Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 07:31 Aron Kristjánsson hefur stýrt landsliði Barein nú um árabil Vísir/Ívar „Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri,“ segir Aron Kristjánsson handboltaþjálfari sem er svo til nýkominn af ansi viðburðaríku og ævintýralegu HM í handbolta sem landsliðsþjálfari Barein. Það gæti hafa verið hans síðasta stórmót í starfi þar. Landslið Barein er í ákveðnum uppbyggingarfasa og átti að spila á yngri mönnum á HM en undirbúningur mótsins gekk ekki áfallalaust hjá Aroni sem missti út sex leikmenn, flesta byrjunarliðsmenn. Þá var skipulagið á ferðalagi og veru liðsins á HM ekki eins og best verður á kosið. „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér í skipulaginu á því,“ segir Aron í samtali við íþróttadeild. „Ég held að við höfum ferðast um hálfa Evrópu og það eyðilagði undirbúningsdagana, fækkaði æfingardögunum sem við hefðum geta nýtt okkur til að koma þessum unga og reynda mannskap aðeins saman. Okkur fannst við vera á ágætis leið þegar að við unnum Katar í tveimur æfingaleikjum í byrjun janúar. Svo förum við til Danmerkur og þá eru þessir ungu og óreyndu slegnir niður á jörðina í tveimur æfingaleikjum á móti gríðarlega sterku dönsku liði.“ Úr leik Barein við silfurlið Króata á HMVísir/Getty „Ýmislegt sem ég var ósáttur með“ Svo gekk ýmislegt á við komuna til Króatíu þar sem að liðið spilaði á HM. „Það var ekki Halal matur á hótelinu, þeir lentu í smá svikum af ákveðnum umboðsmanni sem var að skipuleggja þetta fyrir þá. Þeim er vorkunn með það en þetta gerði það samt að verkum að þetta setti okkur í mjög erfiða stöðu.“ Vandræðin utan vallar ekki að hjálpa til með að byggja upp stemninguna á stórmótinu sjálfu. „Það var ýmislegt sem ég var ósáttur með. Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri í staðinn fyrir að gera það sem að ég bað um. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það.“ Þrátt fyrir allt það sem gekk á var Barein ekki langt frá því að komast í milliriðla mótsins en endaði á að fara í Forsetabikarinn. Hart tekist áVísir/Getty Búinn að mynda sér skoðun á framhaldinu fyrir mót Samningur Arons við handknattleikssamband Barein er runnin út og óvist hvort framhald verði á samstarfinu. „Ég var nú eiginlega búinn að mynda mér skoðun fyrir mót á því hvað ég ætla að gera í þessu samhengi en vildi fyrst klára það með þeim áður en ég gef eitthvað út varðandi það. Þeir gengu aðeins fram af mér fyrir þetta mót. Þetta hefur verið fínn tími, verið mjög skemmtilegt og við náð mjög góðum árangri. Aron hvetur sína menn áfram frá hliðarlínunniVísir/Getty „Fórum á Ólympíuleika með liðið og náum áttunda sæti þar, náum sextánda sæti á síðasta HM, búnir að vinna til margra verðlauna á Asíumótum, silfur og bronsverðlaun. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, nú er bara að koma heim, draga andann og klára þessi mál með þeim.“ En ég ræð það svona á orðum þínum að það sé kannski von á breytingu. Þú vilt ekki gefa neitt út um það? „Ég vil ekki gefa neitt út. Það gæti hugsast.“ HM karla í handbolta 2025 Barein Íslendingar erlendis Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Landslið Barein er í ákveðnum uppbyggingarfasa og átti að spila á yngri mönnum á HM en undirbúningur mótsins gekk ekki áfallalaust hjá Aroni sem missti út sex leikmenn, flesta byrjunarliðsmenn. Þá var skipulagið á ferðalagi og veru liðsins á HM ekki eins og best verður á kosið. „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér í skipulaginu á því,“ segir Aron í samtali við íþróttadeild. „Ég held að við höfum ferðast um hálfa Evrópu og það eyðilagði undirbúningsdagana, fækkaði æfingardögunum sem við hefðum geta nýtt okkur til að koma þessum unga og reynda mannskap aðeins saman. Okkur fannst við vera á ágætis leið þegar að við unnum Katar í tveimur æfingaleikjum í byrjun janúar. Svo förum við til Danmerkur og þá eru þessir ungu og óreyndu slegnir niður á jörðina í tveimur æfingaleikjum á móti gríðarlega sterku dönsku liði.“ Úr leik Barein við silfurlið Króata á HMVísir/Getty „Ýmislegt sem ég var ósáttur með“ Svo gekk ýmislegt á við komuna til Króatíu þar sem að liðið spilaði á HM. „Það var ekki Halal matur á hótelinu, þeir lentu í smá svikum af ákveðnum umboðsmanni sem var að skipuleggja þetta fyrir þá. Þeim er vorkunn með það en þetta gerði það samt að verkum að þetta setti okkur í mjög erfiða stöðu.“ Vandræðin utan vallar ekki að hjálpa til með að byggja upp stemninguna á stórmótinu sjálfu. „Það var ýmislegt sem ég var ósáttur með. Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri í staðinn fyrir að gera það sem að ég bað um. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það.“ Þrátt fyrir allt það sem gekk á var Barein ekki langt frá því að komast í milliriðla mótsins en endaði á að fara í Forsetabikarinn. Hart tekist áVísir/Getty Búinn að mynda sér skoðun á framhaldinu fyrir mót Samningur Arons við handknattleikssamband Barein er runnin út og óvist hvort framhald verði á samstarfinu. „Ég var nú eiginlega búinn að mynda mér skoðun fyrir mót á því hvað ég ætla að gera í þessu samhengi en vildi fyrst klára það með þeim áður en ég gef eitthvað út varðandi það. Þeir gengu aðeins fram af mér fyrir þetta mót. Þetta hefur verið fínn tími, verið mjög skemmtilegt og við náð mjög góðum árangri. Aron hvetur sína menn áfram frá hliðarlínunniVísir/Getty „Fórum á Ólympíuleika með liðið og náum áttunda sæti þar, náum sextánda sæti á síðasta HM, búnir að vinna til margra verðlauna á Asíumótum, silfur og bronsverðlaun. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, nú er bara að koma heim, draga andann og klára þessi mál með þeim.“ En ég ræð það svona á orðum þínum að það sé kannski von á breytingu. Þú vilt ekki gefa neitt út um það? „Ég vil ekki gefa neitt út. Það gæti hugsast.“
HM karla í handbolta 2025 Barein Íslendingar erlendis Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira