Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Valur Páll Eiríksson skrifar 26. febrúar 2025 07:30 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan. Gylfi hafði ekki mætt á æfingu hjá Víkingi þegar hann var kynntur til leiks hjá liðinu í gær. „Þeir auðvitað voru erlendis í Grikklandi og Finnlandi. Ég meiddist aðeins í leiknum á móti ÍA og búinn að vera smá meiddur síðan. Ég er ekki búinn að hitta þá en geri það seinni partinn núna. Ég er bara spenntur að sjá strákana,“ segir Gylfi í samtali við íþróttadeild. Hann segir meiðsli sín þó ekki alvarleg. „Ég bólgnaði upp í ökklanum eftir ÍA leikinn og hef ekkert getað æft síðan. Ef ég verð ekki kominn á fullt núna á næstu dögum verður það væntanlega bara í æfingaferðinni,“ segir Gylfi. Búinn að vinna mikið í bakvandamálum Þegar Gylfi gekk í raðir Vals í mars í fyrra hafði hann vart spilað fótbolta í tvö ár. Eðlilegt sé að því fylgi meiðslavandræði hér og þar við að byggja sig upp á ný. Bakmeiðsli stríddu honum gott sem allt síðasta tímabil en hann hefur sinnt aukaæfingum af krafti síðustu vikur og segist á töluvert betri stað en fyrir ári síðan. „Ef ég lít til baka, og skoða standið á mér núna miðað við standið á mér þegar ég fer til Vals um miðjan mars. Þá voru bara fimm vikur í mót. Ég hafði eiginlega bara fimm vikur til að æfa frá því að vera í engu standi, og svo beint inn í tímabil,“ segir Gylfi Klippa: Kemur meiddur til Víkings en þó á betri stað en í fyrra „Það er ekki skrýtið að það komu einhver meiðsli. En ég er búinn að vera að vinna og reyna að styrkja þá hluti sem ég var í veseni með á síðasta tímabili, sem var eiginlega bara bakið. Maður veit náttúrulega aldrei, það gæti þess vegna breyst á morgun. Það eru allavega minni líkur á að þetta gerist,“ „Það er allt annað stand á mér núna miðað við þegar ég fór til Vals á síðasta tímabili. Vonandi mun það hjálpa mér á tímabilinu núna,“ segir Gylfi. Spilar ekki leik dagsins Víkingur mætir FH í æfingaleik í Víkinni klukkan 17:00 í dag. Gylfi býst ekki við að spila þann leik. Hann stefni á að koma sér á fullt þegar hann fer með leikmönnum Víkings í æfingaferð til Kanaríeyja í næstu viku. „Ég tel það mjög ólíklegt þar sem ég hef ekkert æft síðan í leiknum á móti ÍA. Ég býst við að taka stöðuna í dag með liðinu og sjúkraþjálfaranum og sjá hvernig ég er. Ef það er allt í lagi bætum við bara í. Það er óþarfi að vera að taka einhverja sénsa núna í febrúar. Ég held við höldum bara áfram að byggja ofan á formið og hvernig mér líður eftir síðustu tvo, þrjá mánuði á undirbúningstímabilinu,“ segir Gylfi. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Gylfi hafði ekki mætt á æfingu hjá Víkingi þegar hann var kynntur til leiks hjá liðinu í gær. „Þeir auðvitað voru erlendis í Grikklandi og Finnlandi. Ég meiddist aðeins í leiknum á móti ÍA og búinn að vera smá meiddur síðan. Ég er ekki búinn að hitta þá en geri það seinni partinn núna. Ég er bara spenntur að sjá strákana,“ segir Gylfi í samtali við íþróttadeild. Hann segir meiðsli sín þó ekki alvarleg. „Ég bólgnaði upp í ökklanum eftir ÍA leikinn og hef ekkert getað æft síðan. Ef ég verð ekki kominn á fullt núna á næstu dögum verður það væntanlega bara í æfingaferðinni,“ segir Gylfi. Búinn að vinna mikið í bakvandamálum Þegar Gylfi gekk í raðir Vals í mars í fyrra hafði hann vart spilað fótbolta í tvö ár. Eðlilegt sé að því fylgi meiðslavandræði hér og þar við að byggja sig upp á ný. Bakmeiðsli stríddu honum gott sem allt síðasta tímabil en hann hefur sinnt aukaæfingum af krafti síðustu vikur og segist á töluvert betri stað en fyrir ári síðan. „Ef ég lít til baka, og skoða standið á mér núna miðað við standið á mér þegar ég fer til Vals um miðjan mars. Þá voru bara fimm vikur í mót. Ég hafði eiginlega bara fimm vikur til að æfa frá því að vera í engu standi, og svo beint inn í tímabil,“ segir Gylfi Klippa: Kemur meiddur til Víkings en þó á betri stað en í fyrra „Það er ekki skrýtið að það komu einhver meiðsli. En ég er búinn að vera að vinna og reyna að styrkja þá hluti sem ég var í veseni með á síðasta tímabili, sem var eiginlega bara bakið. Maður veit náttúrulega aldrei, það gæti þess vegna breyst á morgun. Það eru allavega minni líkur á að þetta gerist,“ „Það er allt annað stand á mér núna miðað við þegar ég fór til Vals á síðasta tímabili. Vonandi mun það hjálpa mér á tímabilinu núna,“ segir Gylfi. Spilar ekki leik dagsins Víkingur mætir FH í æfingaleik í Víkinni klukkan 17:00 í dag. Gylfi býst ekki við að spila þann leik. Hann stefni á að koma sér á fullt þegar hann fer með leikmönnum Víkings í æfingaferð til Kanaríeyja í næstu viku. „Ég tel það mjög ólíklegt þar sem ég hef ekkert æft síðan í leiknum á móti ÍA. Ég býst við að taka stöðuna í dag með liðinu og sjúkraþjálfaranum og sjá hvernig ég er. Ef það er allt í lagi bætum við bara í. Það er óþarfi að vera að taka einhverja sénsa núna í febrúar. Ég held við höldum bara áfram að byggja ofan á formið og hvernig mér líður eftir síðustu tvo, þrjá mánuði á undirbúningstímabilinu,“ segir Gylfi.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira