Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2025 10:01 Gylfi Þór í leik með Valsmönnum. vísir/hulda margrét Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. Fyrst var það Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, í pistli sem hann birti á stuðningsmannasíðu félagsins þar sem hann vildi útskýra af hverju félagið hefði ákveðið að selja Gylfa. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ ritaði Björn Steinar meðal annars. Íþróttadeild heyrði síðan í Styrmi Þór Bragasyni, varaformanni knattspyrnudeildar, og frammistaða Gylfa í þessum leik gegn ÍA var honum einnig hugleikin. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn eru mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ sagði Styrmir. „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram.“ Íþróttadeild tók Styrmi á orðinu og grandskoðaði leikinn. Gylfi átti vissulega mjög slakan leik með fyrirliðabandið á hendinni. Það má líka sjá örfá atvik í leiknum þar sem hann virðist gefast upp eða gera hlutina með hangandi hendi. Það er ekki í takt við þann Gylfa sem við þekkjum þar sem vinnusemi er oftar en ekki hans aðalsmerki. Svo hefur því verið fleygt að hann hafi neitað að taka vítaspyrnuna sem Valur fékk í leiknum. Nokkrum mínútum síðar er hann tekinn af velli. Þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, ræðir stuttlega við Gylfa er hann kemur af velli í stað þess að taka í hönd hans. Hann krossleggur síðan hendur og virkar ósáttur. Í klippunni hér að neðan má sjá það sem helsta sem stakk í stúf við frammistöðu Gylfa í leiknum sem reyndist vera kveðjuleikur hans í búningi Vals. Dæmi hver fyrir sig hvort hann sýndi félaginu og liðsfélögum sínum vanvirðingu með frammistöðu sinni í leiknum líkt og forráðamenn Vals halda fram. Klippa: Lokaleikur Gylfa í Valstreyjunni Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Fyrst var það Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, í pistli sem hann birti á stuðningsmannasíðu félagsins þar sem hann vildi útskýra af hverju félagið hefði ákveðið að selja Gylfa. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ ritaði Björn Steinar meðal annars. Íþróttadeild heyrði síðan í Styrmi Þór Bragasyni, varaformanni knattspyrnudeildar, og frammistaða Gylfa í þessum leik gegn ÍA var honum einnig hugleikin. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn eru mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ sagði Styrmir. „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram.“ Íþróttadeild tók Styrmi á orðinu og grandskoðaði leikinn. Gylfi átti vissulega mjög slakan leik með fyrirliðabandið á hendinni. Það má líka sjá örfá atvik í leiknum þar sem hann virðist gefast upp eða gera hlutina með hangandi hendi. Það er ekki í takt við þann Gylfa sem við þekkjum þar sem vinnusemi er oftar en ekki hans aðalsmerki. Svo hefur því verið fleygt að hann hafi neitað að taka vítaspyrnuna sem Valur fékk í leiknum. Nokkrum mínútum síðar er hann tekinn af velli. Þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, ræðir stuttlega við Gylfa er hann kemur af velli í stað þess að taka í hönd hans. Hann krossleggur síðan hendur og virkar ósáttur. Í klippunni hér að neðan má sjá það sem helsta sem stakk í stúf við frammistöðu Gylfa í leiknum sem reyndist vera kveðjuleikur hans í búningi Vals. Dæmi hver fyrir sig hvort hann sýndi félaginu og liðsfélögum sínum vanvirðingu með frammistöðu sinni í leiknum líkt og forráðamenn Vals halda fram. Klippa: Lokaleikur Gylfa í Valstreyjunni
Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira