Labbitúr er nýtt hlaðvarp þar sem Halli fer einmitt í labbitúr með skapandi einstaklingum. Í þessum þætti fara þau Lilja um víðan völl og ræða meðal annars listina á bak við sköpun á einstökum ilm og hvernig hugmyndin af þessu öllu saman átti sér stað.
Lilja ásamt systkinum sínum og mökum rekur fjölskyldufyrirtækið sem er ilmsmiðja á heimsmælikvarða og býður svo kallaðar ilmupplifanir í verslun þeirra við Fischersundi 3 í miðbæ Reykjavíkur.
Alltaf með nefið í koppi hvers annars
Hugmynd systkinanna um að gera eitthvað saman hafði blundað lengi í þeim öllum en kveikjan kom frá áhugamáli Jónsa bróður hennar sem er jafnan þekktur sem Jónsi í Sigurrós.
„Það var alltaf þannig að Jónsi var bara að búa til þessa ilmi og það vissi enginn af því en hann var alltaf að leyfa okkur systrunum að þefa af þeim.“

Einn ilmurinn náði sérstaklega til þeirra systra og kom boltanum af stað, ilmur sem Lilja segir hafa talað til sín.
„Við erum miklir vinir og alltaf með nefið í koppi hvers annars. Það hefur alltaf verið draumur að gera eitthvað saman. Við erum öll með þessa mismunand reynslu, höfum sett hana saman í pott og gert eitthvað skemmtilegt.“
Vildu upphefja skammdegið
Lilja er sjálf menntaður ljósmyndari frá Konunglega Listaháskólanum í Hollandi, Sigurrós Elín er tónlistarmaður, Ingibjörg er útskrifuð frá myndlistadeild í Háskóla Íslands og Jónsi hefur gert garðinn frægann með hljómsveitinni Sigurrós, sem er einmitt nefnd eftir systur hans.

Þessi listræni bakgrunnur er kjarninn í vörumerki þeirra en systkinin leggja mikið úr heildrænni upplifun fyrir skynfærin með því að para ilmina með sjón- og tónverkum.
Halli sem sjálfur vann lengi sem hönnuðu spurði Lilju um notkun þeirra á svörtum lit sem litar verslun þeirra og er grunnlitur í vörumerkinu.
„Ég oft fengið þessa spurningu, þið eruð ótrúlega fá á Íslandi en það eru ótrúlega margir skapandi einstaklingar á Íslandi, hvað er það?“
Lilja hefur orð á því að við megum þakka einangruninni, myrkrinu og kuldanum. Sköpunargleðin komi sem mótsvar til lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið. Svarti liturinn sé því tilkomin af myrkrinu sem er einmitt það fyrsta sem hún setur á blað til að láta litina „poppa“.
Lykt alveg rosalega persónuleg
Ólíkt tónlist sem oft dregur fólk á svipaðar slóðir er lykt mjög persónuleg að sögn Halla í hlaðvarpinu, Lilja er sammála og talar um það hafi komið henni á óvart hvað lykt er alþjóðlegt tungumál.
„Ilmur okkar allra er ótrúlega persónulegur. Eins og þessi Númer 23 er innblásinn af gömlu Reykjavík og það er einmitt annar ilmur, Númer 8, sem er innblásinn af æskuminningum okkar af því að alast upp í Mosfellssveit.
Þetta eru alveg ótrúlega persónulegar minningar en það er svo gaman að heyra að fólk alls staðar úr heiminum tengir við ilmi. Kannski ekki á nákvæmlega sama hátt en eins og maður segir ilmur af nýslegnu grasi er einhvern veginn alls staðar eins.“
Fischersund hefur nú þegar náð frábærum árangri og halda ótrauð áfram með viðburði bæði innan sem utan landsteina. Fjölskyldufyrirtækið selur vörur sínar í 68 verslunum í fjórum heimsálfum en nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni þeirra hér.
Þátturinn í heild sinni finnst á öllum helstu hlaðvarpsveitum og einnig hér.