„Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Hinrik Wöhler skrifar 27. febrúar 2025 20:30 Lena Margrét Valdimarsdóttir brýtur sér leið í gegnum vörn Vals. Vísir/Vilhelm Framarar sigruðu Val í spennuþrungnum undanúrslitaleik á Ásvöllum í kvöld og leika til úrslita í Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta á laugardaginn. Lena Margrét Valdimarsdóttir, hægri skytta Framara, skoraði þrjú mörk og átti örvhenta skyttan prýðis leik í dag. Hún var skiljanlega í skýjunum með úrslitin. „Ég bjóst svo sem við þessu og ég held að allir hefðu gert það. Mér finnst leikir milli liðanna búnir að vera jafnir í deildinni og þetta eru bæði góð lið, bara geðveikt að þetta datt með okkur loksins í dag,“ sagði Lena Margrét eftir leikinn. Það var glatt á hjalla hjá leikmönnum Fram eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Framarar höfðu yfirhöndina lengst af í leiknum en Valskonur koma alltaf til baka og leikurinn var jafn og spennandi í lokin. Þrátt fyrir að Fram leiddi leikinn lengst af gerði Lena Margrét fastlega ráð fyrir því að Valsarar myndu ekki gefast upp svo auðveldlega. „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann. Við vorum fjórum yfir og stemningin var með okkur en svo eru þær bara það gott lið og eru með það mikla breidd að maður vissi að þær myndu koma til baka. Ég er ógeðslega stolt af okkur að ná að halda haus og klára þetta,“ sagði Lena. Valsarar hafa haft góð tök á Framkonum undanfarin ár og hafa Valsarar meðal annars sigrað báða leikina milli liðanna í vetur í Olís-deildinni. „Mögulega bara það að við náðum að halda haus allan leikinn. Mér fannst í seinasta deildarleik þá missum við okkur aðeins í seinni hálfleik og þær fara fimm mörkum frá okkur, þá er erfitt að vinna það upp. Í dag er ég ánægð með að við héldum haus allan haus allan tímann,“ sagði Lena um muninn á liðunum í dag. „Við vorum bara ákveðnar að koma okkur í úrslitaleikinn,“ bætti hún við. Framarar létu finna fyrir sér í vörninni og náðu Valskonur aðeins að skora 20 mörk.Vísir/Vilhelm Undir lok fyrri hálfleiks tók örvhenta skyttan aukakast þegar leiktíminn var runninn út. Sex manna varnarmúr Valsara stóð fyrir henni en Lena gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu við mikinn fögnuð samherja sinna. Bjóst hún við því að skora? „Ég held að enginn hafi búist við þessu, ég veit ekki hvort ég bjóst við þessu. Þarf maður ekki að segja að maður bjóst við þessu? Ég ákvað bara að bíða smá og reyna að setja hann og það virkaði í dag,“ sagði Lena glettin að lokum. Powerade-bikarinn Fram Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Lena Margrét Valdimarsdóttir, hægri skytta Framara, skoraði þrjú mörk og átti örvhenta skyttan prýðis leik í dag. Hún var skiljanlega í skýjunum með úrslitin. „Ég bjóst svo sem við þessu og ég held að allir hefðu gert það. Mér finnst leikir milli liðanna búnir að vera jafnir í deildinni og þetta eru bæði góð lið, bara geðveikt að þetta datt með okkur loksins í dag,“ sagði Lena Margrét eftir leikinn. Það var glatt á hjalla hjá leikmönnum Fram eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Framarar höfðu yfirhöndina lengst af í leiknum en Valskonur koma alltaf til baka og leikurinn var jafn og spennandi í lokin. Þrátt fyrir að Fram leiddi leikinn lengst af gerði Lena Margrét fastlega ráð fyrir því að Valsarar myndu ekki gefast upp svo auðveldlega. „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann. Við vorum fjórum yfir og stemningin var með okkur en svo eru þær bara það gott lið og eru með það mikla breidd að maður vissi að þær myndu koma til baka. Ég er ógeðslega stolt af okkur að ná að halda haus og klára þetta,“ sagði Lena. Valsarar hafa haft góð tök á Framkonum undanfarin ár og hafa Valsarar meðal annars sigrað báða leikina milli liðanna í vetur í Olís-deildinni. „Mögulega bara það að við náðum að halda haus allan leikinn. Mér fannst í seinasta deildarleik þá missum við okkur aðeins í seinni hálfleik og þær fara fimm mörkum frá okkur, þá er erfitt að vinna það upp. Í dag er ég ánægð með að við héldum haus allan haus allan tímann,“ sagði Lena um muninn á liðunum í dag. „Við vorum bara ákveðnar að koma okkur í úrslitaleikinn,“ bætti hún við. Framarar létu finna fyrir sér í vörninni og náðu Valskonur aðeins að skora 20 mörk.Vísir/Vilhelm Undir lok fyrri hálfleiks tók örvhenta skyttan aukakast þegar leiktíminn var runninn út. Sex manna varnarmúr Valsara stóð fyrir henni en Lena gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu við mikinn fögnuð samherja sinna. Bjóst hún við því að skora? „Ég held að enginn hafi búist við þessu, ég veit ekki hvort ég bjóst við þessu. Þarf maður ekki að segja að maður bjóst við þessu? Ég ákvað bara að bíða smá og reyna að setja hann og það virkaði í dag,“ sagði Lena glettin að lokum.
Powerade-bikarinn Fram Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira