Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Samfilm 27. febrúar 2025 08:44 Oreo kex er í samstarfi við Minecraft kvikmyndina og hefur sérframleitt kexkökur með upphleyptum táknum sem vísa í myndina. Minecraft kvikmyndin kemur í bíó þann 3. apríl. Í tilefni þess hafa Oreo kex og Minecraft movie ýtt af stað sniðugum leik en Oreo og Minecraft movie eru í stórskemmtilegu og afar bragðgóðu samstarfi. „Markmið okkar hjá Oreo er að gera heiminn skemmtilegri og fjörlegri og samstarf okkar við Minecraft kvikmyndina felur í sér ótal tækifæri til að leika sér og hafa gaman – með því að nota heimsfrægu, kringlóttu kexkökuna okkar til að upphefja Minecraft-kubbana sem allir elska,“ segir Perrine Pierrard-Willaey, markaðsstjóri Oreo í Evrópu. Oreo hefur semsagt sérframleitt kexkökur með upphleyptum táknum sem vísa í Minecraft kvikmyndina, Pickaxe, crystal, sword og Creeper. Þessi tákn spila lykilhlutverk í leiknum en til að taka þátt þarf að ná sér í pakka af OREO & A MINECRAFT MOVIE kexi og naga kexkökuna í ferning. Skanna svo ferninginn með símanum, opna gáttina að heimi Minecraft kvikmyndarinnar og finna hlutina á upphleyptu myndunum á kökunum. Sjá nánar hér. Það er líka hægt að slá inn strikamerkisnúmerið sem er aftan á kexpakkanum.Ýmsir vinningar eru í boði en auk þess fara allir þátttakendur í pott og eiga möguleika á að vinna aðalverðlaun leiksins sem er ferð fyrir tvo til Bandaríkjanna og heimsókn Warner Bros Studios. Fjölmargir skemmtilegir vinningar er í leiknum. „Rétt eins og hinn ótrúlega vinsæli tölvuleikur sem kvikmyndin er innblásin af snýst MINECRAFT kvikmyndin um að valdeflast með skapandi lausnum og aðdáendur OREO kunna svo sannarlega að borða uppáhalds kexkökuna sína á skapandi hátt. Þegar sígilt hringformið mætir kubbalaga Minecraft-myndheiminum verður til samstarf sem er engu öðru líkt,“ segir Julie Moore, aðstoðarforstjóri Global Brand Partnerships hjá Warner Bros. Pictures. Óhætt er að segja að kvikmyndarinnar hafi verið beðið með eftirvæntingu. Fjórar manneskjur – Garrett „Ruslakarl“ Garrison (Jason Momoa), Henry (Sebastian Hansen), Natalie (Emma Myers) og Dawn (Danielle Brooks) –eru óvenjuleg hvert á sinn hátt, en þurfa samt að takast á við ósköp venjuleg viðfangsefni í dagsins önn. Einn daginn opnast dularfull gátt sem hrífur þau inn í Yfirheiminn: Furðuveröld úr kubbum þar sem ímyndunaraflið er æðsti mátturinn. Til að komast aftur heim þurfa þau að ná tökum á þessum heimi (og vernda hann gegn illum verum, eins og Piglins og Zombies) og í því skyni leggja þau í ævintýraleiðangur til að hafa uppi á Mincecraft-meistaranum Steve (Jack Black). Í þessu ævintýri þurfa þau öll fimm að sýna djörfung og nýta sér þá hæfileika sem gera hvert og eitt þeirra skapandi og einstök…sem eru einmitt hæfileikarnir sem þau þurfa að hafa til að njóta velgengi í raunheimunum. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 3. apríl, leikurinn stendur til 13. apríl. Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Markmið okkar hjá Oreo er að gera heiminn skemmtilegri og fjörlegri og samstarf okkar við Minecraft kvikmyndina felur í sér ótal tækifæri til að leika sér og hafa gaman – með því að nota heimsfrægu, kringlóttu kexkökuna okkar til að upphefja Minecraft-kubbana sem allir elska,“ segir Perrine Pierrard-Willaey, markaðsstjóri Oreo í Evrópu. Oreo hefur semsagt sérframleitt kexkökur með upphleyptum táknum sem vísa í Minecraft kvikmyndina, Pickaxe, crystal, sword og Creeper. Þessi tákn spila lykilhlutverk í leiknum en til að taka þátt þarf að ná sér í pakka af OREO & A MINECRAFT MOVIE kexi og naga kexkökuna í ferning. Skanna svo ferninginn með símanum, opna gáttina að heimi Minecraft kvikmyndarinnar og finna hlutina á upphleyptu myndunum á kökunum. Sjá nánar hér. Það er líka hægt að slá inn strikamerkisnúmerið sem er aftan á kexpakkanum.Ýmsir vinningar eru í boði en auk þess fara allir þátttakendur í pott og eiga möguleika á að vinna aðalverðlaun leiksins sem er ferð fyrir tvo til Bandaríkjanna og heimsókn Warner Bros Studios. Fjölmargir skemmtilegir vinningar er í leiknum. „Rétt eins og hinn ótrúlega vinsæli tölvuleikur sem kvikmyndin er innblásin af snýst MINECRAFT kvikmyndin um að valdeflast með skapandi lausnum og aðdáendur OREO kunna svo sannarlega að borða uppáhalds kexkökuna sína á skapandi hátt. Þegar sígilt hringformið mætir kubbalaga Minecraft-myndheiminum verður til samstarf sem er engu öðru líkt,“ segir Julie Moore, aðstoðarforstjóri Global Brand Partnerships hjá Warner Bros. Pictures. Óhætt er að segja að kvikmyndarinnar hafi verið beðið með eftirvæntingu. Fjórar manneskjur – Garrett „Ruslakarl“ Garrison (Jason Momoa), Henry (Sebastian Hansen), Natalie (Emma Myers) og Dawn (Danielle Brooks) –eru óvenjuleg hvert á sinn hátt, en þurfa samt að takast á við ósköp venjuleg viðfangsefni í dagsins önn. Einn daginn opnast dularfull gátt sem hrífur þau inn í Yfirheiminn: Furðuveröld úr kubbum þar sem ímyndunaraflið er æðsti mátturinn. Til að komast aftur heim þurfa þau að ná tökum á þessum heimi (og vernda hann gegn illum verum, eins og Piglins og Zombies) og í því skyni leggja þau í ævintýraleiðangur til að hafa uppi á Mincecraft-meistaranum Steve (Jack Black). Í þessu ævintýri þurfa þau öll fimm að sýna djörfung og nýta sér þá hæfileika sem gera hvert og eitt þeirra skapandi og einstök…sem eru einmitt hæfileikarnir sem þau þurfa að hafa til að njóta velgengi í raunheimunum. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 3. apríl, leikurinn stendur til 13. apríl.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira