Karabatic-ballið alveg búið Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 15:31 Karabatic-bræðurnir hættu sem ríkjandi Evrópumeistarar því Frakkland vann Danmörku í úrslitaleik EM fyrir rúmu ári síðan. Getty/Lars Baron Síðustu tuttugu ár hefur Karabatic-nafnið verið áberandi í franska landsliðinu í handbolta en nú er þeim tíma lokið. Nikola Karabatic, sem lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í fyrra, var vissulega lengst af mun meira áberandi en yngri bróðirinn, Luka, sem þó hefur lengi þjónað franska landsliðinu með prýði. Nú hefur Luka, sem er 36 ára eða fjórum árum yngri en Nikola, sagt skilið við landsliðið en þetta var tilkynnt í dag í aðdraganda leikja Frakka í Evrópubikarnum í mars. Síðasta ár, þegar Nikola bróðir minn tilkynnti að hann myndi hætta í landsliðinu, fékk mig til að íhuga mín mál. Ég hafði aldrei velt þessari spurningu fyrir mér en fór allt í einu að hugsa: „Og hvað með þig, Luka? Hvað ætlar þú að gera?““ sagði línumaðurinn Luka á heimasíðu franska handboltasambandsins. View this post on Instagram A post shared by K A R A B A T I C L U K A (@lukakarabatic) Luka lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fór í fyrsta sinn á stórmót árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið tvo Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og Ólympíumeistaratitil, auk fleiri verðlauna. „Eftir Ólympíuleikana urðu kynslóðaskipti þegar nokkrir hættu. Þegar ég mætti til æfinga í nóvember sá ég að mörg kunnugleg andlit vantaði. Það fékk mig til að velta framtíðinni enn meira fyrir mér,“ sagði Luka sem vildi samt ekki láta Ólympíuleikana verða sitt síðasta stórmót. Þar féllu Frakkar úr leik, á heimavelli, í 8-liða úrslitum gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. „Eftir vonbrigðin á Ólympíuleikunum þá vildi ég ekki hætta á slæmum nótum. Ég hafði enn möguleika á því að spila á einu stórmóti til viðbótar og reyna að sjá til þess að ævintýrinu lyki með fallegum hætti,“ sagði Luka. Hann skoraði svo einmitt hádramatískt sigurmark Frakka gegn Egyptum í 8-liða úrslitum á HM. Þó að Frakkland hafi svo mátt þola tap gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar í undanúrslitum þá endaði Luka Karabatic með verðlaun um hálsinn því Frakkland vann Portúgal í leiknum um 3. sæti, 35-34. Nú er ljóst að það var síðasti landsleikur hans á ferlinum. Karabatic-bræðurnir voru á meðal leikmanna Montpellier sem hlutu skilorðsbundinn tveggja mánaða dóm og þurftu að greiða sekt, vegna veðmálahneykslis í tengslum við leik sem liðið tapaði gegn Cesson Rennes í maí 2012. Málið hefur síðan varpað skugga á þá bræður og er til að mynda talið hafa valdið því að Nikola Karabatic kom ekki til greina sem fánaberi fyrir Frakka við setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Franski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggðu sigur Ringsted Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Nikola Karabatic, sem lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í fyrra, var vissulega lengst af mun meira áberandi en yngri bróðirinn, Luka, sem þó hefur lengi þjónað franska landsliðinu með prýði. Nú hefur Luka, sem er 36 ára eða fjórum árum yngri en Nikola, sagt skilið við landsliðið en þetta var tilkynnt í dag í aðdraganda leikja Frakka í Evrópubikarnum í mars. Síðasta ár, þegar Nikola bróðir minn tilkynnti að hann myndi hætta í landsliðinu, fékk mig til að íhuga mín mál. Ég hafði aldrei velt þessari spurningu fyrir mér en fór allt í einu að hugsa: „Og hvað með þig, Luka? Hvað ætlar þú að gera?““ sagði línumaðurinn Luka á heimasíðu franska handboltasambandsins. View this post on Instagram A post shared by K A R A B A T I C L U K A (@lukakarabatic) Luka lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fór í fyrsta sinn á stórmót árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið tvo Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og Ólympíumeistaratitil, auk fleiri verðlauna. „Eftir Ólympíuleikana urðu kynslóðaskipti þegar nokkrir hættu. Þegar ég mætti til æfinga í nóvember sá ég að mörg kunnugleg andlit vantaði. Það fékk mig til að velta framtíðinni enn meira fyrir mér,“ sagði Luka sem vildi samt ekki láta Ólympíuleikana verða sitt síðasta stórmót. Þar féllu Frakkar úr leik, á heimavelli, í 8-liða úrslitum gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. „Eftir vonbrigðin á Ólympíuleikunum þá vildi ég ekki hætta á slæmum nótum. Ég hafði enn möguleika á því að spila á einu stórmóti til viðbótar og reyna að sjá til þess að ævintýrinu lyki með fallegum hætti,“ sagði Luka. Hann skoraði svo einmitt hádramatískt sigurmark Frakka gegn Egyptum í 8-liða úrslitum á HM. Þó að Frakkland hafi svo mátt þola tap gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar í undanúrslitum þá endaði Luka Karabatic með verðlaun um hálsinn því Frakkland vann Portúgal í leiknum um 3. sæti, 35-34. Nú er ljóst að það var síðasti landsleikur hans á ferlinum. Karabatic-bræðurnir voru á meðal leikmanna Montpellier sem hlutu skilorðsbundinn tveggja mánaða dóm og þurftu að greiða sekt, vegna veðmálahneykslis í tengslum við leik sem liðið tapaði gegn Cesson Rennes í maí 2012. Málið hefur síðan varpað skugga á þá bræður og er til að mynda talið hafa valdið því að Nikola Karabatic kom ekki til greina sem fánaberi fyrir Frakka við setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra.
Franski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggðu sigur Ringsted Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira