„Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 10:01 Feðgarnir Sigursteinn Arndal og Brynjar Narfi Arndal sjást hér saman í Kaplakrikanum þar sem þeir hafa eytt svo miklum tíma saman. Vísir/Ívar Hann varð yngsti leikmaðurinn í sögunni til að stíga á parketið í efstu deild í handbolta. Brynjar Narfi Arndal er aðeins fjórtán ára og stefnir alla leið í sportinu. Í síðustu viku vann FH stórsigur á Fjölni í Olís deild karla, 38-22. Inn á völlinn kom Brynjar Narfi sem er sonur þjálfarans Sigursteins Arndal. Strákurinn þykir eitt mesta efni sem við Íslendingum eigum. Hann er fæddur 30. júní 2010 eða löngu eftir hrun en er engu að síður farinn að spila í efstu deild. Stefán Árni Pálsson hitti Brynjar Narfa og faðir hans Sigurstein á heimavelli þeirra í Kaplakrika þar sem þeir hafa eytt svo mörgum dögum og kvöldum á ævi stráksins. Voru búnir að huga og ræða þetta „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum búnir að hugsa þetta og ræða þetta í Krikanum. Bæði ég og mínir menn. Það er ekkert leyndarmál að við höfum við að glíma við meiðsli og svona. Narfi hefur verið að æfa með okkur eftir því sem við hefur átt,“ sagði Sigursteinn. „Við erum mjög uppteknir af því að passa upp á álagið á honum líka og gerum okkur grein fyrir kennitölunni. Hann hefur líka staðið sig vel og núna er bara staðan sú að hann er kominn inn í þennan hóp eins og meiðslastaðan er hjá okkur,“ sagði Sigursteinn. „Þá bara treystum við okkar fólki. Það var ekkert eitthvað stórt vesen,“ sagði Sigursteinn um að senda kornungan drenginn sinn út á gólfið meðal fullvaxinna karlmanna. Gaman en auðvitað smá stress „Þetta var gaman en auðvitað fylgir þessu smá stress. Maður er að þessu fyrir þetta,“ sagði Brynjar Narfi en hvenær byrjaði hann að æfa handbolta? „Var ég bara fjögurra eða fimm ára,“ sagði Narfi og horfði á pabba sinn. „Hann er eiginlega bara búinn að vera í töskunni. Ég er búinn að þjálfa hérna síðan ég veit ekki hvenær. Hann var einhvern veginn alltaf mættur með í töskunni. Hann er líka vanur því að vera spila upp fyrir sig,“ sagði Sigursteinn. „Ég er búinn að þjálfa mikið af flokkum og hann er vanur því að vera með eldri drengjum,“ sagði Sigursteinn. Já, ég ætla alla leið „Ég ætla ekki að ljúga því og mig langar alla leið. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er svaklega vinna þar á bak við. Já, ég ætla alla leið,“ sagði Narfi. Á hann einhverja íslenska handboltaleikmenn sem fyrirmyndir? „Það er Aron Pálmarsson, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Narfi. Sigursteinn faðir hans brosir og er greinileg sáttu við átrúnaðargoð sonarins. Aron Pálmarsson hefur átt magnaðan feril en hvort strákurinn nái svo langt verður að koma í ljós. Þeir fegðar hafa verið mikið saman í kringum handboltann og keppnisskapið flækir stundum aðeins hlutina. „Ég hef fylgt honum og hans árgangi í mörg ár í yngri flokkunum. Við þekkjum það alveg. Stundum reynir á samskipti okkar feðga,“ sagði Sigursteinn. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. FH Olís-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Í síðustu viku vann FH stórsigur á Fjölni í Olís deild karla, 38-22. Inn á völlinn kom Brynjar Narfi sem er sonur þjálfarans Sigursteins Arndal. Strákurinn þykir eitt mesta efni sem við Íslendingum eigum. Hann er fæddur 30. júní 2010 eða löngu eftir hrun en er engu að síður farinn að spila í efstu deild. Stefán Árni Pálsson hitti Brynjar Narfa og faðir hans Sigurstein á heimavelli þeirra í Kaplakrika þar sem þeir hafa eytt svo mörgum dögum og kvöldum á ævi stráksins. Voru búnir að huga og ræða þetta „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum búnir að hugsa þetta og ræða þetta í Krikanum. Bæði ég og mínir menn. Það er ekkert leyndarmál að við höfum við að glíma við meiðsli og svona. Narfi hefur verið að æfa með okkur eftir því sem við hefur átt,“ sagði Sigursteinn. „Við erum mjög uppteknir af því að passa upp á álagið á honum líka og gerum okkur grein fyrir kennitölunni. Hann hefur líka staðið sig vel og núna er bara staðan sú að hann er kominn inn í þennan hóp eins og meiðslastaðan er hjá okkur,“ sagði Sigursteinn. „Þá bara treystum við okkar fólki. Það var ekkert eitthvað stórt vesen,“ sagði Sigursteinn um að senda kornungan drenginn sinn út á gólfið meðal fullvaxinna karlmanna. Gaman en auðvitað smá stress „Þetta var gaman en auðvitað fylgir þessu smá stress. Maður er að þessu fyrir þetta,“ sagði Brynjar Narfi en hvenær byrjaði hann að æfa handbolta? „Var ég bara fjögurra eða fimm ára,“ sagði Narfi og horfði á pabba sinn. „Hann er eiginlega bara búinn að vera í töskunni. Ég er búinn að þjálfa hérna síðan ég veit ekki hvenær. Hann var einhvern veginn alltaf mættur með í töskunni. Hann er líka vanur því að vera spila upp fyrir sig,“ sagði Sigursteinn. „Ég er búinn að þjálfa mikið af flokkum og hann er vanur því að vera með eldri drengjum,“ sagði Sigursteinn. Já, ég ætla alla leið „Ég ætla ekki að ljúga því og mig langar alla leið. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er svaklega vinna þar á bak við. Já, ég ætla alla leið,“ sagði Narfi. Á hann einhverja íslenska handboltaleikmenn sem fyrirmyndir? „Það er Aron Pálmarsson, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Narfi. Sigursteinn faðir hans brosir og er greinileg sáttu við átrúnaðargoð sonarins. Aron Pálmarsson hefur átt magnaðan feril en hvort strákurinn nái svo langt verður að koma í ljós. Þeir fegðar hafa verið mikið saman í kringum handboltann og keppnisskapið flækir stundum aðeins hlutina. „Ég hef fylgt honum og hans árgangi í mörg ár í yngri flokkunum. Við þekkjum það alveg. Stundum reynir á samskipti okkar feðga,“ sagði Sigursteinn. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
FH Olís-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira