„Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2025 18:26 Einar Jónsson íbygginn á svip á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson sagði mikla og góða uppbyggingu hafa átt sér stað hjá Fram síðustu árin. Að uppskera bikartitil væri stórkostlegt. Hann hrósaði félaginu í heild í hástert í viðtali við Vísi eftir leik. „Tilfinningin er frábær og við erum búnir að segja í allan vetur að við ætlum að berjast um alla titlana. Þegar menn uppskera eins og í dag er það náttúrulega stórkostlegt,“ sagði Einar í sigurvímu eftir 31-25 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. Framarar hafa á að skipa ungum leikmannahópi sem hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum. Liðið er í toppbaráttu Olís-deildarinnar og nú bikarmeistarar. „Fólkið hérna troðfyllir stúkuna og að sjá alla þessa Framara mæta á leikinn og styðja okkur er stórkostlegt. Það er búið að vinna að þessu núna í tvö ár. Við ætluðum okkur meira í fyrra en þá lentum við í þvílíku meiðslaveseni og rugli. Við græddum á því og tókum það með okkur inn í þetta tímabil.“ Framarar eru þó hvergi nærri hættir. „Nú er kominn einn titill og svo sjáum við hvað setur með restina af titlunum.“ Einar er á því að Framarar séu betra lið en Stjarnan, taflan í Olís-deildinni sýni það sem og úrslitin í leiknum í dag. „Þetta var ekki einhver gæða handboltaleikur en mikil spenna og mikið tekist á. Eflaust verið gaman að horfa á þetta þó gæðin hafi ekki verið alveg upp á tíu. Ég held að við höfum náð að halda haus og spila okkar leik. Stjarnan er virkilega öflugt lið og ég held að við séum betri. Taflan sýnir það og við sýndum það í dag.“ Hann sagði liðið hafa gert margt gott í leiknum. „Það er ekki þannig að maður geti labbað úr úrslitaleik sem maður vinnur með fimm eða sex mörkum og verið óánægður. Við hljótum að hafa gert mikið af réttum hlutum í dag.“ Að lokum talaði Einar um starf Framara og hrósaði þjálfurum og sjálfboðaliðum í hástert. „Það er búin að vera góð uppbygging hjá Fram í nokkur ár. Frábært yngri flokka starf og stór hópur af strákum að koma upp úr okkar eigin starfi. Við erum ekki með djúpa vasa þannig að við þurfum að vinna okkar vinnu vel. Ég tel að unglingaráð, þjálfarar hjá félaginu og stjórn og þeir sem að þessu komi eigi hrós skilið fyrir sína vinnu. Þau eru að uppskera í dag líka.“ Powerade-bikarinn Fram Stjarnan Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira
„Tilfinningin er frábær og við erum búnir að segja í allan vetur að við ætlum að berjast um alla titlana. Þegar menn uppskera eins og í dag er það náttúrulega stórkostlegt,“ sagði Einar í sigurvímu eftir 31-25 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. Framarar hafa á að skipa ungum leikmannahópi sem hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum. Liðið er í toppbaráttu Olís-deildarinnar og nú bikarmeistarar. „Fólkið hérna troðfyllir stúkuna og að sjá alla þessa Framara mæta á leikinn og styðja okkur er stórkostlegt. Það er búið að vinna að þessu núna í tvö ár. Við ætluðum okkur meira í fyrra en þá lentum við í þvílíku meiðslaveseni og rugli. Við græddum á því og tókum það með okkur inn í þetta tímabil.“ Framarar eru þó hvergi nærri hættir. „Nú er kominn einn titill og svo sjáum við hvað setur með restina af titlunum.“ Einar er á því að Framarar séu betra lið en Stjarnan, taflan í Olís-deildinni sýni það sem og úrslitin í leiknum í dag. „Þetta var ekki einhver gæða handboltaleikur en mikil spenna og mikið tekist á. Eflaust verið gaman að horfa á þetta þó gæðin hafi ekki verið alveg upp á tíu. Ég held að við höfum náð að halda haus og spila okkar leik. Stjarnan er virkilega öflugt lið og ég held að við séum betri. Taflan sýnir það og við sýndum það í dag.“ Hann sagði liðið hafa gert margt gott í leiknum. „Það er ekki þannig að maður geti labbað úr úrslitaleik sem maður vinnur með fimm eða sex mörkum og verið óánægður. Við hljótum að hafa gert mikið af réttum hlutum í dag.“ Að lokum talaði Einar um starf Framara og hrósaði þjálfurum og sjálfboðaliðum í hástert. „Það er búin að vera góð uppbygging hjá Fram í nokkur ár. Frábært yngri flokka starf og stór hópur af strákum að koma upp úr okkar eigin starfi. Við erum ekki með djúpa vasa þannig að við þurfum að vinna okkar vinnu vel. Ég tel að unglingaráð, þjálfarar hjá félaginu og stjórn og þeir sem að þessu komi eigi hrós skilið fyrir sína vinnu. Þau eru að uppskera í dag líka.“
Powerade-bikarinn Fram Stjarnan Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira