Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. mars 2025 07:01 Tónlistarmaðurinn Arnór Dan er í einlægu viðtali við Vísi. Vísir/RAX „Í dag getur maður verið þakklátur fyrir alla þessa lífsreynslu en þetta var gríðarlega erfitt,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan sem á að baki sér langa og magnaða sögu. Síðastliðin ár hafa verið bæði viðburðarík og krefjandi hjá honum þar sem hann hefur þurft að taka nokkur skref aftur á bak til þess að hlúa að sjálfum sér og ná áttum. Blaðamaður ræddi við Arnór á einlægum nótum. Röð áfalla og mikil uppbygging „Þetta spjall getur orðið mjög djúpt og langt. Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja,“ segir Arnór í upphafi samtalsins. Hann hefur einlægt og geislandi yfirbragð og virðist í dag koma til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur. Á síðustu árum hefur Arnór farið í gegnum kulnun, hefur gert upp gömul áföll, eignast sitt fyrsta barn eftir langt og strangt tæknifrjóvgunarferli, farið í gegnum sambandsslit eftir þrettán ára samband og misst vinnuna. Arnór Dan er fæddur árið 1985 og skaust upp á íslenska stjörnuhimininn árið 2008 þegar hann og hljómsveitin Agent Fresco sigruðu Músíktilraunir. Sveitin hefur gefið út tvær breiðskífur og spilað víða um heiminn. Sviðsframkoma Arnórs hefur alltaf verið bæði einstök og tilfinningarík þar sem hann nær áhorfendum með sér í ferðalag í gegnum tónlistina. Arnór hefur sömuleiðis unnið að alls kyns verkefnum hérlendis og erlendis, þar á meðal með Ólafi Arnalds og lagið þeirra Say My Name er með rúmlega 20 milljónir spilanna á streymisveitunni Spotify. Þá var hann nýverið að gefa út sitt fyrsta lag í nokkur ár, Lighthouse ásamt tónlistarmanninum Bomarz. Samhliða tónlistinni stýrði Arnór útibúi Sony Music hér á Íslandi um tíma og gerði samninga við fjölbreyttan hóp íslensks tónlistarfólks en árið 2022 var því lokað. Alltaf að hugsa: „Hvað ef eitthvað klikkar?“ „Maður er búinn að þurfa að mæta ýmsu. Í Covid áttum við barnsmóðir mín von á okkar fyrsta barni. Á þeim tíma áttaði ég mig á því að ég væri ekkert að staldra við og njóta. Ég var ekki í mómentinu, ekki að snerta bumbuna og njóta ferlisins. Ég var alltaf að hugsa: „Hvað ef eitthvað klikkar?“ því við höfðum verið í tæknifrjóvgunarferlinu. Það var ekki eðlilegt að vera svona mikið kvíðinn. Þarna hefst mikil sjálfsvinna hjá mér. Ég fattaði að ég var löngu kominn í einhverja kulnun, sem var uppsöfnuð eftir mörg ár af harki.“ Arnór og hundurinn Kíra eru góðir vinir. Arnór hefur farið í mikla og fallega sjálfsvinnu á undanförnum árum. Vísir/RAX Á þeim tíma segist Arnór hafa hugsað hingað og ekki lengra. „Ég byrjaði á að hvíla mig frá tónlistinni í smá. Ég var þá að vinna hjá Sony og það gekk ágætlega.“ Fegurð í ástarsorginni Á næstu árum átti mikið eftir að ganga á. „Fyrst dettur heilsan út, svo fæ ég heilsuna til baka. Þá dettur Sony út, við eignumst barn en svo hættum við saman. Í dag getur maður verið þakklátur fyrir alla þessa lífsreynslu en þetta var gríðarlega erfitt. Við vorum búin að vera saman í þrettán ár og þetta er svo djúpur og stór hluti af lífi manns.“ Hann segir sorgina sem fylgi sambandsslitum gríðarlega flókna og bæði erfiða og fallega. „Það er líka fegurð í þessu ferli og það er erfitt að lýsa því. Ég hef lært svo mikið og núna er ég hér og leyfi mér að njóta augnabliksins með dóttur minni.“ „Hann segist sömuleiðis hafa lært að einblína á sjálfan sig, setja súrefnisgrímuna á sig fyrst til að geta verið til staðar og í nú-inu. Ég fann bara að mér leið ekki vel í líkamanum og ég vildi verða betri fyrir Hönnu, dóttur okkar. Ég fór að hugsa: Hvernig get ég verið sá einstaklingur sem ég vildi óska að ég hefði getað verið í sambandinu og hvernig er ég besta útgáfan af mér fyrir barnið mitt?“ Þessar pælingar eru rauður þráður í nýja laginu hans Lighthouse sem má hlusta á hér: Klippa: Arnór Dan & Bomarz - Lighthouse „Mér fannst hugmyndin um vitann vera svo góð myndlíking fyrir það sem hefur á gengið. Hugmyndir um það hvernig ég geti verið einn og liðið vel. Textinn er um það hvernig ég geti mætt sjálfum mér og liðið það vel í sjálfum mér að ég geisla út á við. Ég get geislað út öryggi og væntumþykju til barnsmóður minnar en samt haldið fjarlægð. Ég samdi lagið fyrir ári síðan og það var gríðarlega erfitt að sleppa tökunum á þeim tíma. En það er nauðsynlegt að gera það og það er heilandi. Það er áhugavert að ræða þetta svona upphátt og finna að ég verð mjög tilfinningaríkur við það.“ Mikilvægt að mæta óörygginu Arnór starfar sömuleiðis sem markþjálfi í dag og hefur lagt mikla vinnu í það að styrkja sjálfan sig. „Bæði í markþjálfuninni og sömuleiðis með öndunaræfingum, að geta farið djúpt inn á við og allt það. Óöryggið lætur alveg á sér kræla, það er auðvelt að efast og stundum þarf ég að setjast niður með tilfinningum á borð við ótta og óöryggi til að skilja þær.“ Arnór hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir lífsins og fyrir nokkrum árum áttaði hann sig á því að líkami hans geymdi mörg áföll. Í æsku flutti hann mikið á milli staða og var tvítugur þegar hann missti föður sinn úr krabbameini. „Það er svo skrýtið að sjá allt í einu að það er eitthvað kerfi innra með manni sem er í stöðugri viðbragðsstöðu. Þetta kemur svo upp með ýmsum leiðum og það er alls konar sem hjálpar manni að losa um þetta, sama hvort það sé hugleiðsla, dans, önnur hreyfing eða eitthvað annað. Ég kom líka fram á Psychedelics as Medicine í Hörpu á dögunum og það er ekkert leyndarmál að þetta hjálpaði mér mikið fyrir nokkrum árum síðan.“ View this post on Instagram A post shared by Arnór Dan (@arnordan) Hann segir mikilvægt að geta vitað hvenær hætta stefjar að og hvenær ekki. „Þetta viðbragðskerfi er stöðugt að reyna að vernda mann og stýra manni þrátt fyrir að það sé engin ógn. Þetta kemur úr æskunni en ég ólst upp í umhverfi sem var stöðugt að breytast. Ég flutti á hverju einasta ári þangað til við fluttum til Danmerkur þegar ég var fimm ára,“ segir Arnór en hann á tvær yngri systur með stuttu millibili. „Það var rosalega mikið í gangi, ég kenni foreldrum mínum alls ekki neitt um en það er líka bara gott að geta rætt svona hluti.“ Tvítugur þegar hann missti föður sinn Í dag segist Arnór eiga fallegt samband við allar sínar hliðar, bæði þær sem eru dimmar og þær björtu. „Við erum með svo marga fallega parta og þetta er stöðug, uppbyggileg vinna. Það skiptir mig máli að geta verið meðvitaður, tekið ábyrgð á tilfinningum mínum og vera alltaf í sannleikanum. Þá verður þetta allt í lagi en þetta er ferðalag.“ Það verða mikil straumhvörf í lífi Arnórs þegar hann er tvítugur. Hann klárar menntaskóla í Danmörku og stefndi á að koma til Íslands í eitt ár til að ná tökum á tungumálinu. „Þá deyr pabbi minn af krabbameini og jarðarförin er á Íslandi sumarið sem ég kem heim. Það var ótrúlega skrýtið ferðalag, að koma til Íslands og vera ekki á leið aftur heim til Danmerkur þar sem ég hafði búið í fimmtán ár. Ég ætlaði upphaflega bara að vera hér í ár en það breyttist auðvitað.“ Arnóri þykir mjög vænt um Ísland og segist eiga áhugavert samband við landið. „Ég á rómantíserað samband við Ísland og hef alltaf elskað íslenskar hljómsveitir á borð við SigurRós, Mínus og Múm. Svo hef ég alltaf átt fjölskyldu hér og ömmu og afa. Þegar ég var kominn heim ákvað ég að sækja um í FÍH, kemst inn og seinka ferðinni heim til Danmerkur, en ég átti að vera að byrja í leiklistarskóla þar.“ Vann Músíktilraunir, varð ástfanginn og fór aldrei frá Íslandi Stuttu síðar kynnist Arnór nokkrum strákum sem mynda hljómsveit sem þeir kalla Agent Fresco. „Þeir biðja mig um að taka þátt með þeim í keppni sem heitir Músíktilraunir sem var tveimur vikum seinna. Ég ákvað að kýla á það og það springur auðvitað allt út. Ég er alltaf að seinka ferðinni heim, kynnist svo Vigdísi barnsmóður minni og enda bara á því að fara ekkert aftur.“ Arnór heldur þó í dönsku ræturnar og þykir vænt um þær. „Ég hitti danskan sálfræðing á ráðstefnunni í Hörpu um daginn og við vorum að spjalla saman á dönsku. Það kallaði fram svo skrýtnar tilfinningar. Það er undarlegt þegar allt er sett á pásu, þú kemur til Íslands en ferð ekki aftur heim, flytur inn í hús föður þíns en hann er látinn. Við gerðum heila plötu með Agent Fresco, A Long Time Listening, þar sem ég er að syrgja pabba. En eitt er að semja og tjá sig í gegnum tónlistina og svo er annað að finna tilfinningarnar og komast í samband við líkamann. Ég byrjaði bara að geta gert það núna fyrir nokkrum árum sem er frekar galið.“ Hér má hlusta á plötuna A Long Time Listening: Frekar of mikið en ekki nóg Arnór segist alltaf hafa verið tilfinningaríkur og fólk eigi almennt mjög auðvelt með að opna sig við hann. „Það er verðmætt að fólk treysti mér og geti verið það sjálft í kringum mig. Ég þarf stundum að átta mig á því að ég er ekki tilfinningin sem kemur upp hverju sinni. Ég er ekki sorgin. Þegar ég var lítill var vandamálið mitt aldrei það að ég væri kannski ekki nóg, ég var frekar of mikið. Þetta verður rosalega magnþrungið, sem er geggjað upp á sviði og í sköpun en í hversdagsleikanum máttu ekki leyfa tilfinningunni að taka algjörlega yfir. Ég hef lært að dansa í gegnum það, hreyfa mig, finna hvað hjálpar mér að færa þessa orku frá mér og skilja tilfinninguna, hvar er hún stödd í líkamanum og allt þetta.“ Hann segist fyrst og fremst lifa í miklu þakklæti. „Ég er svo þakklátur fyrir strákana í Agent Fresco. Þeir gáfu mér tækifæri til þess að finna þessari sorg farveg. Sorg sem snerist ekkert bara um pabba minn heldur alls konar sem maður hafði gengið í gegnum í lífinu. Ég hef þessa hæfileika að ég get sett tilfinningar í eitthvað, ég get fært þær yfir í tónlist.“ Hér má sjá sveitina flytja lagið Howls árið 2015: https://www.visir.is/article/2700125/preview?dp-time=1741780265&hash=7f46ea69c47dc8cd9abe085aa095fef0234a3c268b992140737edb2c4be1e7be&medium=web&publication=Default&publicationId=2&user=284&active-channel=default Agent Fresco stefnir á að gefa út þriðju breiðskífuna á komandi tímum. „Þegar ég brotlenti árið 2020 þá er búið að taka allt upp fyrir plötuna nema sönginn. Ég var ekki tilbúinn. Heilinn minn vissi nákvæmlega hvað platan ætti að heita og hvernig konseptið ætti að vera en líkaminn minn var í „fight or flight“ ástandi. Það er ótrúlega erfitt að vera í gleði, ást og sköpun þegar þú ert bara að reyna að lifa af. Ég var með algjöra rörsýn (e. tunnel vision) á lífið.“ Fallegt tækifæri til að dansa sorgina út Tónlistin kallaði svo aftur á Arnór sem samdi tónlist fyrir japanska teiknimynd fyrir nokkrum árum. „Það var æðislegt og ég fann að sjálfstraustið var að koma aftur. Á þeim tíma eru þó sambandsslitin í aðsigi og erfiðleikar þar. Ég þurfti að leyfa mér að syrgja sambandið, búa til nýtt heimili og byggja mig aftur upp. Þegar við Bjarki ákveðum svo að skella okkur saman í stúdíóið verður hugmyndin að Lighthouse til á örskotsstund.“ Arnór og Bjarki eða Bomarz kynntust þegar þeir unnu saman hjá Sony og náðu góðri tengingu þar. „Ég er mjög stoltur af því sem við gerðum hjá Sony þó að þetta hafi ekki virkað í bransanum úti. Ég vildi að allt væri sanngjarnt og að við værum að einblína á að byggja upp samfélag sem væri persónulegt með mikið hjarta.“ Arnór fór í sex mánaða fæðingarorlof eftir að Hanna fæddist og þegar hann kemur til baka til vinnu var ákvörðunin tekin um að loka útibúinu hérlendis. Það var svolítið áfall fyrir Arnór og samstarfsfólk hans. „Ég er ógeðslega góður peppari og það besta sem ég tók út frá Sony var að geta hvatt fólk í tónlistarbransanum áfram. Að fá fólk inn sem var óvisst með næstu skref, við gátum hjálpað því og það gekk út með höfuðið hátt. Við Bjarki höfum alltaf verið í góðu bandi og hann er með ótrúlega fallegt hjarta. Hann sendi á mig þetta demó við lagið og við ákváðum að kýla á þetta. Ég mætti til hans, við kveiktum á míkrófóninum og orðin komu mjög hratt. Þetta var fallegt tækifæri til að dansa sorgina út og taka að sér þetta nýja hlutverk. Að geta elskað einhvern enn þá með fjarlægð. Þetta er alltaf um þakklætið og það er ást í öllu en ég þurfti að slíta þessar rætur sem var skrýtið stökk.“ Var á versta stað í djúpri holu Arnór finnur fyrir miklu þakklæti gagnvart krefjandi verkefnum lífsins. „Það eru partar af þér að hverfa við sambandsslit og þetta er flókið ferli. Þú þarft að sleppa tökunum og treysta að það sé ástæða fyrir öllu. Lífið er bara svo fallegt. Ég viðurkenni samt að maður er enn að reyna að móta rútínuna, dóttir okkar er í viku hjá Vigdísi og í viku hjá mér og maður þarf að vinna með þetta og gera það besta úr því. Ég þarf að nýta öll þau tól sem ég hef lært inn á og nú eru allar dyr að opnast aftur. Ég og Bjarki ætlum klárlega að gera EP saman aftur, ég er að fara að vinna með alls konar fólki erlendis og það er margt fram undan í sköpunargleðinni. Ég er mjög opinn og til í allt sem mér líður vel með, ég er búinn að henda því út í kosmósinn.“ Í fyrsta sinn í einhver ár segist Arnór líka geta tekið hrósi og verið stoltur af sér. „Á síðustu árum voru partar af mér sem gátu ekki svarað spurningum á borð við: Hvað hef ég gaman að því að gera? Hvaða hæfileika er ég með? Ég var bara á versta stað. Þetta segir svo margt um holuna sem ég var í. Ég get horft á þetta sem upphaf í staðinn fyrir eitthvað mun verra. Maður var mjög, mjög langt niðri, sem er erfitt að tala um. Það er fallegt að geta hugsað um þetta sem upphaf í dag. Það er mikið sem ég þurfti að taka ábyrgð á og ég skil í dag líka að það er alls konar úr lífi mínu sem var aldrei mitt að halda fast í eða mitt að stjórna. Það er nauðsynlegt að hugsa jákvætt um sjálfan sig. Þú ert bókstaflega að senda hugsanir þínar út í heiminn.“ View this post on Instagram A post shared by Arnór Dan (@arnordan) Hann hugsar hlýtt til sín fyrir nokkrum árum. „Djöfull væri ég til í að faðma Nóra fyrir fimm árum en ég veit ekki hvort hann hefði getað tekið því. Ég var ekki með réttu tólin til að skilja tilfinningarnar mínar. Reiði er til dæmis alveg ótrúlega mikilvæg tilfinning. Dóttir mín er að kenna mér svo margt og ég er ekkert að dempa hana. Auðvitað má hún ekki særa eða meiða, en að sjá hana finna tilfinningarnar og eiga hollt samband við, það er svo fallegt.“ Erum miklu meira en bara eitthvað eitt Arnór segist hafa náð að endurræsa sig og byrja á nýju upphafi. Sjálfsvinnan er órjúfanlegur hluti af hans tilveru og lífsstíl. „Þetta er í öllu sem ég geri, í tónlist, tónheilun, öndun, markþjálfun og mörgu öðru. Mér finnst líka gott að leyfa mér stundum að hlusta algjörlega á líkamann og sleppa algjörlega tökum á rútínunni eða því sem maður er svo gjarn á að grípa í til að dreifa huganum. Sleppa símanum um stund og finna hvað maður þarf þegar maður er einn með sjálfum sér.“ Sömuleiðis segir Arnór mikilvægt að vita að við erum mikið meira en eitthvað eitt. Við séum ekki einungis vinnan okkar eða sambandið okkar. „Það er svo erfitt þegar eitthvað tekur algjörlega yfir sjálfsmyndina. Ef eitthvað kemur upp á, þú missir vinnuna eða ferð í gegnum sambandsslit til dæmis þá er hætta á því að manni líði eins og maður sé ekki neitt. Stundum þurfum við nauðsynlega rými til að vera við þar sem enginn er að segja okkur hvert við erum að fara eða hvað við eigum að gera. Svörin koma alltaf til okkar á endanum.“ Ómetanleg upplifun að stíga á svið eftir fimm ára fjarveru Arnór horfir björtum augum til framtíðarinnar og leggur ástríðu í margt. Sem dæmi stendur hann fyrir svokölluðu Öndunarferðalagi á morgun en nánari upplýsingar um það má finna hér. Hann hlakkar sömuleiðis til að skapa meira í tónlistinni, leikur sér með ólíkar tónlistartegundir og er með opinn hug fyrir öllu. „Ég kom fram á Iceland Airwaves síðastliðinn nóvember í Fríkirkjunni. Þetta var í fyrsta skipti í rúm fimm ár sem ég steig á svið. Ég er fyrst og fremst svo ótrúlega þakklátur fyrir það tækifæri og þarna gat ég tekið alls konar lög sem ég hafði ekki fengið að taka áður, til dæmis lög með Óla Arnalds. Ég var á bleiku skýi.“ View this post on Instagram A post shared by Arnór Dan (@arnordan) Tóti Guðna úr Agent Fresco var á tónleikunum og áttu hann og Arnór fallega stund saman. „Við vorum hágrátandi. Hann þurfti að sjá mig aftur koma fram eftir að hafa heyrt svo oft frá mér að ég væri alveg að verða tilbúinn. Bara þetta augnablik með Tóta það gerði þetta allt svo mikils virði. Við Bjarki kláruðum svo Lighthouse eftir þetta, tónleikarnir voru mikið eldsneyti. Svo bara kemur í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér en ég stefni á að gefa mikið út og hlakka til að koma aftur fram. Ég er til í allt í dag og opinn fyrir öllu,“ segir Arnór Dan brosandi að lokum. Hér má hlusta á alla tónlist Arnórs á streymisveitu Spotify. Tónlist Geðheilbrigði Ástin og lífið Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Röð áfalla og mikil uppbygging „Þetta spjall getur orðið mjög djúpt og langt. Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja,“ segir Arnór í upphafi samtalsins. Hann hefur einlægt og geislandi yfirbragð og virðist í dag koma til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur. Á síðustu árum hefur Arnór farið í gegnum kulnun, hefur gert upp gömul áföll, eignast sitt fyrsta barn eftir langt og strangt tæknifrjóvgunarferli, farið í gegnum sambandsslit eftir þrettán ára samband og misst vinnuna. Arnór Dan er fæddur árið 1985 og skaust upp á íslenska stjörnuhimininn árið 2008 þegar hann og hljómsveitin Agent Fresco sigruðu Músíktilraunir. Sveitin hefur gefið út tvær breiðskífur og spilað víða um heiminn. Sviðsframkoma Arnórs hefur alltaf verið bæði einstök og tilfinningarík þar sem hann nær áhorfendum með sér í ferðalag í gegnum tónlistina. Arnór hefur sömuleiðis unnið að alls kyns verkefnum hérlendis og erlendis, þar á meðal með Ólafi Arnalds og lagið þeirra Say My Name er með rúmlega 20 milljónir spilanna á streymisveitunni Spotify. Þá var hann nýverið að gefa út sitt fyrsta lag í nokkur ár, Lighthouse ásamt tónlistarmanninum Bomarz. Samhliða tónlistinni stýrði Arnór útibúi Sony Music hér á Íslandi um tíma og gerði samninga við fjölbreyttan hóp íslensks tónlistarfólks en árið 2022 var því lokað. Alltaf að hugsa: „Hvað ef eitthvað klikkar?“ „Maður er búinn að þurfa að mæta ýmsu. Í Covid áttum við barnsmóðir mín von á okkar fyrsta barni. Á þeim tíma áttaði ég mig á því að ég væri ekkert að staldra við og njóta. Ég var ekki í mómentinu, ekki að snerta bumbuna og njóta ferlisins. Ég var alltaf að hugsa: „Hvað ef eitthvað klikkar?“ því við höfðum verið í tæknifrjóvgunarferlinu. Það var ekki eðlilegt að vera svona mikið kvíðinn. Þarna hefst mikil sjálfsvinna hjá mér. Ég fattaði að ég var löngu kominn í einhverja kulnun, sem var uppsöfnuð eftir mörg ár af harki.“ Arnór og hundurinn Kíra eru góðir vinir. Arnór hefur farið í mikla og fallega sjálfsvinnu á undanförnum árum. Vísir/RAX Á þeim tíma segist Arnór hafa hugsað hingað og ekki lengra. „Ég byrjaði á að hvíla mig frá tónlistinni í smá. Ég var þá að vinna hjá Sony og það gekk ágætlega.“ Fegurð í ástarsorginni Á næstu árum átti mikið eftir að ganga á. „Fyrst dettur heilsan út, svo fæ ég heilsuna til baka. Þá dettur Sony út, við eignumst barn en svo hættum við saman. Í dag getur maður verið þakklátur fyrir alla þessa lífsreynslu en þetta var gríðarlega erfitt. Við vorum búin að vera saman í þrettán ár og þetta er svo djúpur og stór hluti af lífi manns.“ Hann segir sorgina sem fylgi sambandsslitum gríðarlega flókna og bæði erfiða og fallega. „Það er líka fegurð í þessu ferli og það er erfitt að lýsa því. Ég hef lært svo mikið og núna er ég hér og leyfi mér að njóta augnabliksins með dóttur minni.“ „Hann segist sömuleiðis hafa lært að einblína á sjálfan sig, setja súrefnisgrímuna á sig fyrst til að geta verið til staðar og í nú-inu. Ég fann bara að mér leið ekki vel í líkamanum og ég vildi verða betri fyrir Hönnu, dóttur okkar. Ég fór að hugsa: Hvernig get ég verið sá einstaklingur sem ég vildi óska að ég hefði getað verið í sambandinu og hvernig er ég besta útgáfan af mér fyrir barnið mitt?“ Þessar pælingar eru rauður þráður í nýja laginu hans Lighthouse sem má hlusta á hér: Klippa: Arnór Dan & Bomarz - Lighthouse „Mér fannst hugmyndin um vitann vera svo góð myndlíking fyrir það sem hefur á gengið. Hugmyndir um það hvernig ég geti verið einn og liðið vel. Textinn er um það hvernig ég geti mætt sjálfum mér og liðið það vel í sjálfum mér að ég geisla út á við. Ég get geislað út öryggi og væntumþykju til barnsmóður minnar en samt haldið fjarlægð. Ég samdi lagið fyrir ári síðan og það var gríðarlega erfitt að sleppa tökunum á þeim tíma. En það er nauðsynlegt að gera það og það er heilandi. Það er áhugavert að ræða þetta svona upphátt og finna að ég verð mjög tilfinningaríkur við það.“ Mikilvægt að mæta óörygginu Arnór starfar sömuleiðis sem markþjálfi í dag og hefur lagt mikla vinnu í það að styrkja sjálfan sig. „Bæði í markþjálfuninni og sömuleiðis með öndunaræfingum, að geta farið djúpt inn á við og allt það. Óöryggið lætur alveg á sér kræla, það er auðvelt að efast og stundum þarf ég að setjast niður með tilfinningum á borð við ótta og óöryggi til að skilja þær.“ Arnór hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir lífsins og fyrir nokkrum árum áttaði hann sig á því að líkami hans geymdi mörg áföll. Í æsku flutti hann mikið á milli staða og var tvítugur þegar hann missti föður sinn úr krabbameini. „Það er svo skrýtið að sjá allt í einu að það er eitthvað kerfi innra með manni sem er í stöðugri viðbragðsstöðu. Þetta kemur svo upp með ýmsum leiðum og það er alls konar sem hjálpar manni að losa um þetta, sama hvort það sé hugleiðsla, dans, önnur hreyfing eða eitthvað annað. Ég kom líka fram á Psychedelics as Medicine í Hörpu á dögunum og það er ekkert leyndarmál að þetta hjálpaði mér mikið fyrir nokkrum árum síðan.“ View this post on Instagram A post shared by Arnór Dan (@arnordan) Hann segir mikilvægt að geta vitað hvenær hætta stefjar að og hvenær ekki. „Þetta viðbragðskerfi er stöðugt að reyna að vernda mann og stýra manni þrátt fyrir að það sé engin ógn. Þetta kemur úr æskunni en ég ólst upp í umhverfi sem var stöðugt að breytast. Ég flutti á hverju einasta ári þangað til við fluttum til Danmerkur þegar ég var fimm ára,“ segir Arnór en hann á tvær yngri systur með stuttu millibili. „Það var rosalega mikið í gangi, ég kenni foreldrum mínum alls ekki neitt um en það er líka bara gott að geta rætt svona hluti.“ Tvítugur þegar hann missti föður sinn Í dag segist Arnór eiga fallegt samband við allar sínar hliðar, bæði þær sem eru dimmar og þær björtu. „Við erum með svo marga fallega parta og þetta er stöðug, uppbyggileg vinna. Það skiptir mig máli að geta verið meðvitaður, tekið ábyrgð á tilfinningum mínum og vera alltaf í sannleikanum. Þá verður þetta allt í lagi en þetta er ferðalag.“ Það verða mikil straumhvörf í lífi Arnórs þegar hann er tvítugur. Hann klárar menntaskóla í Danmörku og stefndi á að koma til Íslands í eitt ár til að ná tökum á tungumálinu. „Þá deyr pabbi minn af krabbameini og jarðarförin er á Íslandi sumarið sem ég kem heim. Það var ótrúlega skrýtið ferðalag, að koma til Íslands og vera ekki á leið aftur heim til Danmerkur þar sem ég hafði búið í fimmtán ár. Ég ætlaði upphaflega bara að vera hér í ár en það breyttist auðvitað.“ Arnóri þykir mjög vænt um Ísland og segist eiga áhugavert samband við landið. „Ég á rómantíserað samband við Ísland og hef alltaf elskað íslenskar hljómsveitir á borð við SigurRós, Mínus og Múm. Svo hef ég alltaf átt fjölskyldu hér og ömmu og afa. Þegar ég var kominn heim ákvað ég að sækja um í FÍH, kemst inn og seinka ferðinni heim til Danmerkur, en ég átti að vera að byrja í leiklistarskóla þar.“ Vann Músíktilraunir, varð ástfanginn og fór aldrei frá Íslandi Stuttu síðar kynnist Arnór nokkrum strákum sem mynda hljómsveit sem þeir kalla Agent Fresco. „Þeir biðja mig um að taka þátt með þeim í keppni sem heitir Músíktilraunir sem var tveimur vikum seinna. Ég ákvað að kýla á það og það springur auðvitað allt út. Ég er alltaf að seinka ferðinni heim, kynnist svo Vigdísi barnsmóður minni og enda bara á því að fara ekkert aftur.“ Arnór heldur þó í dönsku ræturnar og þykir vænt um þær. „Ég hitti danskan sálfræðing á ráðstefnunni í Hörpu um daginn og við vorum að spjalla saman á dönsku. Það kallaði fram svo skrýtnar tilfinningar. Það er undarlegt þegar allt er sett á pásu, þú kemur til Íslands en ferð ekki aftur heim, flytur inn í hús föður þíns en hann er látinn. Við gerðum heila plötu með Agent Fresco, A Long Time Listening, þar sem ég er að syrgja pabba. En eitt er að semja og tjá sig í gegnum tónlistina og svo er annað að finna tilfinningarnar og komast í samband við líkamann. Ég byrjaði bara að geta gert það núna fyrir nokkrum árum sem er frekar galið.“ Hér má hlusta á plötuna A Long Time Listening: Frekar of mikið en ekki nóg Arnór segist alltaf hafa verið tilfinningaríkur og fólk eigi almennt mjög auðvelt með að opna sig við hann. „Það er verðmætt að fólk treysti mér og geti verið það sjálft í kringum mig. Ég þarf stundum að átta mig á því að ég er ekki tilfinningin sem kemur upp hverju sinni. Ég er ekki sorgin. Þegar ég var lítill var vandamálið mitt aldrei það að ég væri kannski ekki nóg, ég var frekar of mikið. Þetta verður rosalega magnþrungið, sem er geggjað upp á sviði og í sköpun en í hversdagsleikanum máttu ekki leyfa tilfinningunni að taka algjörlega yfir. Ég hef lært að dansa í gegnum það, hreyfa mig, finna hvað hjálpar mér að færa þessa orku frá mér og skilja tilfinninguna, hvar er hún stödd í líkamanum og allt þetta.“ Hann segist fyrst og fremst lifa í miklu þakklæti. „Ég er svo þakklátur fyrir strákana í Agent Fresco. Þeir gáfu mér tækifæri til þess að finna þessari sorg farveg. Sorg sem snerist ekkert bara um pabba minn heldur alls konar sem maður hafði gengið í gegnum í lífinu. Ég hef þessa hæfileika að ég get sett tilfinningar í eitthvað, ég get fært þær yfir í tónlist.“ Hér má sjá sveitina flytja lagið Howls árið 2015: https://www.visir.is/article/2700125/preview?dp-time=1741780265&hash=7f46ea69c47dc8cd9abe085aa095fef0234a3c268b992140737edb2c4be1e7be&medium=web&publication=Default&publicationId=2&user=284&active-channel=default Agent Fresco stefnir á að gefa út þriðju breiðskífuna á komandi tímum. „Þegar ég brotlenti árið 2020 þá er búið að taka allt upp fyrir plötuna nema sönginn. Ég var ekki tilbúinn. Heilinn minn vissi nákvæmlega hvað platan ætti að heita og hvernig konseptið ætti að vera en líkaminn minn var í „fight or flight“ ástandi. Það er ótrúlega erfitt að vera í gleði, ást og sköpun þegar þú ert bara að reyna að lifa af. Ég var með algjöra rörsýn (e. tunnel vision) á lífið.“ Fallegt tækifæri til að dansa sorgina út Tónlistin kallaði svo aftur á Arnór sem samdi tónlist fyrir japanska teiknimynd fyrir nokkrum árum. „Það var æðislegt og ég fann að sjálfstraustið var að koma aftur. Á þeim tíma eru þó sambandsslitin í aðsigi og erfiðleikar þar. Ég þurfti að leyfa mér að syrgja sambandið, búa til nýtt heimili og byggja mig aftur upp. Þegar við Bjarki ákveðum svo að skella okkur saman í stúdíóið verður hugmyndin að Lighthouse til á örskotsstund.“ Arnór og Bjarki eða Bomarz kynntust þegar þeir unnu saman hjá Sony og náðu góðri tengingu þar. „Ég er mjög stoltur af því sem við gerðum hjá Sony þó að þetta hafi ekki virkað í bransanum úti. Ég vildi að allt væri sanngjarnt og að við værum að einblína á að byggja upp samfélag sem væri persónulegt með mikið hjarta.“ Arnór fór í sex mánaða fæðingarorlof eftir að Hanna fæddist og þegar hann kemur til baka til vinnu var ákvörðunin tekin um að loka útibúinu hérlendis. Það var svolítið áfall fyrir Arnór og samstarfsfólk hans. „Ég er ógeðslega góður peppari og það besta sem ég tók út frá Sony var að geta hvatt fólk í tónlistarbransanum áfram. Að fá fólk inn sem var óvisst með næstu skref, við gátum hjálpað því og það gekk út með höfuðið hátt. Við Bjarki höfum alltaf verið í góðu bandi og hann er með ótrúlega fallegt hjarta. Hann sendi á mig þetta demó við lagið og við ákváðum að kýla á þetta. Ég mætti til hans, við kveiktum á míkrófóninum og orðin komu mjög hratt. Þetta var fallegt tækifæri til að dansa sorgina út og taka að sér þetta nýja hlutverk. Að geta elskað einhvern enn þá með fjarlægð. Þetta er alltaf um þakklætið og það er ást í öllu en ég þurfti að slíta þessar rætur sem var skrýtið stökk.“ Var á versta stað í djúpri holu Arnór finnur fyrir miklu þakklæti gagnvart krefjandi verkefnum lífsins. „Það eru partar af þér að hverfa við sambandsslit og þetta er flókið ferli. Þú þarft að sleppa tökunum og treysta að það sé ástæða fyrir öllu. Lífið er bara svo fallegt. Ég viðurkenni samt að maður er enn að reyna að móta rútínuna, dóttir okkar er í viku hjá Vigdísi og í viku hjá mér og maður þarf að vinna með þetta og gera það besta úr því. Ég þarf að nýta öll þau tól sem ég hef lært inn á og nú eru allar dyr að opnast aftur. Ég og Bjarki ætlum klárlega að gera EP saman aftur, ég er að fara að vinna með alls konar fólki erlendis og það er margt fram undan í sköpunargleðinni. Ég er mjög opinn og til í allt sem mér líður vel með, ég er búinn að henda því út í kosmósinn.“ Í fyrsta sinn í einhver ár segist Arnór líka geta tekið hrósi og verið stoltur af sér. „Á síðustu árum voru partar af mér sem gátu ekki svarað spurningum á borð við: Hvað hef ég gaman að því að gera? Hvaða hæfileika er ég með? Ég var bara á versta stað. Þetta segir svo margt um holuna sem ég var í. Ég get horft á þetta sem upphaf í staðinn fyrir eitthvað mun verra. Maður var mjög, mjög langt niðri, sem er erfitt að tala um. Það er fallegt að geta hugsað um þetta sem upphaf í dag. Það er mikið sem ég þurfti að taka ábyrgð á og ég skil í dag líka að það er alls konar úr lífi mínu sem var aldrei mitt að halda fast í eða mitt að stjórna. Það er nauðsynlegt að hugsa jákvætt um sjálfan sig. Þú ert bókstaflega að senda hugsanir þínar út í heiminn.“ View this post on Instagram A post shared by Arnór Dan (@arnordan) Hann hugsar hlýtt til sín fyrir nokkrum árum. „Djöfull væri ég til í að faðma Nóra fyrir fimm árum en ég veit ekki hvort hann hefði getað tekið því. Ég var ekki með réttu tólin til að skilja tilfinningarnar mínar. Reiði er til dæmis alveg ótrúlega mikilvæg tilfinning. Dóttir mín er að kenna mér svo margt og ég er ekkert að dempa hana. Auðvitað má hún ekki særa eða meiða, en að sjá hana finna tilfinningarnar og eiga hollt samband við, það er svo fallegt.“ Erum miklu meira en bara eitthvað eitt Arnór segist hafa náð að endurræsa sig og byrja á nýju upphafi. Sjálfsvinnan er órjúfanlegur hluti af hans tilveru og lífsstíl. „Þetta er í öllu sem ég geri, í tónlist, tónheilun, öndun, markþjálfun og mörgu öðru. Mér finnst líka gott að leyfa mér stundum að hlusta algjörlega á líkamann og sleppa algjörlega tökum á rútínunni eða því sem maður er svo gjarn á að grípa í til að dreifa huganum. Sleppa símanum um stund og finna hvað maður þarf þegar maður er einn með sjálfum sér.“ Sömuleiðis segir Arnór mikilvægt að vita að við erum mikið meira en eitthvað eitt. Við séum ekki einungis vinnan okkar eða sambandið okkar. „Það er svo erfitt þegar eitthvað tekur algjörlega yfir sjálfsmyndina. Ef eitthvað kemur upp á, þú missir vinnuna eða ferð í gegnum sambandsslit til dæmis þá er hætta á því að manni líði eins og maður sé ekki neitt. Stundum þurfum við nauðsynlega rými til að vera við þar sem enginn er að segja okkur hvert við erum að fara eða hvað við eigum að gera. Svörin koma alltaf til okkar á endanum.“ Ómetanleg upplifun að stíga á svið eftir fimm ára fjarveru Arnór horfir björtum augum til framtíðarinnar og leggur ástríðu í margt. Sem dæmi stendur hann fyrir svokölluðu Öndunarferðalagi á morgun en nánari upplýsingar um það má finna hér. Hann hlakkar sömuleiðis til að skapa meira í tónlistinni, leikur sér með ólíkar tónlistartegundir og er með opinn hug fyrir öllu. „Ég kom fram á Iceland Airwaves síðastliðinn nóvember í Fríkirkjunni. Þetta var í fyrsta skipti í rúm fimm ár sem ég steig á svið. Ég er fyrst og fremst svo ótrúlega þakklátur fyrir það tækifæri og þarna gat ég tekið alls konar lög sem ég hafði ekki fengið að taka áður, til dæmis lög með Óla Arnalds. Ég var á bleiku skýi.“ View this post on Instagram A post shared by Arnór Dan (@arnordan) Tóti Guðna úr Agent Fresco var á tónleikunum og áttu hann og Arnór fallega stund saman. „Við vorum hágrátandi. Hann þurfti að sjá mig aftur koma fram eftir að hafa heyrt svo oft frá mér að ég væri alveg að verða tilbúinn. Bara þetta augnablik með Tóta það gerði þetta allt svo mikils virði. Við Bjarki kláruðum svo Lighthouse eftir þetta, tónleikarnir voru mikið eldsneyti. Svo bara kemur í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér en ég stefni á að gefa mikið út og hlakka til að koma aftur fram. Ég er til í allt í dag og opinn fyrir öllu,“ segir Arnór Dan brosandi að lokum. Hér má hlusta á alla tónlist Arnórs á streymisveitu Spotify.
Tónlist Geðheilbrigði Ástin og lífið Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira