Sigurinn kemur Fram upp fyrir Hauka í 2. sæti deildarinnar en bæði lið eru með 24 stig, sex stigum á eftir toppliði Vals sem hefur leikið einum leik meira. Selfoss er í 4. sætinu með 13 stig.
Selfyssingar gerðu vel í að éta upp forskot Fram þegar leið á seinni hálfleikinn, eftir að hafa verið átta mörkum undir, 23-15, þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Gestunum tókst að jafna metin í 27-27 þegar enn voru rúmar fjórar mínútur eftir og liðin skiptust svo á að skora. Sigurmark Fram skoraði Kristrún Steinþórsdóttir, gegn sínu gamla félagi, þegar enn voru tæpar fimmtíu sekúndur eftir.
Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst hjá Fram með átta mörk og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sex. Hjá Selfossi var Hulda Dís Þrastardóttir markahæst með átta mörk og Harpa Valey Gylfadóttir skoraði sex.