Ómægod segja einhverjir: Getur vinnan virkilega verið svona frábær?
Svarið er: Já, svo sannarlega.
Og engin ástæða til annars en að velta því fyrir okkur hvort það leynist meira að segja enn frekari starfstækifæri fyrir okkur ef við erum svo heppin að vera búin að finna draumavinnustaðinn.
Því hvar annars staðar en á góðum stað er betra að efla okkur sjálf, þroskast og þróast í starfi?
Spurningin er bara: Hvernig getum við stuðlað að því sjálf að vaxa í starfi á þessum draumavinnustað? Því þótt vinnustaðir séu margir hverjir farnir að leggja mikla áherslu á starfsþróun og tækifæri, er ekki þar með sagt að það sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa fyrir sjálf.
Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað.
- Sýndu frumkvæði og leggðu þig fram við að biðja um verkefni eða bjóðast til að sinna þeim
- Ræktaðu gott samstarf og góðan vinskap við samstarfsfélaga þína og leggðu þig fram við að kynnast fólki á vinnustaðnum
- Vertu sérstaklega vel undirbúin/n ef þú sækir um starf innan fyrirtækisins
- Ræktaðu gott samband við yfirmanninn þinn en láttu þó það góða samband ekki koma í veg fyrir að þú sækir um störf á öðrum sviðum innan vinnustaðarins
- Þótt þú sért ekki enn komin/n í draumastarfið þitt, er mikilvægt að þú sinnir því með ánægju og heilum hug og verðir ekki uppvís að því að kvarta og kveina; öll störf skipta máli