Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 11:31 Martha Hermannsdóttir upplifði drauminn undir lok ferilsins sem var að vinna Íslands- og bikarmeistaratitil með KA/Þór. Vísir/Daníel Þór Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni. KA/Þór mætir Víkingum í dag en Akureyrarliðið er búið að tryggja sig upp í Olís deildina þótt að enn séu þrjár umferðir eftir. Liðið hefur ekki tapað leik og er með þrettán sigra í fimmtán leikjum. HSÍ er ekkert að bíða með að afhenta KA/Þór stelpunum bikarinn því þær eiga annan heimaleik eftir. Bikarinn fer á loft í dag. Það verður vissulega fagnað þegar bikarinn fer á loft en örugglega líka þegar Martha Hermannsdóttir verður tekin inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA. Hún er sú fyrsta í sögu KA/Þórs að vera tekin þar inn. KA hefur tekið karla inn í höllina en nú verður Martha fyrsta konan. Í höllinni eru meðal annars þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Patrekur Jóhannsson, Valdimar Grímsson, Arnór Atlason, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sverre Andreas Jakobsson. Stærsta stund hennar Mörthu er án efa árið 2021 þegar hún varð Íslandsmeistari með KA/Þór, tók við bikarnum sem fyrirliði liðsins og var síðan valin valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Martha var frábær þennan betur þar sem KA/Þór vann alla titlana í boði þar á meðal bikarinn sem var spilaður um haustið vegna kórónuveirunnar. Martha var þarna orðin 38 ára gömul en leiddi ungt lið til frábærs árangurs. Hún spilaði eitt ár í viðbót og tók þá þátt í Evrópukeppni með KA/Þór í fyrsta sinn. Forráðamenn og leikmenn KA/Þórs vonast eftir góðri mætingu í KA-Heimilið en leikurinn hefst klukkan 15.00. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Akureyrar (@kaakureyri) Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
KA/Þór mætir Víkingum í dag en Akureyrarliðið er búið að tryggja sig upp í Olís deildina þótt að enn séu þrjár umferðir eftir. Liðið hefur ekki tapað leik og er með þrettán sigra í fimmtán leikjum. HSÍ er ekkert að bíða með að afhenta KA/Þór stelpunum bikarinn því þær eiga annan heimaleik eftir. Bikarinn fer á loft í dag. Það verður vissulega fagnað þegar bikarinn fer á loft en örugglega líka þegar Martha Hermannsdóttir verður tekin inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA. Hún er sú fyrsta í sögu KA/Þórs að vera tekin þar inn. KA hefur tekið karla inn í höllina en nú verður Martha fyrsta konan. Í höllinni eru meðal annars þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Patrekur Jóhannsson, Valdimar Grímsson, Arnór Atlason, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sverre Andreas Jakobsson. Stærsta stund hennar Mörthu er án efa árið 2021 þegar hún varð Íslandsmeistari með KA/Þór, tók við bikarnum sem fyrirliði liðsins og var síðan valin valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Martha var frábær þennan betur þar sem KA/Þór vann alla titlana í boði þar á meðal bikarinn sem var spilaður um haustið vegna kórónuveirunnar. Martha var þarna orðin 38 ára gömul en leiddi ungt lið til frábærs árangurs. Hún spilaði eitt ár í viðbót og tók þá þátt í Evrópukeppni með KA/Þór í fyrsta sinn. Forráðamenn og leikmenn KA/Þórs vonast eftir góðri mætingu í KA-Heimilið en leikurinn hefst klukkan 15.00. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Akureyrar (@kaakureyri)
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira