„Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. mars 2025 21:27 Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir mynda saman þjálfarateymi Hauka. Vísir/Hulda Margrét „Bara allt, við vorum bara ekki mættar á svæðið í dag,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir þriggja marka tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. „Við spilum enga vörn hérna í fyrri hálfleik, sem betur fer kom hún aðeins í seinni hálfleik. Þær voru bara betri á öllum sviðum í dag,“ sagði Díana. Aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik´, Fram með forystuna. Haukar hófu síðari hálfleikinn afleitlega og skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútunum á meðan Fram skoraði sex mörk. Díana var með einfaldar skýringar á því af hverju liðinu gekk svona illa á þeim kafla. „Það var bara farið út úr skipulagi og ekki spilað eins og var lagt upp með í hálfleik.“ Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum á tímabilinu, þrisvar í deild og svo í bikarúrslitum sem fram fóru fyrir aðeins 11 dögum. Haukar hafa tapað öllum leikjunum í deildinni en eru þó ríkjandi bikarmeistarar. Díana viðurkennir að með tapinu í kvöld sé það ljóst að liðið mun enda á eftir Val og Fram í deildinni þrátt fyrir að aðeins tveimur stigum munar á Haukum og Fram og fjórar umferðir eftir af tímabilinu. „Við vorum að vinna þær með fimm mörkum fyrir nokkrum dögum síðan. Þannig að við þurfum bara að skoða þetta vel og förum yfir þetta. Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið.“ Efstu tvö lið deildarinnar sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og því ljóst á orðum Díönu að Haukar munu fara lengri leiðina ef liðið ætlar að koma sér í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Díana var því spurð hvort hægt væri að líta á það með jákvæðum augum að fá fleiri keppnisleiki. „Auðvitað hefðum við viljað aðeins pásu. Við erum með markmanninn [Söru Sif Helgadóttur] í meiðslum, hefðum kannski viljað missa hana. hún meiðist þarna í landsliðspásunni og það skiptir máli. Við verðum bara að skoða hvenær hún kemur inn og hvort hún kemur inn. Við tökum bara þessu, alltaf gaman að keppa,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Haukar Fram Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira
„Við spilum enga vörn hérna í fyrri hálfleik, sem betur fer kom hún aðeins í seinni hálfleik. Þær voru bara betri á öllum sviðum í dag,“ sagði Díana. Aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik´, Fram með forystuna. Haukar hófu síðari hálfleikinn afleitlega og skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútunum á meðan Fram skoraði sex mörk. Díana var með einfaldar skýringar á því af hverju liðinu gekk svona illa á þeim kafla. „Það var bara farið út úr skipulagi og ekki spilað eins og var lagt upp með í hálfleik.“ Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum á tímabilinu, þrisvar í deild og svo í bikarúrslitum sem fram fóru fyrir aðeins 11 dögum. Haukar hafa tapað öllum leikjunum í deildinni en eru þó ríkjandi bikarmeistarar. Díana viðurkennir að með tapinu í kvöld sé það ljóst að liðið mun enda á eftir Val og Fram í deildinni þrátt fyrir að aðeins tveimur stigum munar á Haukum og Fram og fjórar umferðir eftir af tímabilinu. „Við vorum að vinna þær með fimm mörkum fyrir nokkrum dögum síðan. Þannig að við þurfum bara að skoða þetta vel og förum yfir þetta. Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið.“ Efstu tvö lið deildarinnar sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og því ljóst á orðum Díönu að Haukar munu fara lengri leiðina ef liðið ætlar að koma sér í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Díana var því spurð hvort hægt væri að líta á það með jákvæðum augum að fá fleiri keppnisleiki. „Auðvitað hefðum við viljað aðeins pásu. Við erum með markmanninn [Söru Sif Helgadóttur] í meiðslum, hefðum kannski viljað missa hana. hún meiðist þarna í landsliðspásunni og það skiptir máli. Við verðum bara að skoða hvenær hún kemur inn og hvort hún kemur inn. Við tökum bara þessu, alltaf gaman að keppa,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Haukar Fram Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira