Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2025 10:32 Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Ölgerðin hefur samið um kaup á öllu hlutafé Kjarnavara ehf. Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Þá á félagið Ísbúð Vesturbæjar. Heildarvirði félagsins er 3,97 milljarðar króna. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að Kjarnavörur séu í 32,4 prósent eigu Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Kjarnavara og 67,6 prósent í eigu Dragsbæk A/S í Danmörku. Sósugerðarmaðurinn Nonni litli og birgir bakara fylgir með Kjarnavörur verði rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og Guðjón muni áfram starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir kaupin. Hlutur Kjarnavara í dótturfélögum fylgi með í kaupunum, en það sé 100 prósent hlutur í Ísbúð Vesturbæjar ehf., 66,67 prósent hlutur í Nonna litla ehf. og 59 prósent hlutur í Innbaki hf. Heildarvirði Kjarnavara sé 3.970 milljónir króna og kaupin verði fjármögnuð með lántöku. Kaupin séu gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í útrás til Færeyja Kjarnavörur sé eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Framleiðslan sé aðallega fyrir innanlandsmarkað en vörur séu jafnframt fluttar til Færeyja. Stærstur hluti vara fyrirtækisins sé seldur undir eigin vörumerkjum en um 40 prósent veltu komi fyrir framleiðslu undir vörumerkjum þriðja aðila. Hjá fyrirtækinu starfi 35 starfsmenn. Fjórar fasteignir, samtals um 3.000 fermetrar, í Garðabæ og Hafnarfirði sem eru í eigu Kjarnavara fylgi með í kaupunum. Samanlögð velta Kjarnavara og dótturfélaga á síðasta ári jafi verið um fjórir milljarðar króna og EBITDA 574 milljónir króna. Bjart fram undan „Ölgerðin sér mikla möguleika í Kjarnavörum, sem hefur styrkt sig í sessi frá stofnun og er nú eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sínu sviði. Vörumerki þess eru sterk og framleiðsla fyrir þriðja aðila árangursrík. Kaupin eru í samræmi við stefnu okkar um kjarnastyrkleika í vörumerkjauppbyggingu og við hlökkum til framtíðar með Kjarnavörur í samstæðu Ölgerðarinnar,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Kjarnavörur hafa náð að vaxa og stækka jafnt og þétt frá stofnun fyrirtækisins árið 1989. Einvala starfsfólk, skýr framtíðarsýn og öflugt gæðaeftirlit í framleiðslu hafa komið okkur á þann stað sem við erum í dag. Það er bjart framundan og það er ánægjuefni að ganga til liðs við Ölgerðina og halda uppbyggingunni áfram,“ er haft eftir Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Kjarnavara. Matvælaframleiðsla Ölgerðin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að Kjarnavörur séu í 32,4 prósent eigu Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Kjarnavara og 67,6 prósent í eigu Dragsbæk A/S í Danmörku. Sósugerðarmaðurinn Nonni litli og birgir bakara fylgir með Kjarnavörur verði rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og Guðjón muni áfram starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir kaupin. Hlutur Kjarnavara í dótturfélögum fylgi með í kaupunum, en það sé 100 prósent hlutur í Ísbúð Vesturbæjar ehf., 66,67 prósent hlutur í Nonna litla ehf. og 59 prósent hlutur í Innbaki hf. Heildarvirði Kjarnavara sé 3.970 milljónir króna og kaupin verði fjármögnuð með lántöku. Kaupin séu gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í útrás til Færeyja Kjarnavörur sé eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Framleiðslan sé aðallega fyrir innanlandsmarkað en vörur séu jafnframt fluttar til Færeyja. Stærstur hluti vara fyrirtækisins sé seldur undir eigin vörumerkjum en um 40 prósent veltu komi fyrir framleiðslu undir vörumerkjum þriðja aðila. Hjá fyrirtækinu starfi 35 starfsmenn. Fjórar fasteignir, samtals um 3.000 fermetrar, í Garðabæ og Hafnarfirði sem eru í eigu Kjarnavara fylgi með í kaupunum. Samanlögð velta Kjarnavara og dótturfélaga á síðasta ári jafi verið um fjórir milljarðar króna og EBITDA 574 milljónir króna. Bjart fram undan „Ölgerðin sér mikla möguleika í Kjarnavörum, sem hefur styrkt sig í sessi frá stofnun og er nú eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sínu sviði. Vörumerki þess eru sterk og framleiðsla fyrir þriðja aðila árangursrík. Kaupin eru í samræmi við stefnu okkar um kjarnastyrkleika í vörumerkjauppbyggingu og við hlökkum til framtíðar með Kjarnavörur í samstæðu Ölgerðarinnar,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Kjarnavörur hafa náð að vaxa og stækka jafnt og þétt frá stofnun fyrirtækisins árið 1989. Einvala starfsfólk, skýr framtíðarsýn og öflugt gæðaeftirlit í framleiðslu hafa komið okkur á þann stað sem við erum í dag. Það er bjart framundan og það er ánægjuefni að ganga til liðs við Ölgerðina og halda uppbyggingunni áfram,“ er haft eftir Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Kjarnavara.
Matvælaframleiðsla Ölgerðin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01