Íslenski boltinn

Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Rúnar Bjarnason var á skotskónum í fyrri hálfleik á Selfossi í kvöld.
Andri Rúnar Bjarnason var á skotskónum í fyrri hálfleik á Selfossi í kvöld. @stjarnanfc

Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir Stjörnuna í kvöld þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Selfossi í Lengjubikar karla en leikurinn fór fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Andri Rúnar gekk til liðs við Stjörnuna frá Vestra í vetur og hann er heldur betur að byrja vel í Garðabænum.

Öll mörk Andra Rúnars komu í fyrri hálfleik en Stjarnan var 4-0 yfir í hálfleik.

Andri Rúnar skoraði mörkin sín á 2., 22. og 44. mínútu. Jón Hrafn Barkarson kom Stjörnunni í 3-0 á 28. mínútu.

Emil Atlason kom inn á fyrir Andra Rúnar á 55. mínútu og skoraði fimmta markið á 71. mínútu. Haukur Örn Brink innsiglaði sigurinn með sjötta markinu á 85. mínútu.

Þetta var annar leikur og annar sigur Stjörnunnar í Lengjubikarnum en liðið vann fyrst 3-2 sigur á ÍBV þar sem Emil skoraði líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×