í ljósi þess að mikill álagstími er að hefjast hjá liðinu. Liðið á leik í Evrópubikarnum um helgina og svo er liðið einnig komið áfram í Powerade bikarnum og í harðri baráttu í Olís-deildinni. „Við erum að fara út á föstudaginn í Evrópukeppni í erfiðan leik, en það sem var líka ótrúlega gott í þessum leik var að margir leikmenn sem skiluðu einhverju í dag sem hafa kannski verið eitthvað taugaveiklaðir í leikjunum á undan eða eitthvað. Inga Dís er að koma geggjuð inn í dag, Thelma [Melsted Björgvinsdóttir], Berglind [Benediktsdóttir] náttúrulega varnarlega, rosalega mikilvægt að hafa svona póst til þess að setja inn á varnarlega. Þannig að það voru margar. Þetta var bara svona liðheildardæmi og margar að skila miklu, bara frábært sko.“ „Mér fannst frábært hvernig stelpurnar mættu í dag, miðað við að við erum að fara út á föstudag. Við erum svolítið að vinna með það að við erum ekkert komnar lengra en það að við þurfum bara að hugsa um okkur og einn leik og einn dag í einu. Meðan við náum að fókúsera á það þá náum við allavegana að skila góðum hlut. Frábært fram undan og vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra.“ Þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti Haukar mæta Hazena Kynzvart út í Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Díana segir að um sterkt lið sé um að ræða en telur helmingslíkur á því að Haukar fari áfram í undanúrslit keppninnar. „Ég myndi bara segja að þetta verður erfitt, þetta er fiffty-fiffty myndi ég segja. Við erum búin að sjá aðeins af þessu liði. Þetta er mjög sterkt lið, en þetta er bara ævintýri og við förum bara full tilhlökkunar út til Tékklands á föstudaginn og bara gerum okkar besta og eigum svo heimaleikinn viku seinna, en við eigum náttúrulega Stjörnuna á milli, þannig að það er full dagskrá hjá okkur og þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn